Misrétti og menntun Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 3. maí 2022 17:01 Um útbreitt misrétti í samfélaginu okkar þarf ekki að tíunda. Afhjúparnir á kvenfyrirlitningu, rasimsa, fordómum gegn hinseginleika og fötlun eru daglegt brauð og duldari mismunun á grundvelli stéttar, aldurs, trúarbragða algeng og þar með eru þeir þættir sem mismuna fólki ekki upptaldir. Í gegnum alla tíðina hefur misréttið viðgengist, ekki án andmæla og baráttu heldur vegna kraftmikillar íhaldsemi, valdastöðu og tilkalli til valds ákveðins einsleits hóps og forréttindablindu. Öll þekkjum við þau mál um kynferðisáreiti og -ofbeldi sem hafa komið upp á yfirborðið undanfarið og loks fengið hlustun. Í ofanálag hefur umræðan um kerfisbundinn rasisma, sem auðvitað hefur verið til staðar í gegnum tíðina, blossað upp. Afleiðingarnar eru að óþol fólks fyrir hverskonar misrétti hefur magnast og niðurstaðan er sú að við sjáum hvernig fordómafull hatursorðræða, ofbeldishegðun og áreiti hefur viðgengist. Við sjáum líka bakslag í árangrinum sem hefur þó náðst sbr. nýjustu tíðindi frá Hæstarétti Bandaríkjanna. Í nokkuð mörg ár hef ég skrifað og skrafað um mikilvægi kynja- og jafnréttisfræðslu í skólakerfinu. Upphaflega var tvennt sem knúði mig áfram. Annars vegar þekkti ég íslenskan lagabókstaf sem kveður á um að nemendur á öllum skólastigum skuli fá jafnréttisfræðslu. Lögin voru sett 1976 en því fer fjarri að lögin hafi verið virt. Hitt sem rak mig áfram, var vissan um að fræðsla virkaði eins og flest stjórnmálafólk, sem í gegnum tíðina, hefur tjáð sig um misréttið í samfélaginu, það þarf að breyta viðhorfum. Hvernig er viðhorfum viðhaldið? Vissulega í menningunni allri, hefðum, venjum, íhaldssemi, skorti á gagnrýnni hugsun og forréttindablindu. Misréttið er inngróið í menninguna. Við erum öll ofurseld þeirri mótun sem við fáum. Það þarf skarpa sýn, gagnrýna hugsun og hugrekki til að andmæla viðtekinni menningu sem þó er sannarlega skaðleg. Um þetta getur baráttufólk í fortíð og nútíð vitnað. Allt frá fyrsta hópnum mínum kynjafræði árið 2007, var ég þess fullviss að þarna væri svarið við misréttinu í samfélaginu. Í kennslustofunni er lykillinn að viðhorfabreytingunni. Áfanginn minn KYN2A05 heitir fullu nafni Kynja- og jafnréttisfræðsla allt frá upphafi. Ég var mjög fókuseruð á kynjavíddina fyrstu árin en áfanginn þróaðist eftir því sem árin liðu og fleiri mismunabreytur komu inní áfangann, einkum þó hinseginfræði. Það eru vitaskuld takmörk fyrir því hversu miklu er hægt að koma fyrir í einum framhaldsskólaáfanga og alveg ljóst að ef vel ætti að vera þyrftu áfanganir að vera fleiri. Við höfum ytra umhverfi til staðar til innleiðingar á jafnréttishugsjóninni í skólakerfið, landslög og grunnþætti. Sameiginleg markmið í aðalnámskrá styðja líka við jafnréttismenntun. Ef uppræta á inngróna og kerfisbundna fordóma, þarf að byrja námið snemma og halda því áfram markvisst í gegnum öll skólastig. Allt nám þarf að stefna í sömu átt, og allir kennarar á öllum skólastigum þurfa að hafa jafnréttisnæmi. Það felur í sér að skilja fordóma og hverskonar misrétti. Aukinheldur þurfa þeir að hafa færni til að undirbúa kennslu sína, samskipti og gögn á þann hátt að stöðugt sé unnið að afbyggingu á skaðlegum staðalmyndum. Námið þarf með öðrum orðum að vera bæði beint og óbeint, bæði sem sérstök fög og hluti af grunnþáttum náms í öllu námi hjá öllum kennurum. Mikilvægt er að demba ekki kennslu af þessu tagi á kennara án vandlegs undirbúnings. Kennarar eru störfum hlaðnir og ábyrgð þeirra ómæld. Eitthvað þarf að víkja svo pláss sé fyrir nýjungar og þróun náms og skólastarfs. Því er vissulega hægt að halda því fram með réttu að mikil skólaþróun hefur átt sér stað undanfarin ár og jafnvel áratugi – en við erum þó í raun með sama grunninn af greinum sem kenndar eru í skólakerfinu og fyrir hundrað árum. Þeim fögum sem upphaflega var raðað inní skólakerfið hafa staðið af sér tímans tönn, njóta virðingar og kannski ekki mikil umræða hvort það sé einmitt sú þekking og hæfni sem samfélagið þarf í nútímanum. Í raun þarf að byrja á byrjuninni og hugsa frá núllpunkti – hvað þurfa nemendur að læra? Hvaða hæfni þurfa þau ráða yfir, hvaða þekkingu og viðhorf gerir samfélag jöfnuðar, sanngirnis og réttlætis kröfur um? Vitaskuld þarf nám á fyrstu skólastigum að miða að samfellu og áframhaldandi námi og starfi en fyrsta vers í námskrám er að hlutverk skólakerfisins sé að undirbúa þátttöku einstaklinga í lýðræðisþjóðfélagi og fyrir líf og störf í nútímaþjóðfélagi. Hvernig hefur okkur gengið? Er raunverulegt lýðræði í samfélagi sem mismunar fjölda hópa? Hvernig er umræðuhefðin um jafnréttismál? Yfirvegun er ekki fyrsta sem okkur dettur í hug þegar jafnrétti er á dagskrá í fjöl- og félagsmiðlum. Kennslustofan er öruggt rými þar eiga nemendur að fá tækifæri til að þjálfa sig í samtalinu um viðkvæm, erfið og umdeild mál. Í kennslustofunni á að setja hlutina í samhengi, fá þekkingu á hugtökum og hæfni til að beita þeim og að öðlast skilning á jafnréttismálum. Þverpólitíska samstöðu þarf um að leggja aukna áherslu á jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Menntavísindasvið hefur brugðist við kallinu að einhverju leyti, en það þarf að auka þekkingu sem kennarar þurfa að hafa á valdi sínu í því samfélagi sem við búum í hverju sinni. Eins fallegt handverk og bútasaumur er, þá er aðferðin ekki heppileg þegar við mótum stefnu um menntamál. Sameinumst um að innleiða jafnréttishugsjónina í skólakerfið, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er kennari og forkona Jafnréttisnefndar KÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Skóla - og menntamál Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um útbreitt misrétti í samfélaginu okkar þarf ekki að tíunda. Afhjúparnir á kvenfyrirlitningu, rasimsa, fordómum gegn hinseginleika og fötlun eru daglegt brauð og duldari mismunun á grundvelli stéttar, aldurs, trúarbragða algeng og þar með eru þeir þættir sem mismuna fólki ekki upptaldir. Í gegnum alla tíðina hefur misréttið viðgengist, ekki án andmæla og baráttu heldur vegna kraftmikillar íhaldsemi, valdastöðu og tilkalli til valds ákveðins einsleits hóps og forréttindablindu. Öll þekkjum við þau mál um kynferðisáreiti og -ofbeldi sem hafa komið upp á yfirborðið undanfarið og loks fengið hlustun. Í ofanálag hefur umræðan um kerfisbundinn rasisma, sem auðvitað hefur verið til staðar í gegnum tíðina, blossað upp. Afleiðingarnar eru að óþol fólks fyrir hverskonar misrétti hefur magnast og niðurstaðan er sú að við sjáum hvernig fordómafull hatursorðræða, ofbeldishegðun og áreiti hefur viðgengist. Við sjáum líka bakslag í árangrinum sem hefur þó náðst sbr. nýjustu tíðindi frá Hæstarétti Bandaríkjanna. Í nokkuð mörg ár hef ég skrifað og skrafað um mikilvægi kynja- og jafnréttisfræðslu í skólakerfinu. Upphaflega var tvennt sem knúði mig áfram. Annars vegar þekkti ég íslenskan lagabókstaf sem kveður á um að nemendur á öllum skólastigum skuli fá jafnréttisfræðslu. Lögin voru sett 1976 en því fer fjarri að lögin hafi verið virt. Hitt sem rak mig áfram, var vissan um að fræðsla virkaði eins og flest stjórnmálafólk, sem í gegnum tíðina, hefur tjáð sig um misréttið í samfélaginu, það þarf að breyta viðhorfum. Hvernig er viðhorfum viðhaldið? Vissulega í menningunni allri, hefðum, venjum, íhaldssemi, skorti á gagnrýnni hugsun og forréttindablindu. Misréttið er inngróið í menninguna. Við erum öll ofurseld þeirri mótun sem við fáum. Það þarf skarpa sýn, gagnrýna hugsun og hugrekki til að andmæla viðtekinni menningu sem þó er sannarlega skaðleg. Um þetta getur baráttufólk í fortíð og nútíð vitnað. Allt frá fyrsta hópnum mínum kynjafræði árið 2007, var ég þess fullviss að þarna væri svarið við misréttinu í samfélaginu. Í kennslustofunni er lykillinn að viðhorfabreytingunni. Áfanginn minn KYN2A05 heitir fullu nafni Kynja- og jafnréttisfræðsla allt frá upphafi. Ég var mjög fókuseruð á kynjavíddina fyrstu árin en áfanginn þróaðist eftir því sem árin liðu og fleiri mismunabreytur komu inní áfangann, einkum þó hinseginfræði. Það eru vitaskuld takmörk fyrir því hversu miklu er hægt að koma fyrir í einum framhaldsskólaáfanga og alveg ljóst að ef vel ætti að vera þyrftu áfanganir að vera fleiri. Við höfum ytra umhverfi til staðar til innleiðingar á jafnréttishugsjóninni í skólakerfið, landslög og grunnþætti. Sameiginleg markmið í aðalnámskrá styðja líka við jafnréttismenntun. Ef uppræta á inngróna og kerfisbundna fordóma, þarf að byrja námið snemma og halda því áfram markvisst í gegnum öll skólastig. Allt nám þarf að stefna í sömu átt, og allir kennarar á öllum skólastigum þurfa að hafa jafnréttisnæmi. Það felur í sér að skilja fordóma og hverskonar misrétti. Aukinheldur þurfa þeir að hafa færni til að undirbúa kennslu sína, samskipti og gögn á þann hátt að stöðugt sé unnið að afbyggingu á skaðlegum staðalmyndum. Námið þarf með öðrum orðum að vera bæði beint og óbeint, bæði sem sérstök fög og hluti af grunnþáttum náms í öllu námi hjá öllum kennurum. Mikilvægt er að demba ekki kennslu af þessu tagi á kennara án vandlegs undirbúnings. Kennarar eru störfum hlaðnir og ábyrgð þeirra ómæld. Eitthvað þarf að víkja svo pláss sé fyrir nýjungar og þróun náms og skólastarfs. Því er vissulega hægt að halda því fram með réttu að mikil skólaþróun hefur átt sér stað undanfarin ár og jafnvel áratugi – en við erum þó í raun með sama grunninn af greinum sem kenndar eru í skólakerfinu og fyrir hundrað árum. Þeim fögum sem upphaflega var raðað inní skólakerfið hafa staðið af sér tímans tönn, njóta virðingar og kannski ekki mikil umræða hvort það sé einmitt sú þekking og hæfni sem samfélagið þarf í nútímanum. Í raun þarf að byrja á byrjuninni og hugsa frá núllpunkti – hvað þurfa nemendur að læra? Hvaða hæfni þurfa þau ráða yfir, hvaða þekkingu og viðhorf gerir samfélag jöfnuðar, sanngirnis og réttlætis kröfur um? Vitaskuld þarf nám á fyrstu skólastigum að miða að samfellu og áframhaldandi námi og starfi en fyrsta vers í námskrám er að hlutverk skólakerfisins sé að undirbúa þátttöku einstaklinga í lýðræðisþjóðfélagi og fyrir líf og störf í nútímaþjóðfélagi. Hvernig hefur okkur gengið? Er raunverulegt lýðræði í samfélagi sem mismunar fjölda hópa? Hvernig er umræðuhefðin um jafnréttismál? Yfirvegun er ekki fyrsta sem okkur dettur í hug þegar jafnrétti er á dagskrá í fjöl- og félagsmiðlum. Kennslustofan er öruggt rými þar eiga nemendur að fá tækifæri til að þjálfa sig í samtalinu um viðkvæm, erfið og umdeild mál. Í kennslustofunni á að setja hlutina í samhengi, fá þekkingu á hugtökum og hæfni til að beita þeim og að öðlast skilning á jafnréttismálum. Þverpólitíska samstöðu þarf um að leggja aukna áherslu á jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Menntavísindasvið hefur brugðist við kallinu að einhverju leyti, en það þarf að auka þekkingu sem kennarar þurfa að hafa á valdi sínu í því samfélagi sem við búum í hverju sinni. Eins fallegt handverk og bútasaumur er, þá er aðferðin ekki heppileg þegar við mótum stefnu um menntamál. Sameinumst um að innleiða jafnréttishugsjónina í skólakerfið, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er kennari og forkona Jafnréttisnefndar KÍ
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun