Munu leggja fram tillögu þar sem skorað er á stjórnina að draga uppsagnirnar til baka Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. apríl 2022 19:50 Fresta þurfti fundinum um hátt í hálftíma þar sem fólk var enn að streyma inn í salinn klukkan sex. Skorað verður á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnir á skrifstofu félagsins til baka en tillögu að ályktun þess efnis verður lögð fram á félagsfundi sem hófst fyrr í kvöld. Heitar umræður hafa skapast um uppsagnirnar undanfarnar vikur og er viðbúið að fundurinn standi yfir langt fram á kvöld. Hátt í 500 félagsmenn óskuðu eftir því að fundurinn færi fram í síðustu viku og stóð upprunalega til að halda fundinn í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún. Ljóst var að fundurinn yrði fjölmennur og var hann því fluttur í Valsheimilið á Hlíðarenda. Röð var út að dyrum þegar fundurinn átti að hefjast klukkan sex og hófst hann ekki fyrr en tæplega hálftíma síðar þar sem koma þurfti öllum inn í salinn. Um er að ræða lokaðan fund og er viðbúið að hann muni standa yfir fram á kvöld, og jafnvel fram á nótt. Heimildir fréttastofu herma að það verði lögð fram á fundinum ályktun þar sem skorað er á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnirnar til baka. Það verði síðan kosið um tillöguna en verði hún felld má áætla að félagsmenn muni grípa til annarra ráða. Fyrir fundinn höfðu heyrst einhverjar raddir um að vantrauststillaga yrði lögð fram á hendur Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, en svo virðist sem það verði ekki gert í kvöld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís, sagði fyrir fundinn í samtali við fréttastofu að tilgangur fundarins væri fyrst og fremst að eiga umræðu um uppsagnirnar. Að því er kemur fram í frétt mbl.is stóð til að Sólveig Anna myndi stýra fundinum þegar hann hófst en eftir athugasemdir frá félagsmönnum var Halldór Oddsson, lögmaður ASÍ, kjörinn fundarstjóri. Þeir stjórnarmeðlimir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn gáfu ekki kost á viðtali en Sólveig Anna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til Eflingarfólks að koma og styðja hana og Baráttulista hennar. Þannig væri hægt að halda uppbyggingu félagsins áfram og koma í veg fyrir að fólk sem hafi „bókstaflega engan skilning á róttækri verkalýðsbaráttu,“ tæki við. Sólveig Anna fékk ekki að stýra fundinum. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum,“ sagði hún. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari á skrifstofu Eflingar, ritaði sömuleiðis færslu á Facebook um fundinn en hún sagði að standi stjórnin við hópuppsagnirnar sé Efling sem vinnuveitandi að setja það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga væru í lagi. Félagsmenn væru í verri stöðu fyrir vikið. Þá virtist hún beina spurningu sinni að félagsmönnum í lok færslunnar: „Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hátt í 500 félagsmenn óskuðu eftir því að fundurinn færi fram í síðustu viku og stóð upprunalega til að halda fundinn í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún. Ljóst var að fundurinn yrði fjölmennur og var hann því fluttur í Valsheimilið á Hlíðarenda. Röð var út að dyrum þegar fundurinn átti að hefjast klukkan sex og hófst hann ekki fyrr en tæplega hálftíma síðar þar sem koma þurfti öllum inn í salinn. Um er að ræða lokaðan fund og er viðbúið að hann muni standa yfir fram á kvöld, og jafnvel fram á nótt. Heimildir fréttastofu herma að það verði lögð fram á fundinum ályktun þar sem skorað er á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnirnar til baka. Það verði síðan kosið um tillöguna en verði hún felld má áætla að félagsmenn muni grípa til annarra ráða. Fyrir fundinn höfðu heyrst einhverjar raddir um að vantrauststillaga yrði lögð fram á hendur Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, en svo virðist sem það verði ekki gert í kvöld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís, sagði fyrir fundinn í samtali við fréttastofu að tilgangur fundarins væri fyrst og fremst að eiga umræðu um uppsagnirnar. Að því er kemur fram í frétt mbl.is stóð til að Sólveig Anna myndi stýra fundinum þegar hann hófst en eftir athugasemdir frá félagsmönnum var Halldór Oddsson, lögmaður ASÍ, kjörinn fundarstjóri. Þeir stjórnarmeðlimir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn gáfu ekki kost á viðtali en Sólveig Anna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til Eflingarfólks að koma og styðja hana og Baráttulista hennar. Þannig væri hægt að halda uppbyggingu félagsins áfram og koma í veg fyrir að fólk sem hafi „bókstaflega engan skilning á róttækri verkalýðsbaráttu,“ tæki við. Sólveig Anna fékk ekki að stýra fundinum. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum,“ sagði hún. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari á skrifstofu Eflingar, ritaði sömuleiðis færslu á Facebook um fundinn en hún sagði að standi stjórnin við hópuppsagnirnar sé Efling sem vinnuveitandi að setja það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga væru í lagi. Félagsmenn væru í verri stöðu fyrir vikið. Þá virtist hún beina spurningu sinni að félagsmönnum í lok færslunnar: „Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira