Byrjaði 14 ára að syngja með Karlakór Hreppamanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2022 08:03 Kórfélagarnir í Karlakór Hreppamanna, Friðgeir 77 ára og Jómundur 15 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Jómundur Atli Bjarnason, sem var 14 ára þegar honum bauðst að syngja með Karlakór Hreppamanna var ekki lengi að slá til og segja já. Nú er hann nýorðinn 15 ára og er að að syngja á sínum fyrstu vortónleikum. 62 ár eru á milli hans og elsta kórfélagans. Karlakór Hreppamanna æfir í félagsheimilinu á Flúðum en kórinn er skipaður körlum úr uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi. Kórinn er fjölmennur og er alltaf létt yfir mönnum á æfingum. Stjórnandi er Atli Guðlaugsson og Sigurður Helgi Oddsson er undirleikari . Barnabarn Atla, Jómundur Atli byrjaði 14 ára að syngja með kórnum. Jómundur er lang, lang yngstur í kórnum en það munar 62 árum á honum og elsta félaganum, Friðgeir Stefánssyni frá Laugardalshólum í Bláskógabyggð. Hvernig er að vera svona ungur og syngja í karlakór? „Það er bara mjög gaman og gefandi og maður kynnist fullt af skemmtilegu körlum,“ segir Jómundur. En hvað er skemmtilegast við að vera í kór? „Það er bæði félagsskapurinn og svo að syngja saman, það er mjög gaman. Þetta er líka mikill félagsskapur, við förum til dæmis í reiðtúr á hverju ári,“ segir Friðgeir. Friðgeir og Jómundur Atli standa hlið við hlið á æfingum og á tónleikum, enda í sömu rödd.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna er mjög ánægður með að fá svona ungan og flottan strák í kórinn eins og Jómund Atla. „Það er bara mjög ánægjulegt. Það eru ekki allir karlakórar, sem geta státað af svona snillingi, við erum allir mjög ánægðir með það.“ Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreppamenn verða með þrenna vortónleika, m.a. í Selfosskirkju föstudagskvöldið 22. apríl og á Flúðum laugardagskvöldið 23. apríl. Formaðurinn lofar góðum tónleikum. „Já, þetta verður bara skemmtun á heimsmælikvarða eins og okkur er einum lagið,“ segir Bjarni Arnar, stoltur af kórnum sínum. Karlar úr uppsveitum Árnessýslu og víðar syngja með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kórinn er með þrenna vortónleikar vorið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Kórar Tónlist Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Karlakór Hreppamanna æfir í félagsheimilinu á Flúðum en kórinn er skipaður körlum úr uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi. Kórinn er fjölmennur og er alltaf létt yfir mönnum á æfingum. Stjórnandi er Atli Guðlaugsson og Sigurður Helgi Oddsson er undirleikari . Barnabarn Atla, Jómundur Atli byrjaði 14 ára að syngja með kórnum. Jómundur er lang, lang yngstur í kórnum en það munar 62 árum á honum og elsta félaganum, Friðgeir Stefánssyni frá Laugardalshólum í Bláskógabyggð. Hvernig er að vera svona ungur og syngja í karlakór? „Það er bara mjög gaman og gefandi og maður kynnist fullt af skemmtilegu körlum,“ segir Jómundur. En hvað er skemmtilegast við að vera í kór? „Það er bæði félagsskapurinn og svo að syngja saman, það er mjög gaman. Þetta er líka mikill félagsskapur, við förum til dæmis í reiðtúr á hverju ári,“ segir Friðgeir. Friðgeir og Jómundur Atli standa hlið við hlið á æfingum og á tónleikum, enda í sömu rödd.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna er mjög ánægður með að fá svona ungan og flottan strák í kórinn eins og Jómund Atla. „Það er bara mjög ánægjulegt. Það eru ekki allir karlakórar, sem geta státað af svona snillingi, við erum allir mjög ánægðir með það.“ Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreppamenn verða með þrenna vortónleika, m.a. í Selfosskirkju föstudagskvöldið 22. apríl og á Flúðum laugardagskvöldið 23. apríl. Formaðurinn lofar góðum tónleikum. „Já, þetta verður bara skemmtun á heimsmælikvarða eins og okkur er einum lagið,“ segir Bjarni Arnar, stoltur af kórnum sínum. Karlar úr uppsveitum Árnessýslu og víðar syngja með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kórinn er með þrenna vortónleikar vorið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Kórar Tónlist Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira