Arnar: Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg Sverrir Mar Smárason skrifar 18. apríl 2022 22:37 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með endurkomu sinna manna í dag en Víkingur kom til baka og vann FH 2-1 eftir að hafa lent undir eftir aðeins 30 sekúndur í leiknum. „Þetta var mikil taugaspenna og við vorum bara í sjokki eftir fyrstu sekúndurnar. Við brugðumst vel við. Mér fannst við koma vel inn í leikinn, svo náðum við 2-1 og þá ósjálfrátt fórum við að gefa aðeins eftir. Ingvar bjargaði okkur einu sinni og FH-ingarnir voru bara sterkir. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir en við svolítið spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim. En ég er gríðarlega ánægður að ná fyrsta sigrinum því þetta er gríðarlega mikilvægt. Þetta er bara eins og þegar beljunum er hleypt út á vorinn, menn eru taugaspenntir og við þekkjum þetta allir. Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg. Ég sagði við strákana í hálfleik að við höfum staðist sterkari prófraun en þetta og ég er bara mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar. Arnar var helst ánægður með viljastyrk og karakter sinna manna í dag. „Við vorum með ungt lið og höfum oftast ekkert kvartað þegar einhverja hefur vantað en við söknuðum Pablo á miðjunni og við söknuðum fleiri manna frá til dæmis bikarúrslitaleiknum í fyrra. Við vorum með unga stráka í dag. Ari var frábær. Fyrst og fremst ánægður með karakterinn og sigurviljann í liðinu að láta ekki þessa erfiðu byrjun slá sig út af laginu,“ sagði Arnar. Flestir tóku eftir því að Nikolaj Hansen, besti og markahæsti leikmaður síðasta tímabils, var ekki í byrjunarliðinu í dag. Arnar segir hann og fleiri ekki vera meidda í dag en hafa átt erfitt með meiðsli í vetur. „Hann er bara búinn að vera að ströggla í vetur með að ná fitness og sömuleiðis Birnir. Menn hafa verið að meiðast, fá covid og að droppa út og inn. Liðið sem við byrjuðum með í dag snerist um að að hafa fit stráka og mögulega var sárt fyrir Helga að vera tekinn útaf strax eftir að hafa skorað. Ég bjóst við að fá ferskari fætur inn en þá byrjuðum við að bakka of mikið. Þetta er óþægilegt að byrja að bakka svona og vilja halda fengnum hlut af því að það er líka ekki okkar stíll,“ sagði Arnar. Víkingar fara upp á Skaga í næstu umferð þar sem Arnar hóf sinn leikmannaferil. Arnar segir það mikilvægt að sækja stig á Akranes. „Ég segi það við strákana á hverju ári að ef þú ætlar að vinna eitthvað á Íslandi hvort sem þér líkar það betur eða verr að þá þarftu að fara upp á Skaga og ná í úrslit, ég trúi þessu ennþá og það verður barið í strákana næstu vikuna,“ sagði Arnar að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
„Þetta var mikil taugaspenna og við vorum bara í sjokki eftir fyrstu sekúndurnar. Við brugðumst vel við. Mér fannst við koma vel inn í leikinn, svo náðum við 2-1 og þá ósjálfrátt fórum við að gefa aðeins eftir. Ingvar bjargaði okkur einu sinni og FH-ingarnir voru bara sterkir. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir en við svolítið spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim. En ég er gríðarlega ánægður að ná fyrsta sigrinum því þetta er gríðarlega mikilvægt. Þetta er bara eins og þegar beljunum er hleypt út á vorinn, menn eru taugaspenntir og við þekkjum þetta allir. Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg. Ég sagði við strákana í hálfleik að við höfum staðist sterkari prófraun en þetta og ég er bara mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar. Arnar var helst ánægður með viljastyrk og karakter sinna manna í dag. „Við vorum með ungt lið og höfum oftast ekkert kvartað þegar einhverja hefur vantað en við söknuðum Pablo á miðjunni og við söknuðum fleiri manna frá til dæmis bikarúrslitaleiknum í fyrra. Við vorum með unga stráka í dag. Ari var frábær. Fyrst og fremst ánægður með karakterinn og sigurviljann í liðinu að láta ekki þessa erfiðu byrjun slá sig út af laginu,“ sagði Arnar. Flestir tóku eftir því að Nikolaj Hansen, besti og markahæsti leikmaður síðasta tímabils, var ekki í byrjunarliðinu í dag. Arnar segir hann og fleiri ekki vera meidda í dag en hafa átt erfitt með meiðsli í vetur. „Hann er bara búinn að vera að ströggla í vetur með að ná fitness og sömuleiðis Birnir. Menn hafa verið að meiðast, fá covid og að droppa út og inn. Liðið sem við byrjuðum með í dag snerist um að að hafa fit stráka og mögulega var sárt fyrir Helga að vera tekinn útaf strax eftir að hafa skorað. Ég bjóst við að fá ferskari fætur inn en þá byrjuðum við að bakka of mikið. Þetta er óþægilegt að byrja að bakka svona og vilja halda fengnum hlut af því að það er líka ekki okkar stíll,“ sagði Arnar. Víkingar fara upp á Skaga í næstu umferð þar sem Arnar hóf sinn leikmannaferil. Arnar segir það mikilvægt að sækja stig á Akranes. „Ég segi það við strákana á hverju ári að ef þú ætlar að vinna eitthvað á Íslandi hvort sem þér líkar það betur eða verr að þá þarftu að fara upp á Skaga og ná í úrslit, ég trúi þessu ennþá og það verður barið í strákana næstu vikuna,“ sagði Arnar að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08