Tilkynnt um tvær líkamsárásir í nótt Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2022 07:55 Lögregla var kölluð út vegna manns sem hafði hrækt á öryggisvörð verslunar eftir að hafa reynt að stela tveimur lambalærum. Vísir/Vilhelm Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna tveggja líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Um klukkan 21 í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði þar sem maður hafi ráðist á nágranna sinn. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu, en hann er einnig grunaður um framleiðslu fíkniefna og var hald lagt á plöntur í hans eigu. Um svipað leyti var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi. Þar hafði maður ráðist á konu og veitt henni áverka. „Konan var flutt á slysadeild til aðhlynningar, ekki vitað um áverka. Árásaraðili handtekinn skömmu síðar og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Sparkaði niður hurð á veitingastað Um klukkan 23 var tilkynnt um mann sem hafði sparkað niður hurð á veitingastað í hverfi 105 í Reykjavík. Segir í tilkynningu frá lögreglu að maðurinn hafi verið rólegur á vettvangi þegar lögreglu hafi borið að garði og hann iðrast gjörða sinna. Var skýrsla rituð um málið. Um 23:30 var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 108 í Reykjavík. Þar var maður í annarlegu ástandi stöðvaður þegar hann var að ganga út úr verslun með tvö lambalæri sem hann hafði ekki greitt fyrir. „Maðurinn hrækti í andlit öryggisvarðar sem hafði af honum afskipti og var maðurinn í tökum öryggisvarða er lögregla kom á vettvang. Maðurinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu,“ segir í dagbók lögreglu. Braut rúðu Um hálf fjögur í nótt voru afskipti höfð af manni í hverfi 107 í Reykjavík, en sá var óvelkominn í íbúð og vildi ekki yfirgefa hana. Þegar maðurinn fór henti hann hlutum og braut rúðu í húsinu. Var skýrsla rituð um málið. Lögregla hafði sömuleiðis afskipti af nokkrum fjölda ökumanna sem stöðvaðir voru fyrir ýmis brot. Lögreglumál Hafnarfjörður Kópavogur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Fleiri fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Sjá meira
Um klukkan 21 í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði þar sem maður hafi ráðist á nágranna sinn. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu, en hann er einnig grunaður um framleiðslu fíkniefna og var hald lagt á plöntur í hans eigu. Um svipað leyti var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi. Þar hafði maður ráðist á konu og veitt henni áverka. „Konan var flutt á slysadeild til aðhlynningar, ekki vitað um áverka. Árásaraðili handtekinn skömmu síðar og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Sparkaði niður hurð á veitingastað Um klukkan 23 var tilkynnt um mann sem hafði sparkað niður hurð á veitingastað í hverfi 105 í Reykjavík. Segir í tilkynningu frá lögreglu að maðurinn hafi verið rólegur á vettvangi þegar lögreglu hafi borið að garði og hann iðrast gjörða sinna. Var skýrsla rituð um málið. Um 23:30 var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 108 í Reykjavík. Þar var maður í annarlegu ástandi stöðvaður þegar hann var að ganga út úr verslun með tvö lambalæri sem hann hafði ekki greitt fyrir. „Maðurinn hrækti í andlit öryggisvarðar sem hafði af honum afskipti og var maðurinn í tökum öryggisvarða er lögregla kom á vettvang. Maðurinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu,“ segir í dagbók lögreglu. Braut rúðu Um hálf fjögur í nótt voru afskipti höfð af manni í hverfi 107 í Reykjavík, en sá var óvelkominn í íbúð og vildi ekki yfirgefa hana. Þegar maðurinn fór henti hann hlutum og braut rúðu í húsinu. Var skýrsla rituð um málið. Lögregla hafði sömuleiðis afskipti af nokkrum fjölda ökumanna sem stöðvaðir voru fyrir ýmis brot.
Lögreglumál Hafnarfjörður Kópavogur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Fleiri fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Sjá meira