Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 29. apríl 2022 15:42 Hrosshaus á stöng við afleggjarann upp að Skrauthólum. Myndin var tekin fyrr í dag. Aðsend Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. DV greindi fyrst frá en miðillinn hefur undanfarið fjallað um deilur íbúa í hverfinu við aðstandendur Sólsetursins, sem lýsa mætti sem viðburðarsetri, og fólk sem venur komur sínar þangað. Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2 og formaður Landssambands hestamannafélaga, segir níðstöngina augljóslega koma í framhaldi af umfjöllun DV um málið. Guðni segir að eftir að hann lýsti sinni upplifun af starfsemi Sólsetursins sé greinilega brugðist við með hótun. Níðstöng með hrosshöfði sé greinilega beint að honum vegna tengingar hans við hestana. Konan hans sé hrædd og vilji ekki vera heima hjá sér. Ástandið versni „Konan er farin með börnin að heiman,“ segir Guðni. Yfirvöld hafi brugðist í málinu hvað varðar Sólsetrið. Þau séu þar í óleyfi, með veitingaþjónustu, þarna búi fólk án nokkurrar heimildar. Vandræðin vindi upp á sig og ástandið versni bara og versni. „Við vitum ekkert hvaða fólk þetta er,“ segir Guðni. Þau hafi áhyggjur af því að leyfa barni sínu að leika sér utandyra. Erna Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir málið til rannsóknar hjá embættinu. Þau hafi farið upp eftir en meira sé ekki um málið að segja að svo stöddu. Aðspurð hvort þau hafi hestshausinn hjá sér segir Erna að lögregla hafi þau gögn hjá sér sem þurfi til rannsóknar málsins. Upprúllað blað með ljóði eða níðorðum Guðni segir að honum skiljist að starfsmenn Matvælastofnunar hafi komið á svæðið og fjarlægt hausinn. Hann segist hafa áhyggjur af því af hvaða hesti hausinn sé. Ekki sé auðvelt að verða sér úti um hestshaus. Hann hvetur fólk til að líta í kringum sig. Í hausnum var upprúllað blað. „Það var ljóð eða níðorð á blaðinu. Eitthvað óskiljanlegt,“ segir Gunðni. Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, segist strax hafa hringt í lögreglu þegar hún varð stangarinnar vör. Lögreglan hafi sagt henni hvað stóð á blaðinu og það hafi hljómað eins og einhvers konar bölvun, á íslensku. Kristjana lýsti vandamáli fjölskyldunnar gagnvart Sólsetrinu í viðtali við DV á dögunum. Linda segist ekki skilja svona illsku „Það er fólk að koma og fara á öllum tímum sólarhrings, oft bankað upp á hjá okkur nágrönnum að nóttu sem degi og það virðast einhverjir tugir búa þarna að staðaldri. Þetta skapar mikið álag á vegi og veldur ýmiskonar hættu enda erum við með börn og dýr. Það hefur þegar verið ekið yfir einn kött hjá okkur,“ sagði Kristjana við DV. Þau Guðni hafa lýkt starfseminni í Sólsetrinu við sértrúarsöfnuð. Linda Mjöll Stefánsdóttir, forsvarsmaður Sólsetursins, segist í samtali við DV ekki skilja þá illsku að gera eitthvað svona. Hún hafi í fyrstu talið að níðstönginni væri beint gegn sér. Vala Matt heimsótti Lindu Mjöll að Esjumelum í fyrra og kynntist lífinu í gömlum strætisvögnum Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Fleiri fréttir Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sjá meira
DV greindi fyrst frá en miðillinn hefur undanfarið fjallað um deilur íbúa í hverfinu við aðstandendur Sólsetursins, sem lýsa mætti sem viðburðarsetri, og fólk sem venur komur sínar þangað. Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2 og formaður Landssambands hestamannafélaga, segir níðstöngina augljóslega koma í framhaldi af umfjöllun DV um málið. Guðni segir að eftir að hann lýsti sinni upplifun af starfsemi Sólsetursins sé greinilega brugðist við með hótun. Níðstöng með hrosshöfði sé greinilega beint að honum vegna tengingar hans við hestana. Konan hans sé hrædd og vilji ekki vera heima hjá sér. Ástandið versni „Konan er farin með börnin að heiman,“ segir Guðni. Yfirvöld hafi brugðist í málinu hvað varðar Sólsetrið. Þau séu þar í óleyfi, með veitingaþjónustu, þarna búi fólk án nokkurrar heimildar. Vandræðin vindi upp á sig og ástandið versni bara og versni. „Við vitum ekkert hvaða fólk þetta er,“ segir Guðni. Þau hafi áhyggjur af því að leyfa barni sínu að leika sér utandyra. Erna Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir málið til rannsóknar hjá embættinu. Þau hafi farið upp eftir en meira sé ekki um málið að segja að svo stöddu. Aðspurð hvort þau hafi hestshausinn hjá sér segir Erna að lögregla hafi þau gögn hjá sér sem þurfi til rannsóknar málsins. Upprúllað blað með ljóði eða níðorðum Guðni segir að honum skiljist að starfsmenn Matvælastofnunar hafi komið á svæðið og fjarlægt hausinn. Hann segist hafa áhyggjur af því af hvaða hesti hausinn sé. Ekki sé auðvelt að verða sér úti um hestshaus. Hann hvetur fólk til að líta í kringum sig. Í hausnum var upprúllað blað. „Það var ljóð eða níðorð á blaðinu. Eitthvað óskiljanlegt,“ segir Gunðni. Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, segist strax hafa hringt í lögreglu þegar hún varð stangarinnar vör. Lögreglan hafi sagt henni hvað stóð á blaðinu og það hafi hljómað eins og einhvers konar bölvun, á íslensku. Kristjana lýsti vandamáli fjölskyldunnar gagnvart Sólsetrinu í viðtali við DV á dögunum. Linda segist ekki skilja svona illsku „Það er fólk að koma og fara á öllum tímum sólarhrings, oft bankað upp á hjá okkur nágrönnum að nóttu sem degi og það virðast einhverjir tugir búa þarna að staðaldri. Þetta skapar mikið álag á vegi og veldur ýmiskonar hættu enda erum við með börn og dýr. Það hefur þegar verið ekið yfir einn kött hjá okkur,“ sagði Kristjana við DV. Þau Guðni hafa lýkt starfseminni í Sólsetrinu við sértrúarsöfnuð. Linda Mjöll Stefánsdóttir, forsvarsmaður Sólsetursins, segist í samtali við DV ekki skilja þá illsku að gera eitthvað svona. Hún hafi í fyrstu talið að níðstönginni væri beint gegn sér. Vala Matt heimsótti Lindu Mjöll að Esjumelum í fyrra og kynntist lífinu í gömlum strætisvögnum
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Fleiri fréttir Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sjá meira