Ætti grunnskólinn að hefjast fimm ára? Hildur Björnsdóttir skrifar 3. maí 2022 07:31 Það skiptir máli að hlúa vel að fjölskyldum í Reykjavík. Þeim þarf að tryggja áreiðanleg úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs og börnum þarf að búa öruggt og þroskavænlegt umhverfi. Við viljum tryggja öllum börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur en vitum að það verður ekki auðvelt verk. Bleiki fíllinn í herberginu er mönnunarvandinn. Hefjum grunnskólann fyrr! Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekkið til að endurskoða opinber kerfi sem þjóna ekki lengur fólkinu. Kjarkinn til að ræða breytingar þar sem breytinga er þörf.Það er kominn tími á kjarkaða endurskoðun skólakerfisins - þar sem leikskólastigið og grunnskólastigið er skoðað heildstætt. Það er kominn tími til að ræða þá hugmynd að grunnskólagangan hefjist við fimm ára aldur, og henni ljúki á fimmtánda ári. Börn myndu þá útskrifast úr grunnskóla ári fyrr – og leysa mætti mönnunarvanda skólakerfisins. Í fimm ára bekknum væri kennsla á forsendum leikskólans. Skapa mætti aukna tengingu milli leikskóla og grunnskóla og hugsa menntun barna með heildstæðum hætti allt frá unga aldri til loka grunnskólagöngunnar. Það er löngu tímabært að upphefja leikskólastarfið enda sýnir fjöldi rannsókna mikilvægi þess að leikur sé notaður sem kennsluaðferð fyrir ung börn. Leikskólapláss við 12 mánaða aldur Með því að hefja grunnskólagönguna ári fyrr getum við tryggt öllum börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þannig þyrfti eingöngu að manna fjórtán árganga í skólakerfinu í stað fimmtán. Það er raunveruleg lausn á mönnunarvandanum, ekki innantómt orðagjálfur. Víða erlendis hefst grunnskólinn við fimm ára aldur og í flestum samanburðarlöndum útskrifast ungmenni úr framhaldsskóla við 18 ára aldur. Breytingin gæti tryggt aukið samkeppnishæfi íslenskra ungmenna og verið gæfuspor ef unnið á faglegum forsendum. Hliðrun grunnskólagöngunnar myndi ekki einungis tryggja betri dreifingu mannauðs heldur jafnframt skapa fjárhagslegt svigrúm sem nemur um fjórum milljörðum árlega. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta kjör kennara sem nemur 100.000 kr. mánaðarlega en jafnframt tryggja bættar starfsaðstæður og nútímalegra skólahúsnæði fyrir börn. Það er til mikils að vinna og full ástæða að hefja kennarastarfið enn fremur til vegs og virðingar. Vandinn mun einungis vaxa Leikskólavandinn sem við glímum við í dag er uppsafnaður. Núverandi meirihluti hefur vanrækt málaflokkinn og ekki tekist að sýna eðlilega fyrirhyggju svo unnt sé að taka á móti tólf mánaða börnum þegar þeirra tími kemur. Þess utan er mannfjöldaspá okkur óhagstæð. Börnum á leikskólaaldri mun fjölga um fimmtung á næsta kjörtímabili. Verkefnið mun einungis stækka og er þegar vaxið meirihlutaflokkunum yfir höfuð. Borgarstjóri og samverkafólk hans er ráðþrota. Oddviti Framsóknar virðist jafnframt ráðþrota. Hann hefur látið hafa eftir sér að leikskólavandann verði ómögulegt að leysa. Það er ekki rétt. Lausnin krefst þess hins vegar að við skoðum skólakerfið heildstætt. Hver hefur trúverðugleika? Allir flokkar sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor lofa útspili í leikskólamálum. Skyldi engan undra. Málið snertir afskaplega mörg heimili og vinnustaði í borginni. Börnin sjálf missa fyrstu tækifærin til að þroskast og dafna innan um jafnaldra sína. Afar og ömmur hlaupa í skarðið, vinnuveitendur missa mikilvæga starfskrafta og nýir foreldrar þurfa að setja starfsframann á bið. Við töpum öll á því ófremdarástandi sem ríkir í leikskólamálunum. Þeir flokkar sem nú sitja í meirihluta hafa ekki trúverðugleika í málinu. Þeim hefur ekki tekist að vinna að lausn vandans – raunar neita þau að viðurkenna vandann. Börnum eru boðin leikskólapláss í skólum sem ekki eru til og biðlistar virðast standa í stað. Borgarstjóri er rúinn trausti. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Nýtt fólk með nýjar áherslur sem hefur kjarkinn til að framkvæma. Við getum leyst neyðarástandið í leikskólamálunum – en til þess þarf að hugsa út fyrir boxið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Það skiptir máli að hlúa vel að fjölskyldum í Reykjavík. Þeim þarf að tryggja áreiðanleg úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs og börnum þarf að búa öruggt og þroskavænlegt umhverfi. Við viljum tryggja öllum börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur en vitum að það verður ekki auðvelt verk. Bleiki fíllinn í herberginu er mönnunarvandinn. Hefjum grunnskólann fyrr! Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekkið til að endurskoða opinber kerfi sem þjóna ekki lengur fólkinu. Kjarkinn til að ræða breytingar þar sem breytinga er þörf.Það er kominn tími á kjarkaða endurskoðun skólakerfisins - þar sem leikskólastigið og grunnskólastigið er skoðað heildstætt. Það er kominn tími til að ræða þá hugmynd að grunnskólagangan hefjist við fimm ára aldur, og henni ljúki á fimmtánda ári. Börn myndu þá útskrifast úr grunnskóla ári fyrr – og leysa mætti mönnunarvanda skólakerfisins. Í fimm ára bekknum væri kennsla á forsendum leikskólans. Skapa mætti aukna tengingu milli leikskóla og grunnskóla og hugsa menntun barna með heildstæðum hætti allt frá unga aldri til loka grunnskólagöngunnar. Það er löngu tímabært að upphefja leikskólastarfið enda sýnir fjöldi rannsókna mikilvægi þess að leikur sé notaður sem kennsluaðferð fyrir ung börn. Leikskólapláss við 12 mánaða aldur Með því að hefja grunnskólagönguna ári fyrr getum við tryggt öllum börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þannig þyrfti eingöngu að manna fjórtán árganga í skólakerfinu í stað fimmtán. Það er raunveruleg lausn á mönnunarvandanum, ekki innantómt orðagjálfur. Víða erlendis hefst grunnskólinn við fimm ára aldur og í flestum samanburðarlöndum útskrifast ungmenni úr framhaldsskóla við 18 ára aldur. Breytingin gæti tryggt aukið samkeppnishæfi íslenskra ungmenna og verið gæfuspor ef unnið á faglegum forsendum. Hliðrun grunnskólagöngunnar myndi ekki einungis tryggja betri dreifingu mannauðs heldur jafnframt skapa fjárhagslegt svigrúm sem nemur um fjórum milljörðum árlega. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta kjör kennara sem nemur 100.000 kr. mánaðarlega en jafnframt tryggja bættar starfsaðstæður og nútímalegra skólahúsnæði fyrir börn. Það er til mikils að vinna og full ástæða að hefja kennarastarfið enn fremur til vegs og virðingar. Vandinn mun einungis vaxa Leikskólavandinn sem við glímum við í dag er uppsafnaður. Núverandi meirihluti hefur vanrækt málaflokkinn og ekki tekist að sýna eðlilega fyrirhyggju svo unnt sé að taka á móti tólf mánaða börnum þegar þeirra tími kemur. Þess utan er mannfjöldaspá okkur óhagstæð. Börnum á leikskólaaldri mun fjölga um fimmtung á næsta kjörtímabili. Verkefnið mun einungis stækka og er þegar vaxið meirihlutaflokkunum yfir höfuð. Borgarstjóri og samverkafólk hans er ráðþrota. Oddviti Framsóknar virðist jafnframt ráðþrota. Hann hefur látið hafa eftir sér að leikskólavandann verði ómögulegt að leysa. Það er ekki rétt. Lausnin krefst þess hins vegar að við skoðum skólakerfið heildstætt. Hver hefur trúverðugleika? Allir flokkar sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor lofa útspili í leikskólamálum. Skyldi engan undra. Málið snertir afskaplega mörg heimili og vinnustaði í borginni. Börnin sjálf missa fyrstu tækifærin til að þroskast og dafna innan um jafnaldra sína. Afar og ömmur hlaupa í skarðið, vinnuveitendur missa mikilvæga starfskrafta og nýir foreldrar þurfa að setja starfsframann á bið. Við töpum öll á því ófremdarástandi sem ríkir í leikskólamálunum. Þeir flokkar sem nú sitja í meirihluta hafa ekki trúverðugleika í málinu. Þeim hefur ekki tekist að vinna að lausn vandans – raunar neita þau að viðurkenna vandann. Börnum eru boðin leikskólapláss í skólum sem ekki eru til og biðlistar virðast standa í stað. Borgarstjóri er rúinn trausti. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Nýtt fólk með nýjar áherslur sem hefur kjarkinn til að framkvæma. Við getum leyst neyðarástandið í leikskólamálunum – en til þess þarf að hugsa út fyrir boxið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun