Sveindís og stöllur stöðvuðu 40 leikja sigurhrinu Barcelona en eru úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2022 17:54 Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttu við Maria Leon á Camp Nou í fyrri leiknum. Getty/Alex Caparros Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu 2-0 sigur gegn Barcelona í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum bundu þær enda á 40 leikja sigurhrinu Börsunga, en eru þrátt fyrir það úr leik eftir 5-1 tap í fyrri leiknum. Heimakonur í Wolfsburg þurftu á kraftaverki að halda gegn besta liði heims eftir stórt tap í fyrri leiknum, en ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Tabea Wassmuth kom heimakonum svo yfir með marki í upphafi síðari hálfleiks áður en Jill Roord tvöfaldaði forystu Wolfsburg eftir rétt tæplega klukkutíma leik. Þessi mörk gáfu Sveindísi og stöllum hennar smá von. Þær náðu þó ekki að bæta við mörkum og niðurstaðan varð því samanlagður 5-3 sigur Börsunga. Barcelona er því á leið í úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir annað hvort PSG eða Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon. Um 20 þúsund manns voru á leiknum í Wolfsburg í dag. Leikurinn var í beinni útsendingu DAZN á Youtube, en hægt er að horfa á leikinn í spilaranum hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu 2-0 sigur gegn Barcelona í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum bundu þær enda á 40 leikja sigurhrinu Börsunga, en eru þrátt fyrir það úr leik eftir 5-1 tap í fyrri leiknum. Heimakonur í Wolfsburg þurftu á kraftaverki að halda gegn besta liði heims eftir stórt tap í fyrri leiknum, en ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Tabea Wassmuth kom heimakonum svo yfir með marki í upphafi síðari hálfleiks áður en Jill Roord tvöfaldaði forystu Wolfsburg eftir rétt tæplega klukkutíma leik. Þessi mörk gáfu Sveindísi og stöllum hennar smá von. Þær náðu þó ekki að bæta við mörkum og niðurstaðan varð því samanlagður 5-3 sigur Börsunga. Barcelona er því á leið í úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir annað hvort PSG eða Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon. Um 20 þúsund manns voru á leiknum í Wolfsburg í dag. Leikurinn var í beinni útsendingu DAZN á Youtube, en hægt er að horfa á leikinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti