Innlent

Bær í örum vexti í Pallborðinu

Heimir Már Pétursson skrifar
Búast má við fjörugum umræðum um málefni í Reykjanesbæ.
Búast má við fjörugum umræðum um málefni í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm

Íbúum hefur hvergi fjölgað jafn mikið á undanförnum árum eins og í Reykjanesbæ sem er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Oddvitar þriggja framboða mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14 í dag.

Það verða þau Margrét Sanders oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er stærsti flokkurinn í minnihluta bæjarstjórnar með þrjá fulltrúa og Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingarinnar sem einnig er með þrjá fulltrúa í bæjarstjórn nú og myndar meirihluta með Beinni leið og Framsóknarflokki.

Þá mætir Margrét Þórarinsdóttir oddviti Umbótar í þáttinn en framboð undir því nafni býður nú fram í fyrsta skipti.

Það er greinilegt að atvinnumál, velferðar- og skólamál skipa stóran sess hjá flokkunum þótt áherslur séu að sjálfsöðgu misjafnar. En þarna eru líka stórmál eins og Suðurnesjalína 2, iðnaður í Helguvík og Keflavíkurflugvöllur undir, þannig að það má reikna með fjörugum umræðum.


Tengdar fréttir

Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði

Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×