Að efla aldursvænt samfélag Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir skrifar 3. maí 2022 20:01 Hvernig er viðhorf þitt gagnvart öldruðum? Hefur þú leitt hugann að því? Hefur þú tekið eftir aldursfordómum í þínu nærumhverfi? Ertu að hugsa um að hætta við að lesa þessa grein af því þú ert ekki aldraður? Hér á landi er sá hópur einstaklinga sem hefur náð 67 ára aldri og hærra skilgreindur sem aldraðir, hópur fólks sem stækkar og stækkar samkvæmt núverandi þróun. Mannfjöldaspár sýna að breytt aldurssamsetning er meðal þjóða, þar sem lífslíkur fólks eru að aukast og dregist hefur úr fæðingartíðni. Öldruðum mun fjölga verulega í vestrænum samfélögum. Með þessum breytingum fylgja áskoranir sem þarf að bregðast við til að efla aldursvænt samfélag. Aldraðir endurspegla fjölbreyttan hóp, sem hefur ólíkar skoðanir og bakgrunn, fjölbreytt áhugamál og víðtæka reynslu. En þessi hópur mætir stundum aldursfordómum í nútímasamfélagi. Hætt er við neikvæðum staðalímyndum og mismunun á grundvelli aldurs. Það er brýn þörf að bregðast við og vinna að aldursvænu samfélagi með breyttu viðhorfi. Eldri fullorðnir einstaklingar búa yfir dýrmætri þekkingu og reynslu. Hegðun okkar og viðhorf ætti alltaf að endurspegla tækifærin og þau jákvæðu áhrif af því að fólk hafi sjálfstæði, vilja og getu til að taka virkan þátt í samfélaginu. Samstaða ætti að ríkja um það að fólk geti átt gefandi líf alla ævi. Hver og einn getur litið í eigin barm og hugleitt hvort hann leyfi aldursfordómum að viðgangast í sínu nærumhverfi. En ríkari ábyrgð liggur í forystu og stjórnun hjá leiðtogum samfélagsins. Horfa þarf til styrkleika, mikilvægi framlags og þátttöku eldra fólks sem ávinning fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Höfundur er nemi í öldrunarþjónustu, viðbótardiplómu á meistarastigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Félagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Hvernig er viðhorf þitt gagnvart öldruðum? Hefur þú leitt hugann að því? Hefur þú tekið eftir aldursfordómum í þínu nærumhverfi? Ertu að hugsa um að hætta við að lesa þessa grein af því þú ert ekki aldraður? Hér á landi er sá hópur einstaklinga sem hefur náð 67 ára aldri og hærra skilgreindur sem aldraðir, hópur fólks sem stækkar og stækkar samkvæmt núverandi þróun. Mannfjöldaspár sýna að breytt aldurssamsetning er meðal þjóða, þar sem lífslíkur fólks eru að aukast og dregist hefur úr fæðingartíðni. Öldruðum mun fjölga verulega í vestrænum samfélögum. Með þessum breytingum fylgja áskoranir sem þarf að bregðast við til að efla aldursvænt samfélag. Aldraðir endurspegla fjölbreyttan hóp, sem hefur ólíkar skoðanir og bakgrunn, fjölbreytt áhugamál og víðtæka reynslu. En þessi hópur mætir stundum aldursfordómum í nútímasamfélagi. Hætt er við neikvæðum staðalímyndum og mismunun á grundvelli aldurs. Það er brýn þörf að bregðast við og vinna að aldursvænu samfélagi með breyttu viðhorfi. Eldri fullorðnir einstaklingar búa yfir dýrmætri þekkingu og reynslu. Hegðun okkar og viðhorf ætti alltaf að endurspegla tækifærin og þau jákvæðu áhrif af því að fólk hafi sjálfstæði, vilja og getu til að taka virkan þátt í samfélaginu. Samstaða ætti að ríkja um það að fólk geti átt gefandi líf alla ævi. Hver og einn getur litið í eigin barm og hugleitt hvort hann leyfi aldursfordómum að viðgangast í sínu nærumhverfi. En ríkari ábyrgð liggur í forystu og stjórnun hjá leiðtogum samfélagsins. Horfa þarf til styrkleika, mikilvægi framlags og þátttöku eldra fólks sem ávinning fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Höfundur er nemi í öldrunarþjónustu, viðbótardiplómu á meistarastigi.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun