„Ekkert fyrirtæki vill ráða nauðgara eða barnaríðara, en ég er það ekki“ Bjarki Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. maí 2022 11:14 Ingólfur Þórarinsson í dómssal. Kjartan Björgvinsson dómari í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir ekkert fyrirtæki vilja ráða til sín mann sem sé sakaður um að brjóta á börnum. Hann hafi aldrei verið kærður til lögreglu og ásakanir í hans garð eigi allar sameiginlegt að vera nafnlausar frásagnir. Aðalmeðferð í máli Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu. Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra um sig verði dæmd dauð og ómerk. Þá krefst hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Ummælin eru eftirfarandi: Ummælin fimm „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Illt að heyra svona Ingólfur sagði í upphafi vitnisburðar sína að hann hefði ekki átt í sambandi við konur undir átján ára aldri. Hann sé í dag í sambandi og eigi von á sínu fyrsta barni í október. Hann hafi meira eða minna verið í sambandi seinustu tólf ár. „Þegar maður les svona, þá er manni hálf illt bara. Að ríða börnum. Það er mjög gildishlaðið að mínu mati,“ sagði Ingólfur og vísaði til ummælanna sem til umfjöllunar eru. „Ég veit ekki hvað ég er að sverja af mér eða hvað ég hef nákvæmlega gert. Ég hef dottið úr mínum störfum, útaf sögum sem eru nafnlausar.“ Nokkur fjöldi blaðamanna er í dómssal en málið hefur vakið töluverða athygli. Sé komið út fyrir allt sem er eðlilegt Ingólfur sagði erfiðast við þetta mál að hann viti eiginlega ekki fyrir hvað hann sé að svara. „Að ríða börnum. Mér finnst það vond og gróf ásökun, maður getur ekki alveg lifað með að einhverjir sem eru að berjast fyrir svona málum séu að segja svona,“ sagði Ingólfur. „Þær voru margar nafnlausar frásagnir sem komu á einu bretti og fóru í fjölmiðlana. Ég veit ekkert hvaðan það kemur og get ekki farið í gegnum hvert tilfelli því ég veit ekki hvaðan hvert tilfelli kemur.“ Ingólfur var nánar spurður. „Ég byrja að spila á böllum þegar ég er 17 ára. Síðan er ég á böllum meira og minna að spila og syngja. Ég á auðvitað gamlar kærustur frá þeim tíma, hvort það fylgi mér saga frá þessum tíma, mér finnst það líklegast í þessu. Þetta er komið út fyrir allt sem telst eðlilegt. Að vera sakaður um eitthvað svona í dag.“ Aldrei fengið athugasemd frá félagsmiðstöð Ingólfur segist hafa verið í Fjölbraut á Selfossi á sínum tíma. Þá hafi hann átt kærustu sem hafi verið tveimur árum yngri. „Þá var ég 18 eða 19 ára að hitta bara stelpu sem ég var skotinn í. Svona sögur fylgja þér þegar þú ert orðinn þekkt nafn.“ Ingó segist ekki hafa fengið athugasemdir frá starfsmönnum félagsmiðstöðva. „Ég hef ekki persónulega fengið eina einustu athugasemd. Ég veit ekki hvað ég á að hafa gert þar. Ef maður er söngvari upp á sviði, ef það er óviðeigandi hegðun að horfa einhvern veginn út í sal. Það er það eina sem mér dettur í hug. Ég hef aldrei fengið eina einustu athugasemd.“ Lögmaður Sindra hefur boðað nokkur vitni fyrir dóminn í dag. Ingólfur sagðist ekki kannast við neinn á listanum. Hann sagði ummælin hafa haft slæm áhrif á andlega líðan sína. „Ég var á fullu að vinna þessa vinnu að búa til einhvern feril seinustu 15 20 ár svo stöðvaðist það.“ Fyrirtæki vilji ekki bóka Ingólfur nefndi að hann hefði spilað í afmælisveislu hjá félaga sínum, eiganda veitingastaðar. „Það var hjólað í hann og hans veitingastað fyrir að fá mig til að spila þar. Kallaður barnaríðingurinn þar. Margir sem vilja ekki taka þá áhættu að ímyndin að þeirra fyrirtæki sé að þeir séu vinir barnaníðinga eða nauðgara. En ég er það ekki.“ Ingólfur segir að fyrirtæki vilji ekki bóka sig vegna ótta við það að ráðist verði á þau eða eigendurna. „Ég hef reynt að fina mér annað að gera. Það er allt í lagi. Það er ekkert rosalega spennandi að vera í sviðsljósinu, sérstaklega eftir eitthvað svona. Ekkert fyrirtæki vill ráða nauðgara eða barnaríðara, en ég er það ekki.“ Hann hafi leitað sér aðstoðar með hvernig eigi að halda áfram með lífið. „Maður lifir alltaf með svona en að einhverju leyti, fyrir mér alla veganna, að maður fái að vinna vinnu, sama hvernig það er. Sama hvort það sé að spila á gítarinn eða koma fram þá verður það að koma í ljós.“ Þá segist hann vera heppinn með að eiga góða vini og fólk sem styðji hann. Aldrei boðið grunnskólastelpum far eftir böll Ingólfur var svo spurður nánar út í samskipti við stúlkur undir lögaldri. Ingólfur, sem er 36 ára í dag, sagði ekki hafa átt í samskiptum við stelpur sautján ára og yngri síðan hann komst sjálfur á þrítugsaldurinn. „Ég hef aldrei verið kærður til lögreglu.“ Hann sagðist ekki geta útilokað að hann myndi ekki eftir hlutum út af áfengisneyslu. „Ég drakk svolítið mikið og mér leið ekki vel á tímabili. En að sofa hjá einhverjum, ég myndi vita hver það væri.“ Þá sagðist Ingólfur ekki hafa boðið grunnskólastelpum far eftir grunnskólaböll, nema þá mögulega frænku sinni. Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómssal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu. Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra um sig verði dæmd dauð og ómerk. Þá krefst hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Ummælin eru eftirfarandi: Ummælin fimm „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Illt að heyra svona Ingólfur sagði í upphafi vitnisburðar sína að hann hefði ekki átt í sambandi við konur undir átján ára aldri. Hann sé í dag í sambandi og eigi von á sínu fyrsta barni í október. Hann hafi meira eða minna verið í sambandi seinustu tólf ár. „Þegar maður les svona, þá er manni hálf illt bara. Að ríða börnum. Það er mjög gildishlaðið að mínu mati,“ sagði Ingólfur og vísaði til ummælanna sem til umfjöllunar eru. „Ég veit ekki hvað ég er að sverja af mér eða hvað ég hef nákvæmlega gert. Ég hef dottið úr mínum störfum, útaf sögum sem eru nafnlausar.“ Nokkur fjöldi blaðamanna er í dómssal en málið hefur vakið töluverða athygli. Sé komið út fyrir allt sem er eðlilegt Ingólfur sagði erfiðast við þetta mál að hann viti eiginlega ekki fyrir hvað hann sé að svara. „Að ríða börnum. Mér finnst það vond og gróf ásökun, maður getur ekki alveg lifað með að einhverjir sem eru að berjast fyrir svona málum séu að segja svona,“ sagði Ingólfur. „Þær voru margar nafnlausar frásagnir sem komu á einu bretti og fóru í fjölmiðlana. Ég veit ekkert hvaðan það kemur og get ekki farið í gegnum hvert tilfelli því ég veit ekki hvaðan hvert tilfelli kemur.“ Ingólfur var nánar spurður. „Ég byrja að spila á böllum þegar ég er 17 ára. Síðan er ég á böllum meira og minna að spila og syngja. Ég á auðvitað gamlar kærustur frá þeim tíma, hvort það fylgi mér saga frá þessum tíma, mér finnst það líklegast í þessu. Þetta er komið út fyrir allt sem telst eðlilegt. Að vera sakaður um eitthvað svona í dag.“ Aldrei fengið athugasemd frá félagsmiðstöð Ingólfur segist hafa verið í Fjölbraut á Selfossi á sínum tíma. Þá hafi hann átt kærustu sem hafi verið tveimur árum yngri. „Þá var ég 18 eða 19 ára að hitta bara stelpu sem ég var skotinn í. Svona sögur fylgja þér þegar þú ert orðinn þekkt nafn.“ Ingó segist ekki hafa fengið athugasemdir frá starfsmönnum félagsmiðstöðva. „Ég hef ekki persónulega fengið eina einustu athugasemd. Ég veit ekki hvað ég á að hafa gert þar. Ef maður er söngvari upp á sviði, ef það er óviðeigandi hegðun að horfa einhvern veginn út í sal. Það er það eina sem mér dettur í hug. Ég hef aldrei fengið eina einustu athugasemd.“ Lögmaður Sindra hefur boðað nokkur vitni fyrir dóminn í dag. Ingólfur sagðist ekki kannast við neinn á listanum. Hann sagði ummælin hafa haft slæm áhrif á andlega líðan sína. „Ég var á fullu að vinna þessa vinnu að búa til einhvern feril seinustu 15 20 ár svo stöðvaðist það.“ Fyrirtæki vilji ekki bóka Ingólfur nefndi að hann hefði spilað í afmælisveislu hjá félaga sínum, eiganda veitingastaðar. „Það var hjólað í hann og hans veitingastað fyrir að fá mig til að spila þar. Kallaður barnaríðingurinn þar. Margir sem vilja ekki taka þá áhættu að ímyndin að þeirra fyrirtæki sé að þeir séu vinir barnaníðinga eða nauðgara. En ég er það ekki.“ Ingólfur segir að fyrirtæki vilji ekki bóka sig vegna ótta við það að ráðist verði á þau eða eigendurna. „Ég hef reynt að fina mér annað að gera. Það er allt í lagi. Það er ekkert rosalega spennandi að vera í sviðsljósinu, sérstaklega eftir eitthvað svona. Ekkert fyrirtæki vill ráða nauðgara eða barnaríðara, en ég er það ekki.“ Hann hafi leitað sér aðstoðar með hvernig eigi að halda áfram með lífið. „Maður lifir alltaf með svona en að einhverju leyti, fyrir mér alla veganna, að maður fái að vinna vinnu, sama hvernig það er. Sama hvort það sé að spila á gítarinn eða koma fram þá verður það að koma í ljós.“ Þá segist hann vera heppinn með að eiga góða vini og fólk sem styðji hann. Aldrei boðið grunnskólastelpum far eftir böll Ingólfur var svo spurður nánar út í samskipti við stúlkur undir lögaldri. Ingólfur, sem er 36 ára í dag, sagði ekki hafa átt í samskiptum við stelpur sautján ára og yngri síðan hann komst sjálfur á þrítugsaldurinn. „Ég hef aldrei verið kærður til lögreglu.“ Hann sagðist ekki geta útilokað að hann myndi ekki eftir hlutum út af áfengisneyslu. „Ég drakk svolítið mikið og mér leið ekki vel á tímabili. En að sofa hjá einhverjum, ég myndi vita hver það væri.“ Þá sagðist Ingólfur ekki hafa boðið grunnskólastelpum far eftir grunnskólaböll, nema þá mögulega frænku sinni.
Ummælin fimm „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómssal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómssal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent