Umfjöllun og viðtöl: Fram-Valur 31-36 | Valsmenn ekki í vandræðum með Fram Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 24. apríl 2022 19:42 Valsmenn fagna Vísir/Hulda Margrét Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum fyrr í kvöld eftir frábæran sigur á Fram í Safamýrinni. Valur var með yfirhöndina nær allan leikinn og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 31-36. Fram er þar með komið í sumarfrí. Hörð barátta hóft strax er leikurinn var flautaður á og eftir rúmar tíu mínútur var staðan jöfn 3-3. Jafnræði var með liðunum er leið á fyrri hálfleikinn en var Fram einu skrefi á undan þar til um stundarfjórðunugur var liðinn og tóku þá Valsmenn yfir leikinn. Valsmenn héldu sér í tveggja marka forystu þar til rétt undir lok fyrri hálfleiksins er þeir skoruðu tvö mörk í röð og komust í fjögurra marka forystu, 10-14. Hvort liðið skoraði eitt mark til viðbótar og voru því hálfleikstölur 11-15. Valur byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og voru ekki lengi að koma sér í betri forystu. Á 35. mínútu var staðan orðin 15-22 og ekki fór það batnandi fyrir Fram því Valur komst í níu marka forystu örfáum mínútum síðar. Munurinn varð þó aldrei meiri en það. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka lifnaði yfir Fram og skoraði það fimm mörk í röð á tæpum fimm mínútum. Þó var munurinn þegar orðinn það mikill að úrslitin voru þegar ráðin. Liðin börðust þó allt þar til leikurinn var flautaður af og skildu þau í fimm mörkum, 31-36. Afhverju vann Valur? Valur var einfaldlega of stór biti fyrir Fram að kyngja. Þeir mættu ákveðnir til leiks og keyrðu alveg fram á síðustu mínútu. Mikil barátta var í Valsmönnum og gáfust þeir aldrei upp. Þeir voru virkilega agaðir og unnu vel saman sem lið. Hverjir stóðu upp úr? Magnús Óli Magnússon var markahæstur í liði Vals með sjö mörk. Finnur Ingi Stefánsson, Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir voru með fimm mörk hvor. Þeir bræður áttu virkilega góðan leik en samtals voru þeir með níu sköpuð færi. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var markahæsti leikmaður vallarins með tíu mörk. Breki Dagsson var næst markahæstur með átta mörk. Kjartan Þór Júlíusson átti einnig flottan leik en hann skoraði fimm mörk og var með fimm sköpuð færi. Hvað gekk illa? Framarar áttu heilt yfir erfitt með að ráða við ákefð Vals þrátt fyrir mikinn baráttuvilja. Fram áttu á tímum erfitt með að skapa sér færi og finna markið. Þegar Fram gerði mistök refsaði Valur því harkalega. Hvað gerist næst? Valur er kominn í undanúrslitin og hefjast þau þann 1. maí. ÍBV komst einnig áfram fyrr í kvöld með sigri á Stjörnunni og kemur í ljós á morgun hvaða tvö önnur lið komast áfram. Fram er komið í sumarfrí. Snorri Steinn Guðjónsson: Það er alveg skýrt að við ætlum okkur alla leið Snorri Steinn GuðjónssonVísir/Hulda Margrét „Mér líður mjög vel.“ „Mér fannst við vera með yfirhöndina allan tímann. Það var smá svona sár í stál í byrjun en ég var sáttur með gang mála og hvernig leikurinn var að þróast. Mér leið vel svona góðan hluta af leiknum. Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel og svona eftir það var þetta bara öruggt.“ Hafði Snorri Steinn að segja eftir sigur Vals. „Við vorum góðir sóknarlega, við vorum að skora mikið. Svona framan af fannst mér við ekki alveg vera að nýta hraðaupphlaupin nægilega vel en svo þegar það fór að tikka þá náðum við þessu forskoti.“ „Varnarlega vorum við kannski ekki alveg eins og best er á kostið en Framarar þurftu alveg að hafa fyrir mörkunum, Björgvin var nátturlega frábær. En svona er lífið.“ „Það er alveg skýrt að við ætlum okkur alla leið og það hefur svosem aldrei verið eitthvað leyndarmál. Núna þurfum við bara aðeins að reyna að jafna okkur. Það er einhverjir sem eru smá laskaðir. Við fáum núna smá auka tíma til þess að ná sér í gang og annað. Við munum æfa vel og undirbúa okkur og svo er bara að bíða og sjá hvaða lið við fáum.“ Sagði Snorri Steinn aðspurður að undanúrslitunum. Magnús Óli Magnússon: Við vorum alveg búnir undir það að þeir myndu lemja okkur Magnús Óli MagnússonVísir/Vilhelm „Við gerðum þetta bara eins og menn, allan tímann, bæði í fyrri leiknum og í seinni leiknum. Eins og staðan sagði þá var þetta þannig séð ekkert mál. Við vorum á fullu og allir á sömu blaðsíðu.“ Sagði Magnús Óli eftir leikinn en hann var markahæsti leikmaður Vals í kvöld. „Við vissum alveg að þeir kæmu í þennan leik og myndu lemja okkur og allt svoleiðis. Það vantar nokkra leikmenn hjá þeim, Villi (Vilhelm Poulsen) meiddur og svona. En shoutout á Kjartan Þór (Júlíusson) í skyttunni, hann er alveg frábær leikmaður. En við vorum alveg búnir undir það að þeir myndu lemja okkur og við mættum því bara. Þetta var skemmtilegur leikur.“ „Við keyrðum á þá allan tímann, sama þótt við gerðum mistök eða klúðruðum, þá héldum við sama dampi allan tímann. Við breyttum engu og þetta var bara hraði. Við héldum áfram að keyra. Björgvin Páll (Gústavsson) varði og við vorum að refsa. Fínn sóknarleikur.“ „Við tökum gott recovery í þessari viku og þá erum við klárir í hvað sem er.“ Bætti hann við að lokum. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Valur
Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum fyrr í kvöld eftir frábæran sigur á Fram í Safamýrinni. Valur var með yfirhöndina nær allan leikinn og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 31-36. Fram er þar með komið í sumarfrí. Hörð barátta hóft strax er leikurinn var flautaður á og eftir rúmar tíu mínútur var staðan jöfn 3-3. Jafnræði var með liðunum er leið á fyrri hálfleikinn en var Fram einu skrefi á undan þar til um stundarfjórðunugur var liðinn og tóku þá Valsmenn yfir leikinn. Valsmenn héldu sér í tveggja marka forystu þar til rétt undir lok fyrri hálfleiksins er þeir skoruðu tvö mörk í röð og komust í fjögurra marka forystu, 10-14. Hvort liðið skoraði eitt mark til viðbótar og voru því hálfleikstölur 11-15. Valur byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og voru ekki lengi að koma sér í betri forystu. Á 35. mínútu var staðan orðin 15-22 og ekki fór það batnandi fyrir Fram því Valur komst í níu marka forystu örfáum mínútum síðar. Munurinn varð þó aldrei meiri en það. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka lifnaði yfir Fram og skoraði það fimm mörk í röð á tæpum fimm mínútum. Þó var munurinn þegar orðinn það mikill að úrslitin voru þegar ráðin. Liðin börðust þó allt þar til leikurinn var flautaður af og skildu þau í fimm mörkum, 31-36. Afhverju vann Valur? Valur var einfaldlega of stór biti fyrir Fram að kyngja. Þeir mættu ákveðnir til leiks og keyrðu alveg fram á síðustu mínútu. Mikil barátta var í Valsmönnum og gáfust þeir aldrei upp. Þeir voru virkilega agaðir og unnu vel saman sem lið. Hverjir stóðu upp úr? Magnús Óli Magnússon var markahæstur í liði Vals með sjö mörk. Finnur Ingi Stefánsson, Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir voru með fimm mörk hvor. Þeir bræður áttu virkilega góðan leik en samtals voru þeir með níu sköpuð færi. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var markahæsti leikmaður vallarins með tíu mörk. Breki Dagsson var næst markahæstur með átta mörk. Kjartan Þór Júlíusson átti einnig flottan leik en hann skoraði fimm mörk og var með fimm sköpuð færi. Hvað gekk illa? Framarar áttu heilt yfir erfitt með að ráða við ákefð Vals þrátt fyrir mikinn baráttuvilja. Fram áttu á tímum erfitt með að skapa sér færi og finna markið. Þegar Fram gerði mistök refsaði Valur því harkalega. Hvað gerist næst? Valur er kominn í undanúrslitin og hefjast þau þann 1. maí. ÍBV komst einnig áfram fyrr í kvöld með sigri á Stjörnunni og kemur í ljós á morgun hvaða tvö önnur lið komast áfram. Fram er komið í sumarfrí. Snorri Steinn Guðjónsson: Það er alveg skýrt að við ætlum okkur alla leið Snorri Steinn GuðjónssonVísir/Hulda Margrét „Mér líður mjög vel.“ „Mér fannst við vera með yfirhöndina allan tímann. Það var smá svona sár í stál í byrjun en ég var sáttur með gang mála og hvernig leikurinn var að þróast. Mér leið vel svona góðan hluta af leiknum. Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel og svona eftir það var þetta bara öruggt.“ Hafði Snorri Steinn að segja eftir sigur Vals. „Við vorum góðir sóknarlega, við vorum að skora mikið. Svona framan af fannst mér við ekki alveg vera að nýta hraðaupphlaupin nægilega vel en svo þegar það fór að tikka þá náðum við þessu forskoti.“ „Varnarlega vorum við kannski ekki alveg eins og best er á kostið en Framarar þurftu alveg að hafa fyrir mörkunum, Björgvin var nátturlega frábær. En svona er lífið.“ „Það er alveg skýrt að við ætlum okkur alla leið og það hefur svosem aldrei verið eitthvað leyndarmál. Núna þurfum við bara aðeins að reyna að jafna okkur. Það er einhverjir sem eru smá laskaðir. Við fáum núna smá auka tíma til þess að ná sér í gang og annað. Við munum æfa vel og undirbúa okkur og svo er bara að bíða og sjá hvaða lið við fáum.“ Sagði Snorri Steinn aðspurður að undanúrslitunum. Magnús Óli Magnússon: Við vorum alveg búnir undir það að þeir myndu lemja okkur Magnús Óli MagnússonVísir/Vilhelm „Við gerðum þetta bara eins og menn, allan tímann, bæði í fyrri leiknum og í seinni leiknum. Eins og staðan sagði þá var þetta þannig séð ekkert mál. Við vorum á fullu og allir á sömu blaðsíðu.“ Sagði Magnús Óli eftir leikinn en hann var markahæsti leikmaður Vals í kvöld. „Við vissum alveg að þeir kæmu í þennan leik og myndu lemja okkur og allt svoleiðis. Það vantar nokkra leikmenn hjá þeim, Villi (Vilhelm Poulsen) meiddur og svona. En shoutout á Kjartan Þór (Júlíusson) í skyttunni, hann er alveg frábær leikmaður. En við vorum alveg búnir undir það að þeir myndu lemja okkur og við mættum því bara. Þetta var skemmtilegur leikur.“ „Við keyrðum á þá allan tímann, sama þótt við gerðum mistök eða klúðruðum, þá héldum við sama dampi allan tímann. Við breyttum engu og þetta var bara hraði. Við héldum áfram að keyra. Björgvin Páll (Gústavsson) varði og við vorum að refsa. Fínn sóknarleikur.“ „Við tökum gott recovery í þessari viku og þá erum við klárir í hvað sem er.“ Bætti hann við að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti