Fluttur í fangelsi til afplánunar eldri dóms eftir líkamsárás í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2022 12:06 Maður var í morgun fluttur á Hólmsheiði til afplánunar nýs dóms eftir að hann var handtekinn í nótt fyrir líkamsárás í heimahúsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í nótt handtekinn fyrir líkamsárás í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var fluttur í morgun á Hólmsheiði til þess að afpána nýlegan dóm. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem barst fjölmiðlum nú laust fyrir hádegi. Þar segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður. Hann hafi svo verið yfirheyrður vegna málsins í morgun og fleiri mála sem hann átti óuppgerð hjá lögreglu. Að því loknu hafi hann verið fluttur til afplánunar í fangelsi þar sem hann þarf að sitja af sér nýlegan dóm. Nóttin var að öðru leyti nokkuð róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um slagsmál tveggja manna fyrir utan knæpu í nótt en þeir horfnir inn í nóttina þegar lögreglu bar að garði. Afskipti voru höfð af manni í Vesturbæ sem var að fara inn í ólæstar bifreiðar en ekki er talið að hann hafi stolið nokkru. Þá var tilkynnt um tvö innbrot í morgun, annað í fyrirtæki og hitt í heimahúsi. Óvelkomnir aðilar höfðu sömuleiðis gert sér vinnuskúr að næturstað og höfðu þeir klætt sig í fatnað verktakans á staðnum. Þeir voru flúnir þegar lögreglu bar að garði en ekki fylgir sögunni hvort einstaklingarnir höfðu vinnufötin á brott með sér. Lögreglan var þá kölluð til vegna elds sem kom upp í gróðri í Elliðaárdal. Lögreglan bendir á að nú sé sá árstími að ganga í garð sem gróðureldar eru algengir og oftar enn ekki kveiktir af ásettu ráði. Lögreglan varar fólk við því að fara óvarlega með eld, til dæmis einnota grill og sígarettur, nálægt þurrum gróðri. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem barst fjölmiðlum nú laust fyrir hádegi. Þar segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður. Hann hafi svo verið yfirheyrður vegna málsins í morgun og fleiri mála sem hann átti óuppgerð hjá lögreglu. Að því loknu hafi hann verið fluttur til afplánunar í fangelsi þar sem hann þarf að sitja af sér nýlegan dóm. Nóttin var að öðru leyti nokkuð róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um slagsmál tveggja manna fyrir utan knæpu í nótt en þeir horfnir inn í nóttina þegar lögreglu bar að garði. Afskipti voru höfð af manni í Vesturbæ sem var að fara inn í ólæstar bifreiðar en ekki er talið að hann hafi stolið nokkru. Þá var tilkynnt um tvö innbrot í morgun, annað í fyrirtæki og hitt í heimahúsi. Óvelkomnir aðilar höfðu sömuleiðis gert sér vinnuskúr að næturstað og höfðu þeir klætt sig í fatnað verktakans á staðnum. Þeir voru flúnir þegar lögreglu bar að garði en ekki fylgir sögunni hvort einstaklingarnir höfðu vinnufötin á brott með sér. Lögreglan var þá kölluð til vegna elds sem kom upp í gróðri í Elliðaárdal. Lögreglan bendir á að nú sé sá árstími að ganga í garð sem gróðureldar eru algengir og oftar enn ekki kveiktir af ásettu ráði. Lögreglan varar fólk við því að fara óvarlega með eld, til dæmis einnota grill og sígarettur, nálægt þurrum gróðri.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira