Birta myndefni frá tökustaðnum þar sem Hutchins var skotin til bana Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 11:15 Lögreglan hefur meðal annars birt klippu þar sem Alec Baldwin sést æfa umrædda senu. Skjáskot Lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó birtu í gær myndefni sem stuðst er við í rannsókn á dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Hutchins lést þann 21. október 2021 eftir að skot hljóp úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin beindi að henni við tökur á kvikmyndinni Rust en auk hennar særðist leikstjórinn Joel Souza. Myndefnið, sem var meðal annars tekið með búkmyndavél, sýnir að sögn AP-fréttaveitunnar frá leit að skotvopninu sem leiddi lögreglumann á vettvangi að vopnaverði sem brast í grát. Annað myndbrot sýnir þegar Baldwin æfir það að draga byssu fljótt úr slíðri. Adan Mendoza, lögreglustjóri í Santa Fe í New Mexíkó, segir í yfirlýsingu að rannsókn málsins standi enn yfir og meðal annars sé beðið eftir skotvopnafræðiniðurstöðum og réttarfræðilegri greiningu frá bandarísku alríkislögreglunni. Að sögn Mendoza tók lögregluembættið ákvörðun um að birta öll gögn sem tengdust rannsókninni, þar á meðal ljósmyndir af byssunni. Horfa má á hluta af myndefninu og ljósmyndum sem lögreglan birti í spilaranum fyrir neðan. Reyndi að púsla saman atburðarásinni Í myndbandi sem tekið var af lögreglunni síðar þennan dag sést Baldwin hringja nokkur örvængingafull símtöl á meðan hann bíður eftir því að fá að ræða við lögreglu. „Þú hefur enga hugmynd um það hversu ótrúlegt þetta er og hversu skrítið þetta er,“ sést hann segja hann í síma. Í skýrslutölu sést Baldwin reyna að púsla saman atburðarásinni áður en hann virðist hafa áttað sig á því að Hutchins væri í lífshættu. Lýsir hann því meðal annars að byssan hefði átt að vera algjörlega tóm á meðan æfing stóð yfir og slökkt var á myndavélunum. Police have released footage of an interview conducted with actor Alec Baldwin from October 2021. Read more: https://t.co/H62y7BUECA pic.twitter.com/vgDI0Vqu1d— Sky News (@SkyNews) April 26, 2022 Áður hefur Baldwin lýst því yfir í samtali við fjölmiðla að hann hafi beint byssunni að Hutchins að hennar eigin ósk og ekki tekið í gikkinn áður en skotið hljóp úr byssunni sem banaði kvikmyndatökustjóranum. Þau voru stödd í lítilli kirkju að æfa senu þegar avikið átti sér stað. Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða Hutchins. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. Sektin sem um ræðir sú hæsta sem deildin gat gefið út en upphæðin samsvarar ríflega 17,5 milljónum króna. Þá kemur fram í niðurstöðunni að þeir sem sáu um myndina vissu af því að ekki væri farið eftir öryggiráðstöfunum þegar kom að notkun skotvopna. Framleiðendurnir segjast ósammála niðurstöðunni og ætla að áfrýja. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Hutchins lést þann 21. október 2021 eftir að skot hljóp úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin beindi að henni við tökur á kvikmyndinni Rust en auk hennar særðist leikstjórinn Joel Souza. Myndefnið, sem var meðal annars tekið með búkmyndavél, sýnir að sögn AP-fréttaveitunnar frá leit að skotvopninu sem leiddi lögreglumann á vettvangi að vopnaverði sem brast í grát. Annað myndbrot sýnir þegar Baldwin æfir það að draga byssu fljótt úr slíðri. Adan Mendoza, lögreglustjóri í Santa Fe í New Mexíkó, segir í yfirlýsingu að rannsókn málsins standi enn yfir og meðal annars sé beðið eftir skotvopnafræðiniðurstöðum og réttarfræðilegri greiningu frá bandarísku alríkislögreglunni. Að sögn Mendoza tók lögregluembættið ákvörðun um að birta öll gögn sem tengdust rannsókninni, þar á meðal ljósmyndir af byssunni. Horfa má á hluta af myndefninu og ljósmyndum sem lögreglan birti í spilaranum fyrir neðan. Reyndi að púsla saman atburðarásinni Í myndbandi sem tekið var af lögreglunni síðar þennan dag sést Baldwin hringja nokkur örvængingafull símtöl á meðan hann bíður eftir því að fá að ræða við lögreglu. „Þú hefur enga hugmynd um það hversu ótrúlegt þetta er og hversu skrítið þetta er,“ sést hann segja hann í síma. Í skýrslutölu sést Baldwin reyna að púsla saman atburðarásinni áður en hann virðist hafa áttað sig á því að Hutchins væri í lífshættu. Lýsir hann því meðal annars að byssan hefði átt að vera algjörlega tóm á meðan æfing stóð yfir og slökkt var á myndavélunum. Police have released footage of an interview conducted with actor Alec Baldwin from October 2021. Read more: https://t.co/H62y7BUECA pic.twitter.com/vgDI0Vqu1d— Sky News (@SkyNews) April 26, 2022 Áður hefur Baldwin lýst því yfir í samtali við fjölmiðla að hann hafi beint byssunni að Hutchins að hennar eigin ósk og ekki tekið í gikkinn áður en skotið hljóp úr byssunni sem banaði kvikmyndatökustjóranum. Þau voru stödd í lítilli kirkju að æfa senu þegar avikið átti sér stað. Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða Hutchins. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. Sektin sem um ræðir sú hæsta sem deildin gat gefið út en upphæðin samsvarar ríflega 17,5 milljónum króna. Þá kemur fram í niðurstöðunni að þeir sem sáu um myndina vissu af því að ekki væri farið eftir öryggiráðstöfunum þegar kom að notkun skotvopna. Framleiðendurnir segjast ósammála niðurstöðunni og ætla að áfrýja.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04
Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39