Opna sýninguna Lífsleikni: „Lítum aftur á þessi augnablik sem höfðu svo gríðarlega mikil áhrif á mörg okkar“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. apríl 2022 11:31 Listakonan Dýrfinna Benita Basalan ásamt sýningarstjóranum Björk Hrafnsdóttur. Hjördís Jónsdóttir/Aðsend Laugardaginn 23. apríl næstkomandi opnar sýning Dýrfinnu Benitu Basalan, Lífsleikni, í Listval, Hólmaslóð 6. View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Innblástur sýningarinnar fannst í skólastofunni, gömlum stílabókum og barnabókmenntum. Á sýningunni lítur Dýrfinna til baka á æskuna og tilfinningarnar sem fylgja því að sitja fastur í skólakerfi, dagdreyma og þrá frelsi. „Við fylgjum samt kerfinu og bíðum spennt eftir sumarfríinu, frelsinu, en eftir skólann tekur við ískaldur raunveruleikinn sem jafnast ekki á við ævintýralegu dagdraumana. Við lítum aftur á þessi augnablik sem höfðu svo gríðarlega mikil áhrif á mörg okkar.“ Gestir fá að vera þátttakendur Með verkum sínum hleypir Dýrfinna sýningargestum inn í draumkennda minningu þar sem kunnuglegir hlutir taka á sig skringilegri mynd. Hugmyndir Dýrfinnu hlutgerast í málverk, teikningar og skúlptúra úr stáli og við. Gestir sýningarinnar eru þátttakendur og geta speglað minningar sínar í verkunum og mögulega séð sitt eigið ferðalag í nýju ljósi. View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Útskriftarverk úr Listaháskólanum Ásamt Dýrfinnu komu Björk Hrafnsdóttir og Steinarr Ingólfsson að undirbúningi sýningarinnar, Björk sem sýningarstjóri og Steinarr í listrænu samstarfi við Dýrfinnu, auk þess að vera grafískur hönnuður. „Þessi sýning er útskriftarverkefnið mitt frá Listaháskóla Íslands þar sem ég hef verið í meistaranámi í sýningargerð,“ segir Björk en hún er einnig með bakgrunn í listfræði og hafði verið að vinna í kringum myndlist og tónlist í smá tíma. „Í útskriftarverkefninu mínu ákvað ég að vinna með einum listamanni að sýningu með nýjum verkum. Listrænt ferli listamannsins og möguleikinn að vera partur af því ferli er það sem heillar mig mest. Ég túlka líka curation mjög bókstaflega, en það tengist beint hugtökunum care / care-taking (umhyggja). Ég spurði Dýrfinnu hvort hún vildi vinna að nýrri sýningu með mér og þrátt fyrir að vera mjög upptekin sagði hún já!“ Björk Hrafnsdóttir og Dýrfinna Benita unnu með náin samtöl við sýninguna Lífsleikni.Hjördís Jónsdóttir/Aðsend Náið samstarf og mikilvæg samtöl Björk segir ástæðuna fyrir áhuga hennar á samstarfi með Dýrfinnu meðal annars hafi verið hversu líkar og ólíkar þær eru. „Ég vissi að ég gæti lært mikið af henni. Við vildum fá grafískan hönnuð með okkur í lið og þá stakk Dýrfinna strax upp á Steinari sem hún hefur unnið mikið með og er góður vinur hennar. Síðan þá hafa átt sér stað ótal samtöl og sýningin þróaðist smátt og smátt í sýninguna sem mun opna á laugardaginn.“ Ásamt því að vera öflug innan myndlistarsenunnar starfar Dýrfinna einnig sem tónlistarkona og gengur þá undir listamannsnafninu Countess Malaise. Hún og Steinarr hafa unnið náið saman að því verkefni og hafa í kjölfarið fylgst með hvort öðru blómstra á sínum sviðum. „Þegar ég byrjaði að búa til tónlist þá var ég svo heppin að eiga Steinarr að, því hann byrjaði það ferðalag með mér sem grafískur hönnuður Countess Malaise. Hann hjálpaði mér að byggja Countess Malaise og studdi við bakið á mér og gerir en þann í dag,“ segir Dýrfinna og bætir við: „Steinarr er einn af mínum bestu vinum og ég elska og dái hann og hans listaverk.“ Björk, Dýrfinna og Steinarr, teiknuð af Dýrfinnu sjálfri.Aðsend Reynsla og upplifun af skólakerfinu Björk segir samstarfið hafa gengið gríðarlega vel og samtölin haft mikil áhrif á það. „Dýrfinna byrjaði snemma að tala um skólakerfið og hennar reynslu af því. Þrátt fyrir að hafa mjög ólíka reynslu af skólanum þá þótti okkur báðum skemmtilegast í smíði og myndmennt en með tímanum á meðan ég fór að efast um myndlistar hæfileika mína (mögulega skynsamlegar efasemdir en hver veit) og byrjaði að fókusa á bóklegt nám þá fann Dýrfinna sig meira í myndlistinni.“ „Bækurnar, stílabækurnar og fleiri hlutir voru fullir af teikningum og kroti. Ég vildi ekki gera neitt annað en teikna og krota. Kannski er það út af því að ég var léleg í námi, kannski út af því ég er með ADHD eða kannski út af því að ég er born to make art,“ segir Dýrfinna. Dýrfinna Benita er fædd til að skapa list. Hjördís Jónsdóttir/Aðsend Lífið kemur sífellt á óvart Sýningin stendur til fyrsta maí og fer fram í sýningarrými Listvals að Hólmaslóð 6. Að lokum segist Björk telja að margir muni geta tengt við þessa sýningu. „Mér finnst svolítið skemmtilegt að setja upp sýningu sem fjallar að hluta til um grunnskóla sem útskriftarverkefni í meistaranámi. Ég fór að rifja upp hvernig ég hélt að líf mitt yrði þegar ég var í grunnskóla og hvort það sé eitthvað sambærilegt lífi mínu í dag. Shocker! Það er það alls ekki, haha. Mér finnst líka áhugavert að við erum öll þrjú alveg að verða þrítug. Kannski er þetta sona tri-life crisis. Ég er allavega ennþá að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Í augnablikinu er það sýningarstjóri.“ Menning Myndlist Tengdar fréttir „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Innblástur sýningarinnar fannst í skólastofunni, gömlum stílabókum og barnabókmenntum. Á sýningunni lítur Dýrfinna til baka á æskuna og tilfinningarnar sem fylgja því að sitja fastur í skólakerfi, dagdreyma og þrá frelsi. „Við fylgjum samt kerfinu og bíðum spennt eftir sumarfríinu, frelsinu, en eftir skólann tekur við ískaldur raunveruleikinn sem jafnast ekki á við ævintýralegu dagdraumana. Við lítum aftur á þessi augnablik sem höfðu svo gríðarlega mikil áhrif á mörg okkar.“ Gestir fá að vera þátttakendur Með verkum sínum hleypir Dýrfinna sýningargestum inn í draumkennda minningu þar sem kunnuglegir hlutir taka á sig skringilegri mynd. Hugmyndir Dýrfinnu hlutgerast í málverk, teikningar og skúlptúra úr stáli og við. Gestir sýningarinnar eru þátttakendur og geta speglað minningar sínar í verkunum og mögulega séð sitt eigið ferðalag í nýju ljósi. View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Útskriftarverk úr Listaháskólanum Ásamt Dýrfinnu komu Björk Hrafnsdóttir og Steinarr Ingólfsson að undirbúningi sýningarinnar, Björk sem sýningarstjóri og Steinarr í listrænu samstarfi við Dýrfinnu, auk þess að vera grafískur hönnuður. „Þessi sýning er útskriftarverkefnið mitt frá Listaháskóla Íslands þar sem ég hef verið í meistaranámi í sýningargerð,“ segir Björk en hún er einnig með bakgrunn í listfræði og hafði verið að vinna í kringum myndlist og tónlist í smá tíma. „Í útskriftarverkefninu mínu ákvað ég að vinna með einum listamanni að sýningu með nýjum verkum. Listrænt ferli listamannsins og möguleikinn að vera partur af því ferli er það sem heillar mig mest. Ég túlka líka curation mjög bókstaflega, en það tengist beint hugtökunum care / care-taking (umhyggja). Ég spurði Dýrfinnu hvort hún vildi vinna að nýrri sýningu með mér og þrátt fyrir að vera mjög upptekin sagði hún já!“ Björk Hrafnsdóttir og Dýrfinna Benita unnu með náin samtöl við sýninguna Lífsleikni.Hjördís Jónsdóttir/Aðsend Náið samstarf og mikilvæg samtöl Björk segir ástæðuna fyrir áhuga hennar á samstarfi með Dýrfinnu meðal annars hafi verið hversu líkar og ólíkar þær eru. „Ég vissi að ég gæti lært mikið af henni. Við vildum fá grafískan hönnuð með okkur í lið og þá stakk Dýrfinna strax upp á Steinari sem hún hefur unnið mikið með og er góður vinur hennar. Síðan þá hafa átt sér stað ótal samtöl og sýningin þróaðist smátt og smátt í sýninguna sem mun opna á laugardaginn.“ Ásamt því að vera öflug innan myndlistarsenunnar starfar Dýrfinna einnig sem tónlistarkona og gengur þá undir listamannsnafninu Countess Malaise. Hún og Steinarr hafa unnið náið saman að því verkefni og hafa í kjölfarið fylgst með hvort öðru blómstra á sínum sviðum. „Þegar ég byrjaði að búa til tónlist þá var ég svo heppin að eiga Steinarr að, því hann byrjaði það ferðalag með mér sem grafískur hönnuður Countess Malaise. Hann hjálpaði mér að byggja Countess Malaise og studdi við bakið á mér og gerir en þann í dag,“ segir Dýrfinna og bætir við: „Steinarr er einn af mínum bestu vinum og ég elska og dái hann og hans listaverk.“ Björk, Dýrfinna og Steinarr, teiknuð af Dýrfinnu sjálfri.Aðsend Reynsla og upplifun af skólakerfinu Björk segir samstarfið hafa gengið gríðarlega vel og samtölin haft mikil áhrif á það. „Dýrfinna byrjaði snemma að tala um skólakerfið og hennar reynslu af því. Þrátt fyrir að hafa mjög ólíka reynslu af skólanum þá þótti okkur báðum skemmtilegast í smíði og myndmennt en með tímanum á meðan ég fór að efast um myndlistar hæfileika mína (mögulega skynsamlegar efasemdir en hver veit) og byrjaði að fókusa á bóklegt nám þá fann Dýrfinna sig meira í myndlistinni.“ „Bækurnar, stílabækurnar og fleiri hlutir voru fullir af teikningum og kroti. Ég vildi ekki gera neitt annað en teikna og krota. Kannski er það út af því að ég var léleg í námi, kannski út af því ég er með ADHD eða kannski út af því að ég er born to make art,“ segir Dýrfinna. Dýrfinna Benita er fædd til að skapa list. Hjördís Jónsdóttir/Aðsend Lífið kemur sífellt á óvart Sýningin stendur til fyrsta maí og fer fram í sýningarrými Listvals að Hólmaslóð 6. Að lokum segist Björk telja að margir muni geta tengt við þessa sýningu. „Mér finnst svolítið skemmtilegt að setja upp sýningu sem fjallar að hluta til um grunnskóla sem útskriftarverkefni í meistaranámi. Ég fór að rifja upp hvernig ég hélt að líf mitt yrði þegar ég var í grunnskóla og hvort það sé eitthvað sambærilegt lífi mínu í dag. Shocker! Það er það alls ekki, haha. Mér finnst líka áhugavert að við erum öll þrjú alveg að verða þrítug. Kannski er þetta sona tri-life crisis. Ég er allavega ennþá að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Í augnablikinu er það sýningarstjóri.“
Menning Myndlist Tengdar fréttir „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30