Albert og félagar nálgast fall eftir dramatískt tap Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2022 18:05 Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa máttu þola grátlegt tap í kvöld. Maurizio Lagana/Getty Images Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa máttu þola 1-0 tap gegn Sampdoria í grannaslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Tapið þýðir að Genoa þarf í það minnsta þrjú stig úr seinustu þrem leikjunum til að halda sæti sínu í deildinni. Albert hóf leik á bekknum en kom inn á sem varamaður eftir 55 mínútna leik. Þá höfðu heimamenn þegar tekið forystuna með marki frá Abdelhamid Sabiri um miðjan fyrri hálfleikinn. Það var því ljóst að Albert og félagar þurftu á marki að halda til auka möguleika sína á að halda sæti sínu í deildinni. Þegar komið var fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma fengu gestirnir í Genoa líflínu þegar Alex Ferrari handlék knöttinn innan vítateigs. Domenico Criscito fór á puntkinn fyrir Genoa, en hann lét Emil Audero verja frá sér. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Sampdoria sem með sigrinum svo gott sem bjargaði sér frá falli. Albert og félagar sitja hins vegar í 19. sæti deildarinnar með 25 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir, þremur stigum frá öruggu sæti. Ítalski boltinn
Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa máttu þola 1-0 tap gegn Sampdoria í grannaslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Tapið þýðir að Genoa þarf í það minnsta þrjú stig úr seinustu þrem leikjunum til að halda sæti sínu í deildinni. Albert hóf leik á bekknum en kom inn á sem varamaður eftir 55 mínútna leik. Þá höfðu heimamenn þegar tekið forystuna með marki frá Abdelhamid Sabiri um miðjan fyrri hálfleikinn. Það var því ljóst að Albert og félagar þurftu á marki að halda til auka möguleika sína á að halda sæti sínu í deildinni. Þegar komið var fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma fengu gestirnir í Genoa líflínu þegar Alex Ferrari handlék knöttinn innan vítateigs. Domenico Criscito fór á puntkinn fyrir Genoa, en hann lét Emil Audero verja frá sér. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Sampdoria sem með sigrinum svo gott sem bjargaði sér frá falli. Albert og félagar sitja hins vegar í 19. sæti deildarinnar með 25 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir, þremur stigum frá öruggu sæti.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti