Sex dæmdir til dauða og 82 í fangelsi fyrir grimmilegt morð Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2022 10:10 Nokkrir af mönnunum sem dæmdir voru í gær. Margir þeirra sem tóku þátt í ódæðinu tóku það upp á myndband og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. AP/Aftab Rizvi Sex menn voru í gær dæmdir til dauða í Pakistan og tugir voru dæmdir í fangelsi fyrir morð. Í desember í fyrra myrti æstur múgur mann frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast. Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot og hafði hann tekið niður plaköt með nafni Múhameðs spámanns sem höfðu verið hengd upp á verksmiðjuna. Það gerði hann vegna þess að til stóð að þrífa veggina en var hann sakaður um guðlast. Æstur múgur mætti á staðinn og var Diyawadana dreginn út og barinn til dauða. Lík hans var síðan brennt út á götu. Margir sem tóku þátt í morðinu tóku það upp á myndbönd og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. Krufning leiddi í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. 88 af 89 sakborningum voru dæmdir í gær. Eins og áður segir voru sex dæmdir til dauða, níu voru dæmdir til lífstíðarfangelsis og hinir voru dæmdir í tveggja til fimm ára fangelsi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Imran Khan, forsætisráðherra, sagði morð Diyawadana skammarlegt fyrir Pakistan. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan. Þá hefur því oft verið haldið fram að ásökunum um guðlast sé beitt í persónulegum deilum fólks. Í frétt DW er bent á að 26 ára kona hafi í janúar verið dæmd til dauða fyrir að dreifa mynd af Múhameð á WhatsApp. Þá réðst æstur múgur á mann sem á við geðræn veikindi að stríða í afskekktu þorpi í Pakistan og grýtti hann til dauða. Sá hafði verið sakaður um að brenna Kóraninn. Árið 2014 var kristið par myrt og lík þeirra brennd eftir að þau voru ranglega sökuð um að hafa vanvirt Kóraninn. Pakistan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot og hafði hann tekið niður plaköt með nafni Múhameðs spámanns sem höfðu verið hengd upp á verksmiðjuna. Það gerði hann vegna þess að til stóð að þrífa veggina en var hann sakaður um guðlast. Æstur múgur mætti á staðinn og var Diyawadana dreginn út og barinn til dauða. Lík hans var síðan brennt út á götu. Margir sem tóku þátt í morðinu tóku það upp á myndbönd og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. Krufning leiddi í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. 88 af 89 sakborningum voru dæmdir í gær. Eins og áður segir voru sex dæmdir til dauða, níu voru dæmdir til lífstíðarfangelsis og hinir voru dæmdir í tveggja til fimm ára fangelsi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Imran Khan, forsætisráðherra, sagði morð Diyawadana skammarlegt fyrir Pakistan. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan. Þá hefur því oft verið haldið fram að ásökunum um guðlast sé beitt í persónulegum deilum fólks. Í frétt DW er bent á að 26 ára kona hafi í janúar verið dæmd til dauða fyrir að dreifa mynd af Múhameð á WhatsApp. Þá réðst æstur múgur á mann sem á við geðræn veikindi að stríða í afskekktu þorpi í Pakistan og grýtti hann til dauða. Sá hafði verið sakaður um að brenna Kóraninn. Árið 2014 var kristið par myrt og lík þeirra brennd eftir að þau voru ranglega sökuð um að hafa vanvirt Kóraninn.
Pakistan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira