Uppbygging innviða Sandra Sigurðardóttir skrifar 2. maí 2022 13:00 Hvað eru 16 ár langur tími? Íbúar Hveragerðis eru 3020 talsins og á kjörskrá eru 2284 manns. Við íbúar fáum þess kost þann 14. maí nk. að kjósa okkur fulltrúa sem við treystum best fyrir því að taka stórar ákvarðanir sem snúa að okkur öllum. Þessum fulltrúum þarf að vera hægt að treysta fyrir fjármunum okkar, að þeim sé varið og forgangsraðað rétt. Í dag sitja í bæjarstjórn fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Okkar Hveragerðis og einn fulltrúi Frjálsra með Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta og hefur verið það síðastliðin 16 ár. Svo við áttum okkur aðeins á hversu langur tími þetta er þá hafa lönd orðið til og hætt að vera til á þessu tímabili, Facebook og YouTube urðu til, Saddam Hussein var dæmdur til dauða og fjórir Bandaríkjaforsetar hafa setið í Hvíta Húsinu, svo eitthvað sé nefnt sem hefur gerst á þeim tíma sem Aldís Hafsteinsdóttir hefur verið bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Uppbygging innviða í takt við íbúafjölgun Í Hveragerði hefur mikil íbúafjölgun átt sér stað undanfarin ár. Bærinn hefur stækkað mikið á stuttum tíma og mikill uppgangur orðið. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag og með þær upplýsingar að leiðarljósi er hægt að gera langtímaáætlanir til að vera í stakk búin að þjónusta alla íbúa bæjarins, sé áhugi fyrir því. Það hefur því miður loðað við að þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á þessu tímabili hafa ekki verið fullkláraðar og sömuleiðis hefur eðlilegu viðhaldi bygginga ekki verið sinnt nægilega vel. Skammtímahugsun hefur því miður of oft ráðið för, en slík vinnubrögð reynast að sjálfsögðu dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Í því sambandi má t.d. nefna að viðbygging sem ráðist var í við Grunnskólann snemma á þessari öld hefur enn ekki verið kláruð og liggur hreinlega undir skemmdum vegna sinnuleysis. Haustið 2021 var ný álma við grunnskólann tekin í notkun. Hún dugar skammt því fjölgun nemenda við skólann er það mikil að útlit er fyrir að strax á næsta skólaári muni vanta kennslurými. Leikskólar bæjarins eru einnig sprungnir og því hefur engan veginn náðst að efna það loforð að börn komist inn við 12 mánaða aldur. Vegna skorts á framsýni bæjaryfirvalda þurfti að svara aðkallandi þörf með kostnaðarsamri bráðabirgðalausn til að hýsa elstu börn leikskólans í vetur, sem voru á flakki milli bygginga framan af vetri. Fimm ára börn á vergangi er okkur ekki til sóma. Við þurfum að huga betur að innviðum og móta skýra framtíðarsýn, hættum að horfa einungis til næsta kjörtímabils. Hugsum til framtíðar Okkar Hveragerði vill hugsa til framtíðar og móta skýra stefnu fyrir íbúa bæjarins. Með því að horfa til framtíðar náum við að byggja innviðina upp, fjármagnið nýtist betur og þjónustan við íbúa verður betri. Skuldir á hvern íbúa Hveragerðisbæjar 2006 – 2020 á verðlagi hvers árs. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga. Þrátt fyrir að uppbygging innviða og viðhald fasteigna hafi ekki verið ásættanlegt síðustu ár hefur skuldastaða á hvern íbúa samt sem áður hækkað mikið. Skuldastaða á þessu tímabili hefur hækkað úr 572.263 í 1.573.043 miðað við verðlag hvers árs. Yfirfært á verðlag ársins 2022 er það hækkun á skuldum á hvern íbúa um 49,6%. Því er eðlilegt að spyrja hvert skattfé okkar íbúanna fer, við vitum að bæjarstjórinn er á ofurlaunum en það skýrir ekki allt. Til að tryggja vandaða meðferð fjármuna er nauðsynlegt að opna bókhald bæjarins líkt og víða er gert, hætta feluleik á bókhaldslyklum og viðhafa vandaða, gagnsæja stjórnsýslu. Það munum við í Okkar Hveragerði gera. Höfundur er viðurkenndur stjórnarmaður með MBA gráðu og íþrótta- og heilsufræðingur skipar 1. sæti á lista Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hvað eru 16 ár langur tími? Íbúar Hveragerðis eru 3020 talsins og á kjörskrá eru 2284 manns. Við íbúar fáum þess kost þann 14. maí nk. að kjósa okkur fulltrúa sem við treystum best fyrir því að taka stórar ákvarðanir sem snúa að okkur öllum. Þessum fulltrúum þarf að vera hægt að treysta fyrir fjármunum okkar, að þeim sé varið og forgangsraðað rétt. Í dag sitja í bæjarstjórn fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Okkar Hveragerðis og einn fulltrúi Frjálsra með Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta og hefur verið það síðastliðin 16 ár. Svo við áttum okkur aðeins á hversu langur tími þetta er þá hafa lönd orðið til og hætt að vera til á þessu tímabili, Facebook og YouTube urðu til, Saddam Hussein var dæmdur til dauða og fjórir Bandaríkjaforsetar hafa setið í Hvíta Húsinu, svo eitthvað sé nefnt sem hefur gerst á þeim tíma sem Aldís Hafsteinsdóttir hefur verið bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Uppbygging innviða í takt við íbúafjölgun Í Hveragerði hefur mikil íbúafjölgun átt sér stað undanfarin ár. Bærinn hefur stækkað mikið á stuttum tíma og mikill uppgangur orðið. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag og með þær upplýsingar að leiðarljósi er hægt að gera langtímaáætlanir til að vera í stakk búin að þjónusta alla íbúa bæjarins, sé áhugi fyrir því. Það hefur því miður loðað við að þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á þessu tímabili hafa ekki verið fullkláraðar og sömuleiðis hefur eðlilegu viðhaldi bygginga ekki verið sinnt nægilega vel. Skammtímahugsun hefur því miður of oft ráðið för, en slík vinnubrögð reynast að sjálfsögðu dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Í því sambandi má t.d. nefna að viðbygging sem ráðist var í við Grunnskólann snemma á þessari öld hefur enn ekki verið kláruð og liggur hreinlega undir skemmdum vegna sinnuleysis. Haustið 2021 var ný álma við grunnskólann tekin í notkun. Hún dugar skammt því fjölgun nemenda við skólann er það mikil að útlit er fyrir að strax á næsta skólaári muni vanta kennslurými. Leikskólar bæjarins eru einnig sprungnir og því hefur engan veginn náðst að efna það loforð að börn komist inn við 12 mánaða aldur. Vegna skorts á framsýni bæjaryfirvalda þurfti að svara aðkallandi þörf með kostnaðarsamri bráðabirgðalausn til að hýsa elstu börn leikskólans í vetur, sem voru á flakki milli bygginga framan af vetri. Fimm ára börn á vergangi er okkur ekki til sóma. Við þurfum að huga betur að innviðum og móta skýra framtíðarsýn, hættum að horfa einungis til næsta kjörtímabils. Hugsum til framtíðar Okkar Hveragerði vill hugsa til framtíðar og móta skýra stefnu fyrir íbúa bæjarins. Með því að horfa til framtíðar náum við að byggja innviðina upp, fjármagnið nýtist betur og þjónustan við íbúa verður betri. Skuldir á hvern íbúa Hveragerðisbæjar 2006 – 2020 á verðlagi hvers árs. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga. Þrátt fyrir að uppbygging innviða og viðhald fasteigna hafi ekki verið ásættanlegt síðustu ár hefur skuldastaða á hvern íbúa samt sem áður hækkað mikið. Skuldastaða á þessu tímabili hefur hækkað úr 572.263 í 1.573.043 miðað við verðlag hvers árs. Yfirfært á verðlag ársins 2022 er það hækkun á skuldum á hvern íbúa um 49,6%. Því er eðlilegt að spyrja hvert skattfé okkar íbúanna fer, við vitum að bæjarstjórinn er á ofurlaunum en það skýrir ekki allt. Til að tryggja vandaða meðferð fjármuna er nauðsynlegt að opna bókhald bæjarins líkt og víða er gert, hætta feluleik á bókhaldslyklum og viðhafa vandaða, gagnsæja stjórnsýslu. Það munum við í Okkar Hveragerði gera. Höfundur er viðurkenndur stjórnarmaður með MBA gráðu og íþrótta- og heilsufræðingur skipar 1. sæti á lista Okkar Hveragerðis.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun