Ungbarnastyrkur brúar bilið Eggert Sigurbergsson skrifar 4. maí 2022 08:31 Það er stefna Miðflokksins í Reykjanesbæ að þegar fæðingarorlofi lýkur við 12 mánaða aldur og fram að leikskólavist þá fái hvert barn ungbarnastyrk. Styrkurinn skal vera hlutfall af raunverulegum kostnaði bæjarfélagsins af hverju leikskólaplássi. Það er ákall samfélagsins að brúa þarf bilið frá lokum fæðingarorlofs og fram að leikskólaplássi en þessi tími getur verið foreldrum erfiður fjárhagslega þar sem þau þurfa oft að draga úr vinnu vegna umönnunar barnsins. Við í Miðflokknum teljum að með ungbarnastyrk þá verði fyrirsjáanleiki foreldra í umönnun barnsins mun meiri og foreldrar geta líka ákveðið án afleiðinga fyrir fjárhaginn að draga úr vinnu og verið þannig meira heima með barninu fram að föstu leikskólaplássi. Samkvæmt tölum frá Samtökum íslenskra sveitafélaga, frá árinu 2020, þá var meðalkostnaður á hvert barn í leikskóla, að frádregnum þjónustugjöldum, 2.700.000 kr. á ári sem gerir rétt rúmar 245.000 kr. á mánuði miðað við 11 mánaða vistun. Gera má ráð fyrir að þessar tölur hafi hækkað síðan þá. Bæta þarf kjör og aðstæður leikskólakennara Leikskólar starfa eftir lögum um leikskóla og ríkar kröfur eru gerðar um umönnun og menntun, búa þarf börnunum holt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Til að svo megi verða þá þarf leikskólakennara ásamt öðru starfsfólki. Nú háttar svo til að það vantar um 1.800 leikskólakennarar á landinu og Reykjanesbær fer ekki varhluta að því. Það er því til lítils að byggja leikskóla og halda að leikskólakennarar séu hilluvara sem hægt sé að ganga í að vild. Margir leikskólar í dag eru því undirmannaðir sem kemur niður á þjónustu við börnin. Verkefni Reykjanesbæjar á auðvitað að ganga út á að bæta kjör og aðstæður leikskólakennara í núverandi leikskólum og sinna forgangshópum. Miklu frekar en að fara í kostnaðarsamar breytingar á byggingum og viðbótarbyggingum þegar fyrir liggur að ekki er hægt að manna skólanna með réttu starfsfólki. Með því að gefa foreldrum aukna möguleika í umönnun með ungbarnastyrk þá verði kostnaður samfélagsins minni til lengri tíma litið og það gefur bæjaryfirvöldum aukið svigrúm til að byggja upp öfluga og val mannaða leikskóla sem eru forsenda fyrir öflugu samfélagi. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjanesbær Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er stefna Miðflokksins í Reykjanesbæ að þegar fæðingarorlofi lýkur við 12 mánaða aldur og fram að leikskólavist þá fái hvert barn ungbarnastyrk. Styrkurinn skal vera hlutfall af raunverulegum kostnaði bæjarfélagsins af hverju leikskólaplássi. Það er ákall samfélagsins að brúa þarf bilið frá lokum fæðingarorlofs og fram að leikskólaplássi en þessi tími getur verið foreldrum erfiður fjárhagslega þar sem þau þurfa oft að draga úr vinnu vegna umönnunar barnsins. Við í Miðflokknum teljum að með ungbarnastyrk þá verði fyrirsjáanleiki foreldra í umönnun barnsins mun meiri og foreldrar geta líka ákveðið án afleiðinga fyrir fjárhaginn að draga úr vinnu og verið þannig meira heima með barninu fram að föstu leikskólaplássi. Samkvæmt tölum frá Samtökum íslenskra sveitafélaga, frá árinu 2020, þá var meðalkostnaður á hvert barn í leikskóla, að frádregnum þjónustugjöldum, 2.700.000 kr. á ári sem gerir rétt rúmar 245.000 kr. á mánuði miðað við 11 mánaða vistun. Gera má ráð fyrir að þessar tölur hafi hækkað síðan þá. Bæta þarf kjör og aðstæður leikskólakennara Leikskólar starfa eftir lögum um leikskóla og ríkar kröfur eru gerðar um umönnun og menntun, búa þarf börnunum holt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Til að svo megi verða þá þarf leikskólakennara ásamt öðru starfsfólki. Nú háttar svo til að það vantar um 1.800 leikskólakennarar á landinu og Reykjanesbær fer ekki varhluta að því. Það er því til lítils að byggja leikskóla og halda að leikskólakennarar séu hilluvara sem hægt sé að ganga í að vild. Margir leikskólar í dag eru því undirmannaðir sem kemur niður á þjónustu við börnin. Verkefni Reykjanesbæjar á auðvitað að ganga út á að bæta kjör og aðstæður leikskólakennara í núverandi leikskólum og sinna forgangshópum. Miklu frekar en að fara í kostnaðarsamar breytingar á byggingum og viðbótarbyggingum þegar fyrir liggur að ekki er hægt að manna skólanna með réttu starfsfólki. Með því að gefa foreldrum aukna möguleika í umönnun með ungbarnastyrk þá verði kostnaður samfélagsins minni til lengri tíma litið og það gefur bæjaryfirvöldum aukið svigrúm til að byggja upp öfluga og val mannaða leikskóla sem eru forsenda fyrir öflugu samfélagi. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun