Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 12:29 Safnast verður saman á Ingólfstorgi í dag. Vísir/Friðrik Þór Baráttudagur verkalýðsins er í dag og af því tilefni standa verkalýðsfélög landsins fyrir fjölbreyttri dagskrá víða um land. Í Reykjavík standa BHM, KÍ, BSRB og ASÍ fyrir kröfugöngu þar sem safnast er saman á Hlemmi klukkan 13:00. Lagt verður af stað klukkan 13:30 og munu Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni. Á Ingólfstorgi fer síðan fram útifundur þar sem Þórhildur Þorkelsdóttir verður fundarstjóri. Þórarinn Eyfjör, formaður Sameyki, heldur ávarp auk Drífu Snædal forseta ASÍ. Þá verða tónlistaratriði þar sem Bubbi, Una Torfa auk lúðrasveitanna koma fram. Í Hafnarfirði verða baráttutónleikar Hlífar og Starfsmannafélag Hafnarfjarðar haldnir í Bæjarbíói klukkan 15:00. Þar koma fram Sóli Hólm, Bríet og Bjartmar Guðlaugsson. Verkalýðsfélag Akraness, VR, Félag iðn- og tæknigreina, Sameyki, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á Akranesi þar sem safnast verður við Þjóðbraut klukkan 14:00. Ræðumaður er Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið klukkan 13:30 og lagt af stað í kröfugöngu klukkan 14:00 þar sem Lúðrasveit Akureyrar mun leika. Finnur Víkingsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ halda ræður og í kjölfarið verður skemmtidagskrá og kaffiveitingar. Á Ísafirði fer hátíðardagskrá fram í Edinborg þar sem Bergþór Pálsson kemur fram og Albert Eiríksson verður með pistil dagsins auk þess sem boðið verður upp á dansatriði. Í Vestmannaeyjum verður dagurinn haldinn hátíðlegur í AKÓGES með kaffisamsæti og tónleikum Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja. Hátíðardagskrá fer fram í fleiri bæjarfélögum og má sjá upplýsingar inni á vef ASÍ. Stéttarfélög Reykjavík Hafnarfjörður Akranes Akureyri Ísafjarðarbær Vestmannaeyjar Verkalýðsdagurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Sjá meira
Í Reykjavík standa BHM, KÍ, BSRB og ASÍ fyrir kröfugöngu þar sem safnast er saman á Hlemmi klukkan 13:00. Lagt verður af stað klukkan 13:30 og munu Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni. Á Ingólfstorgi fer síðan fram útifundur þar sem Þórhildur Þorkelsdóttir verður fundarstjóri. Þórarinn Eyfjör, formaður Sameyki, heldur ávarp auk Drífu Snædal forseta ASÍ. Þá verða tónlistaratriði þar sem Bubbi, Una Torfa auk lúðrasveitanna koma fram. Í Hafnarfirði verða baráttutónleikar Hlífar og Starfsmannafélag Hafnarfjarðar haldnir í Bæjarbíói klukkan 15:00. Þar koma fram Sóli Hólm, Bríet og Bjartmar Guðlaugsson. Verkalýðsfélag Akraness, VR, Félag iðn- og tæknigreina, Sameyki, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á Akranesi þar sem safnast verður við Þjóðbraut klukkan 14:00. Ræðumaður er Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið klukkan 13:30 og lagt af stað í kröfugöngu klukkan 14:00 þar sem Lúðrasveit Akureyrar mun leika. Finnur Víkingsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ halda ræður og í kjölfarið verður skemmtidagskrá og kaffiveitingar. Á Ísafirði fer hátíðardagskrá fram í Edinborg þar sem Bergþór Pálsson kemur fram og Albert Eiríksson verður með pistil dagsins auk þess sem boðið verður upp á dansatriði. Í Vestmannaeyjum verður dagurinn haldinn hátíðlegur í AKÓGES með kaffisamsæti og tónleikum Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja. Hátíðardagskrá fer fram í fleiri bæjarfélögum og má sjá upplýsingar inni á vef ASÍ.
Stéttarfélög Reykjavík Hafnarfjörður Akranes Akureyri Ísafjarðarbær Vestmannaeyjar Verkalýðsdagurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Sjá meira