Munu leggja fram tillögu þar sem skorað er á stjórnina að draga uppsagnirnar til baka Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. apríl 2022 19:50 Fresta þurfti fundinum um hátt í hálftíma þar sem fólk var enn að streyma inn í salinn klukkan sex. Skorað verður á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnir á skrifstofu félagsins til baka en tillögu að ályktun þess efnis verður lögð fram á félagsfundi sem hófst fyrr í kvöld. Heitar umræður hafa skapast um uppsagnirnar undanfarnar vikur og er viðbúið að fundurinn standi yfir langt fram á kvöld. Hátt í 500 félagsmenn óskuðu eftir því að fundurinn færi fram í síðustu viku og stóð upprunalega til að halda fundinn í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún. Ljóst var að fundurinn yrði fjölmennur og var hann því fluttur í Valsheimilið á Hlíðarenda. Röð var út að dyrum þegar fundurinn átti að hefjast klukkan sex og hófst hann ekki fyrr en tæplega hálftíma síðar þar sem koma þurfti öllum inn í salinn. Um er að ræða lokaðan fund og er viðbúið að hann muni standa yfir fram á kvöld, og jafnvel fram á nótt. Heimildir fréttastofu herma að það verði lögð fram á fundinum ályktun þar sem skorað er á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnirnar til baka. Það verði síðan kosið um tillöguna en verði hún felld má áætla að félagsmenn muni grípa til annarra ráða. Fyrir fundinn höfðu heyrst einhverjar raddir um að vantrauststillaga yrði lögð fram á hendur Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, en svo virðist sem það verði ekki gert í kvöld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís, sagði fyrir fundinn í samtali við fréttastofu að tilgangur fundarins væri fyrst og fremst að eiga umræðu um uppsagnirnar. Að því er kemur fram í frétt mbl.is stóð til að Sólveig Anna myndi stýra fundinum þegar hann hófst en eftir athugasemdir frá félagsmönnum var Halldór Oddsson, lögmaður ASÍ, kjörinn fundarstjóri. Þeir stjórnarmeðlimir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn gáfu ekki kost á viðtali en Sólveig Anna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til Eflingarfólks að koma og styðja hana og Baráttulista hennar. Þannig væri hægt að halda uppbyggingu félagsins áfram og koma í veg fyrir að fólk sem hafi „bókstaflega engan skilning á róttækri verkalýðsbaráttu,“ tæki við. Sólveig Anna fékk ekki að stýra fundinum. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum,“ sagði hún. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari á skrifstofu Eflingar, ritaði sömuleiðis færslu á Facebook um fundinn en hún sagði að standi stjórnin við hópuppsagnirnar sé Efling sem vinnuveitandi að setja það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga væru í lagi. Félagsmenn væru í verri stöðu fyrir vikið. Þá virtist hún beina spurningu sinni að félagsmönnum í lok færslunnar: „Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hátt í 500 félagsmenn óskuðu eftir því að fundurinn færi fram í síðustu viku og stóð upprunalega til að halda fundinn í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún. Ljóst var að fundurinn yrði fjölmennur og var hann því fluttur í Valsheimilið á Hlíðarenda. Röð var út að dyrum þegar fundurinn átti að hefjast klukkan sex og hófst hann ekki fyrr en tæplega hálftíma síðar þar sem koma þurfti öllum inn í salinn. Um er að ræða lokaðan fund og er viðbúið að hann muni standa yfir fram á kvöld, og jafnvel fram á nótt. Heimildir fréttastofu herma að það verði lögð fram á fundinum ályktun þar sem skorað er á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnirnar til baka. Það verði síðan kosið um tillöguna en verði hún felld má áætla að félagsmenn muni grípa til annarra ráða. Fyrir fundinn höfðu heyrst einhverjar raddir um að vantrauststillaga yrði lögð fram á hendur Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, en svo virðist sem það verði ekki gert í kvöld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís, sagði fyrir fundinn í samtali við fréttastofu að tilgangur fundarins væri fyrst og fremst að eiga umræðu um uppsagnirnar. Að því er kemur fram í frétt mbl.is stóð til að Sólveig Anna myndi stýra fundinum þegar hann hófst en eftir athugasemdir frá félagsmönnum var Halldór Oddsson, lögmaður ASÍ, kjörinn fundarstjóri. Þeir stjórnarmeðlimir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn gáfu ekki kost á viðtali en Sólveig Anna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til Eflingarfólks að koma og styðja hana og Baráttulista hennar. Þannig væri hægt að halda uppbyggingu félagsins áfram og koma í veg fyrir að fólk sem hafi „bókstaflega engan skilning á róttækri verkalýðsbaráttu,“ tæki við. Sólveig Anna fékk ekki að stýra fundinum. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum,“ sagði hún. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari á skrifstofu Eflingar, ritaði sömuleiðis færslu á Facebook um fundinn en hún sagði að standi stjórnin við hópuppsagnirnar sé Efling sem vinnuveitandi að setja það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga væru í lagi. Félagsmenn væru í verri stöðu fyrir vikið. Þá virtist hún beina spurningu sinni að félagsmönnum í lok færslunnar: „Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira