Hörð barátta um meirihlutann í Eyjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2022 18:36 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og í 2. sæti á H-lista í Vestmannaeyjum, Eyþór Harðarson útgerðarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokks og Erlingur Guðbjörnsson stöðvarstjóri og í 3. sæti Eyjalistans. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Vestmannaeyja sem hefur starfað með Eyjalistanum síðustu fjögur ár er sátt við samstarfið en gengur óbundin til næstu sveitastjórnarkosninga. Oddviti Sjálfstæðisflokksins er afar ánægður með nýafstaðið prófkjör en ætlar að ráða í bæjarstjóraembættið komist flokkurinn á ný í meirihluta. Þrír listar bjóða fram til næstu sveitarstjórnarkosninga í Vestmannaeyjum eða H-listi, Fyrir Heimaey, D-listi Sjálfstæðisflokks og E-listi fyrir Eyjalistann. Í Vestmannaeyjum búa nú tæplega fjögur þúsund og fimm hundruð manns en á kjörskrá eru um 3.100 manns. Síðustu fjögur ár hafa H-listi og Eyjalistinn verið í meirihluta í bæjarstjórn í sjö manna bæjarstjórn þar sem H-listi hefur verið með þrjá og Eyjalistinn með einn mann. Sjálfstæðismenn hafa verið með þrjá í minnihluta. Nú á að fjölga bæjarfulltrúum í níu. Bæjarstjóri er Íris Róbertsdóttir en hún stofnaði H-listann fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar eftir klofning frá Sjálfstæðisflokknum. Klofningurinn var sagður að mestu leyti vegna óánægju með að ekki var haldið prófkjör í Sjálfstæðisflokknum þá heldur stillt upp á lista en það reyndar verið þannig í 28 ár. Að þessu sinni er Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar sá eini sem hélt prófkjör. Sjálfstæðisflokkurinn hafði fyrir 2018 verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja síðan árið 2006 Áherslurnar Fréttastofa innti frambjóðendur listanna eftir helstu áherslum. „Við viljum bara fjárfesta í framtíðinni, það er að fjárfesta í ungu fólki og innviðunum hér til að allir líti á Vestmannaeyjar sem besta kost þegar þeir velja sér búsetukost,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja sem situr í 2. sæti H-lista. Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Eyjum en hann hafði betur gegn Hildi Sólveigu Sigurðardóttur sem var oddviti flokksins í bæjarstjórn. „Við erum að koma úr frábæru prófkjöri þar sem tæplega þúsund manns tóku þátt og það hefur svona gefið okkur vind í seglinn. Ég held að það brenni heitast á bæjarbúum að þeir vilja ábyrga stjórn, stöðugleika og framsýni,“ segir Eyþór. Erlingur Guðbjörnsson stöðvarstjóri Íslandspósts og í þriðja sæti á Eyjalistanum er ánægður með samstarfið við H-listann síðustu fjögur ár. „Það sem brennur mest á Vestmannaeyingum eru samgöngumál, heilbrigðismál og menntamál en menntamálin hafa verið í brennidepli hjá okkur,“ segir hann. Greinilegt er að Sjálfstæðismenn vonuðust eftir að einhverjir kæmu til baka frá H-lista í prófkjörinu nú. „Við skulum bara orða það þannig að við vorum bara bjartsýn á að margir kæmu í þetta prófkjör sem komu ekki í prófkjörið,“ segir Eyþór. Fréttastofa innti Írisi Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum um hvort henni hafi verið boðið að taka þátt í prófkjöri flokksins. „Nei það hringdi nú enginn í mig og bað mig um að koma til baka og ég hefði náttúrulega ekki getað tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég var hrekin úr flokknum fyrir síðustu kosningar og ég er ekki skráð í hann,“ segir hún. Aðspurð um hvort það hafi gróið um heilt milli Sjálfstæðisflokks og H-lista segir Íris: „ Það er bara fólk í báðum framboðunum og það er misjafnt hvort svo sé,“ segir hún. Misjafnt hvaðan bæjarstjóraefnin koma Framboðin hafa mismunandi áherslur varðandi bæjarstjóraefni. Þannig ætlar Íris að halda áfram sem bæjarstjóri sigri H-listinn. „Ég er bæjarstjóraefni H-listans áfram. Við göngum óbundin til kosninga. Ég held að allir sem vilja halda áfram að byggja upp og veita góða þjónustu séu góðir samstarfsflokkar,“ segir hún. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar hins vegar að að ráða bæjarstjóra. „Ef það fer svo vel að við vinnum meirihlutann þá er fyrsta verkið okkar að leita okkur að góðum bæjarstjóra,“ segir Eyþór. Bæjarstjóraefni E-lista er oddviti flokksins, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs Vestmanneyja. Samgöngu-og íþróttamál brenna heitast á bæjarbúum Fréttastofa spurði fólk á förnum vegi í Vestmanneyjum hvað því þætti skipta mestu máli í bæjarpólitíkinni og greinilegt er að samgöngumálin brenna hvað heitast á fólki. „Samgöngumálin, númer eitt tvö og þrjú og hundrað,“ sagði Þórleif Guðmundsdóttir. Sonja Andrésdóttir íbúi svaraði því sama en hún vill líka betri samgöngumáta fyrir dýr í eyjum. „Það eru samgöngumálin númer eitt tvö og þrjú hérna í eyjum. Við erum líka nýbúin að stofna dýrasamtök hér og berjumst t.d. fyrir því að dýrin okkar fái betra pláss í Herjólfi en eins og er þá þurfa þau að hírast inn í bílunum meðan siglt er milli lands og eyja,“ segir hún. Íþróttamálin eru ofarlega í huga margra bæjarbúa og þá er deilt um hvort það eigi að setja gervigras á knattspyrnuvöllinni eða ekki. „Mér sýnist menn ætla að stilla upp einhverju íþróttahúsi hérna og gervigrasi sem einverju pólitísku máli ég skil það ekki alveg,“ segir Sigurjón Ingvarsson sem segir löngu kominn tíma til að gera endurbætur á íþróttamannvirkjum. Örn Hilmisson var á sama máli. „Mér finnst skipta mestu að við sýnum öfluga samstöðu til framtíðar í íþróttamálunum. En svo eru það göng milli lands og eyja sem maður bíður þokkalega rólegur eftir,“ segir hann brosandi að lokum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45 Heimaeyjarframboð og Eyjalistinn hefja formlegar viðræður Eyjalistinn og H-listinn, Fyrir Heimaey, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja. 30. maí 2018 08:16 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þrír listar bjóða fram til næstu sveitarstjórnarkosninga í Vestmannaeyjum eða H-listi, Fyrir Heimaey, D-listi Sjálfstæðisflokks og E-listi fyrir Eyjalistann. Í Vestmannaeyjum búa nú tæplega fjögur þúsund og fimm hundruð manns en á kjörskrá eru um 3.100 manns. Síðustu fjögur ár hafa H-listi og Eyjalistinn verið í meirihluta í bæjarstjórn í sjö manna bæjarstjórn þar sem H-listi hefur verið með þrjá og Eyjalistinn með einn mann. Sjálfstæðismenn hafa verið með þrjá í minnihluta. Nú á að fjölga bæjarfulltrúum í níu. Bæjarstjóri er Íris Róbertsdóttir en hún stofnaði H-listann fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar eftir klofning frá Sjálfstæðisflokknum. Klofningurinn var sagður að mestu leyti vegna óánægju með að ekki var haldið prófkjör í Sjálfstæðisflokknum þá heldur stillt upp á lista en það reyndar verið þannig í 28 ár. Að þessu sinni er Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar sá eini sem hélt prófkjör. Sjálfstæðisflokkurinn hafði fyrir 2018 verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja síðan árið 2006 Áherslurnar Fréttastofa innti frambjóðendur listanna eftir helstu áherslum. „Við viljum bara fjárfesta í framtíðinni, það er að fjárfesta í ungu fólki og innviðunum hér til að allir líti á Vestmannaeyjar sem besta kost þegar þeir velja sér búsetukost,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja sem situr í 2. sæti H-lista. Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Eyjum en hann hafði betur gegn Hildi Sólveigu Sigurðardóttur sem var oddviti flokksins í bæjarstjórn. „Við erum að koma úr frábæru prófkjöri þar sem tæplega þúsund manns tóku þátt og það hefur svona gefið okkur vind í seglinn. Ég held að það brenni heitast á bæjarbúum að þeir vilja ábyrga stjórn, stöðugleika og framsýni,“ segir Eyþór. Erlingur Guðbjörnsson stöðvarstjóri Íslandspósts og í þriðja sæti á Eyjalistanum er ánægður með samstarfið við H-listann síðustu fjögur ár. „Það sem brennur mest á Vestmannaeyingum eru samgöngumál, heilbrigðismál og menntamál en menntamálin hafa verið í brennidepli hjá okkur,“ segir hann. Greinilegt er að Sjálfstæðismenn vonuðust eftir að einhverjir kæmu til baka frá H-lista í prófkjörinu nú. „Við skulum bara orða það þannig að við vorum bara bjartsýn á að margir kæmu í þetta prófkjör sem komu ekki í prófkjörið,“ segir Eyþór. Fréttastofa innti Írisi Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum um hvort henni hafi verið boðið að taka þátt í prófkjöri flokksins. „Nei það hringdi nú enginn í mig og bað mig um að koma til baka og ég hefði náttúrulega ekki getað tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég var hrekin úr flokknum fyrir síðustu kosningar og ég er ekki skráð í hann,“ segir hún. Aðspurð um hvort það hafi gróið um heilt milli Sjálfstæðisflokks og H-lista segir Íris: „ Það er bara fólk í báðum framboðunum og það er misjafnt hvort svo sé,“ segir hún. Misjafnt hvaðan bæjarstjóraefnin koma Framboðin hafa mismunandi áherslur varðandi bæjarstjóraefni. Þannig ætlar Íris að halda áfram sem bæjarstjóri sigri H-listinn. „Ég er bæjarstjóraefni H-listans áfram. Við göngum óbundin til kosninga. Ég held að allir sem vilja halda áfram að byggja upp og veita góða þjónustu séu góðir samstarfsflokkar,“ segir hún. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar hins vegar að að ráða bæjarstjóra. „Ef það fer svo vel að við vinnum meirihlutann þá er fyrsta verkið okkar að leita okkur að góðum bæjarstjóra,“ segir Eyþór. Bæjarstjóraefni E-lista er oddviti flokksins, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs Vestmanneyja. Samgöngu-og íþróttamál brenna heitast á bæjarbúum Fréttastofa spurði fólk á förnum vegi í Vestmanneyjum hvað því þætti skipta mestu máli í bæjarpólitíkinni og greinilegt er að samgöngumálin brenna hvað heitast á fólki. „Samgöngumálin, númer eitt tvö og þrjú og hundrað,“ sagði Þórleif Guðmundsdóttir. Sonja Andrésdóttir íbúi svaraði því sama en hún vill líka betri samgöngumáta fyrir dýr í eyjum. „Það eru samgöngumálin númer eitt tvö og þrjú hérna í eyjum. Við erum líka nýbúin að stofna dýrasamtök hér og berjumst t.d. fyrir því að dýrin okkar fái betra pláss í Herjólfi en eins og er þá þurfa þau að hírast inn í bílunum meðan siglt er milli lands og eyja,“ segir hún. Íþróttamálin eru ofarlega í huga margra bæjarbúa og þá er deilt um hvort það eigi að setja gervigras á knattspyrnuvöllinni eða ekki. „Mér sýnist menn ætla að stilla upp einhverju íþróttahúsi hérna og gervigrasi sem einverju pólitísku máli ég skil það ekki alveg,“ segir Sigurjón Ingvarsson sem segir löngu kominn tíma til að gera endurbætur á íþróttamannvirkjum. Örn Hilmisson var á sama máli. „Mér finnst skipta mestu að við sýnum öfluga samstöðu til framtíðar í íþróttamálunum. En svo eru það göng milli lands og eyja sem maður bíður þokkalega rólegur eftir,“ segir hann brosandi að lokum.
„Við skulum bara orða það þannig að við vorum bara bjartsýn á að margir kæmu í þetta prófkjör sem komu ekki í prófkjörið,“ segir Eyþór.
„Nei það hringdi nú enginn í mig og bað mig um að koma til baka og ég hefði náttúrulega ekki getað tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég var hrekin úr flokknum fyrir síðustu kosningar og ég er ekki skráð í hann,“ segir hún.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45 Heimaeyjarframboð og Eyjalistinn hefja formlegar viðræður Eyjalistinn og H-listinn, Fyrir Heimaey, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja. 30. maí 2018 08:16 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45
Heimaeyjarframboð og Eyjalistinn hefja formlegar viðræður Eyjalistinn og H-listinn, Fyrir Heimaey, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja. 30. maí 2018 08:16