Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 0-3 | Stjarnan sigldi sigrinum í höfn í Breiðholtinu Hjörvar Ólafsson skrifar 24. apríl 2022 17:54 Úr leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan innbyrti sinn fyrsta sigur í Bestudeild karla í fótbolta þegar liðið vann sannfærandi 3-0 gegn Leikni í leik liðanna á Domusnova-vellinum í Breiðholtinu í kvöld. Leiknismenn fengu blauta tusku framan í andlitið strax á þriðju mínútu leiksins þegar Bjarki Aðalsteinsson braut á Adolfi Daða Birgissyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni og hefur hann skorað í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar í deildinni í sumar. Adolf Daði, sem fékk sæti í byrjunarliðinu í þessum leik var svo sjálfur á ferðinni þegar hann skilaði fyrirgjöf Ísaks Andra Sigurgeirssonar í netið af stuttu færi. Stjörnumenn gerðu svo út um leikinn um miðbik seinni hálfleiks þegar Emil Atlason skoraði þriðja mark gestanna eftir góðan undirbúning hjá Óla Val Ómarssyni. Skömmu áður hafði Emil Berger verið vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir groddaralega tæklingu. Stjörnumenn gerðu jafntefli við Skagamenn í fyrstu umferð deildarinnar og eru þar af leiðandi með fjögur stig en Leiknir er án stiga eftir tap gegn KA og nú Stjörnunni. Ágúst Þór: Flott frammistaða hjá öllu liðinu „Við byrjuðum leikinn vel og náðum undirtökunum strax í leiknum. Eftir að við komumst í 2-0 fannst mér Leiknir ná að pressa okkur aðeins neðarlega á völlinn og það var gott að vera með tveggja marka forskot í hálfeik," sagði Águst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, um frammistöðu lærisveina sinna. „Við náðum góðum skyndisóknum í leiknum og Ísak Andri og Adolf Daði áttu flottan leik. Ég var líka sáttur við innkomu Elísar Rafns í vinstri bakvörðinn og Daníel Laxdal þétti varnarleikinn inni á miðsvæðinu," sagði Ágúst Þór enn fremur. „Við náðum svo aftur tökum á leiknum þegar þeir verða einum færri og það var þægilegt að fá þriðja markið til að róa mann aðeins niður. Fjögur stig er fín uppskera eftir tvo leiki og frammistaðan í fyrstu tveimur leikjunum hefur verið góð," sagði hann. Sigurður Heiðar: Fannst skrýtin orka í Leiknisliðinu „Við byrjum leikinn mjög illa og mér fannst orkan í liðinu mjög skrýtin í fyrri hálfleik. Ég ætla nú ekki að fara að kenna vellinum um slæma spilamennsku okkar en það sást alveg að menn treysta sér ekki alveg til þess að spila á þann hátt sem við erum vanir að gera," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis. „Við komum af krafti inn í seinni hálfleikinn og mér fannst skiptingarnar bæta leik liðsins ólíkt því sem þær gerðu í leiknum gegn KA. Það gerði okkur svo auðvitað erfiðara fyrir að vera einum færri en ég er ánægður með baráttuna í seinni hálfleik," sagði þjálfarinn enn fremur. „Nú förum við til Eyja í blóðuga baráttu um stigin þrjú. Það er bara áfram gakk," sagði Leiknismaðurinn en Breiðhyltingar mæta ÍBV í næstu umferð. Liðin eru bæði stigalaus fyrir þá rimmu. Hverjir gerðu gæfumuninn? Kantmenn Stjörnunnar, þeir Adolf Daði og Ísak Andri, voru góðir í þessum leik og sköpuðu hvað eftir annað usla í vörn Leiknis. Jóhann Árni, sóknartengiliður Stjörnuliðsins, var svo lunkinn við að finna svæði milli miðju og varnar og skapa færi. Þá náðu Stjörnumenn betri tökum á því að spila sinn leikstíl á holóttum grasvelli Leiknismanna. Hvað gerist næst? Leiknismenn fara til Eyja eftir slétta viku en þar mætast tvö stigalaus lið. Stjarnan fær hins vegar Víking í heimsókn á mánudaginn eftir rúma viku. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Stjarnan
Stjarnan innbyrti sinn fyrsta sigur í Bestudeild karla í fótbolta þegar liðið vann sannfærandi 3-0 gegn Leikni í leik liðanna á Domusnova-vellinum í Breiðholtinu í kvöld. Leiknismenn fengu blauta tusku framan í andlitið strax á þriðju mínútu leiksins þegar Bjarki Aðalsteinsson braut á Adolfi Daða Birgissyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni og hefur hann skorað í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar í deildinni í sumar. Adolf Daði, sem fékk sæti í byrjunarliðinu í þessum leik var svo sjálfur á ferðinni þegar hann skilaði fyrirgjöf Ísaks Andra Sigurgeirssonar í netið af stuttu færi. Stjörnumenn gerðu svo út um leikinn um miðbik seinni hálfleiks þegar Emil Atlason skoraði þriðja mark gestanna eftir góðan undirbúning hjá Óla Val Ómarssyni. Skömmu áður hafði Emil Berger verið vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir groddaralega tæklingu. Stjörnumenn gerðu jafntefli við Skagamenn í fyrstu umferð deildarinnar og eru þar af leiðandi með fjögur stig en Leiknir er án stiga eftir tap gegn KA og nú Stjörnunni. Ágúst Þór: Flott frammistaða hjá öllu liðinu „Við byrjuðum leikinn vel og náðum undirtökunum strax í leiknum. Eftir að við komumst í 2-0 fannst mér Leiknir ná að pressa okkur aðeins neðarlega á völlinn og það var gott að vera með tveggja marka forskot í hálfeik," sagði Águst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, um frammistöðu lærisveina sinna. „Við náðum góðum skyndisóknum í leiknum og Ísak Andri og Adolf Daði áttu flottan leik. Ég var líka sáttur við innkomu Elísar Rafns í vinstri bakvörðinn og Daníel Laxdal þétti varnarleikinn inni á miðsvæðinu," sagði Ágúst Þór enn fremur. „Við náðum svo aftur tökum á leiknum þegar þeir verða einum færri og það var þægilegt að fá þriðja markið til að róa mann aðeins niður. Fjögur stig er fín uppskera eftir tvo leiki og frammistaðan í fyrstu tveimur leikjunum hefur verið góð," sagði hann. Sigurður Heiðar: Fannst skrýtin orka í Leiknisliðinu „Við byrjum leikinn mjög illa og mér fannst orkan í liðinu mjög skrýtin í fyrri hálfleik. Ég ætla nú ekki að fara að kenna vellinum um slæma spilamennsku okkar en það sást alveg að menn treysta sér ekki alveg til þess að spila á þann hátt sem við erum vanir að gera," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis. „Við komum af krafti inn í seinni hálfleikinn og mér fannst skiptingarnar bæta leik liðsins ólíkt því sem þær gerðu í leiknum gegn KA. Það gerði okkur svo auðvitað erfiðara fyrir að vera einum færri en ég er ánægður með baráttuna í seinni hálfleik," sagði þjálfarinn enn fremur. „Nú förum við til Eyja í blóðuga baráttu um stigin þrjú. Það er bara áfram gakk," sagði Leiknismaðurinn en Breiðhyltingar mæta ÍBV í næstu umferð. Liðin eru bæði stigalaus fyrir þá rimmu. Hverjir gerðu gæfumuninn? Kantmenn Stjörnunnar, þeir Adolf Daði og Ísak Andri, voru góðir í þessum leik og sköpuðu hvað eftir annað usla í vörn Leiknis. Jóhann Árni, sóknartengiliður Stjörnuliðsins, var svo lunkinn við að finna svæði milli miðju og varnar og skapa færi. Þá náðu Stjörnumenn betri tökum á því að spila sinn leikstíl á holóttum grasvelli Leiknismanna. Hvað gerist næst? Leiknismenn fara til Eyja eftir slétta viku en þar mætast tvö stigalaus lið. Stjarnan fær hins vegar Víking í heimsókn á mánudaginn eftir rúma viku. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti