Hrútskýringar Bankasýslu ríkisins á lokuðu útboði hlutabréfa í Íslandsbanka Erna Bjarnadóttir skrifar 14. apríl 2022 11:31 Hámhorf vikunnar hefur óneitanlega verið fréttaflutningur af eftiráskýringum ráðherra ríkisstjórnarinnar og forsvarsmanna Bankasýslunnar á lokuðu útboði hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Í frétt á Stundinni í morgun, 14. apríl, https://stundin.is/grein/15106/bankasyslan-veitti-soluadilum-sjalfdaemi-vid-solu-hlutabrefa-i-islandsbanka/, segir: „Forstjóri Bankasýslu ríkisins, Jón Gunnar Jónsson, segir að treysta þurfi bönkum og verðbréfabréfafyrirtækjum sem sjá um útboð á hlutabréfum fyrir íslenska ríkið.“ Jahá! Hefur sami forstjóri kannað hvort það segi eitthvað um það í lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum (nr. 155/2012). Þar segir skýrt: „3. gr. Meginreglur við sölumeðferð.Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Í 4. grein sömu laga segir síðan að Bankasýsla ríkisins sjái um slíka sölu. Það er því skýrt að ábyrgðin á framkvæmdinni er Bankasýslunnar. Hún getur ekki vísað henni „út í bæ“, hvorki á skiptiborðið í regluvörslu Íslandsbanka né kaffivélar verðbréfamiðlara. Forstjórinn virðist hins vegar bregða á það ráð í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, (https://www.visir.is/g/20222248416d/mikill-hagsmunaarekstur-og-vonbrigdi-ef-radgjafar-keyptu-i-utbodinu?fbclid=IwAR3h-uKzwEik_6iYuc8IJJ8sk3sV-TkWDOBz9vowaa3ff-b5HM1fNPP5Qf8). Í fréttinni segir m.a.: „Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna.“ Hann gefur jafnvel til kynna að Bankasýslan kunni að setja fram „...kröfur í samræmi við þá góðu stjórnsýsluhætti og viðskiptahætti sem okkur ber að viðhafa.“ Það var og! Samt leyfir forstjórinn sér að hafna því að það hafi verið annmarkar á sölunni af hálfu Bankasýslunnar. En átti ekki einmitt Bankasýslan að tryggja að ekki kæmi til hagsmunaárekstra eða þess að orðspor „fyrirtækjanna“ skaðaðist. Hlutverk Bankasýslunnar er skýrt að lögum Í fyrrnefndri frétt Stundarinnar segir að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi nú m.a. til skoðunar skilgreiningu á fagfjárfestum hafi verið breytt í aðdraganda útboðsins. En hefði ekki einmitt Bankasýslan átt að fara yfir skilgreiningar þeirra sem önnuðust söluna fyrirfram og mögulega setja eigin viðmið til að ná markmiðum sölunnar? Það síðan að það þurfi að vera til skoðunar hvort reglur um innherjaviðskipti hafi verið brotnar er grafalvarlegt. Þá virðist sem kaupendur hlutabréfa hafi í einhverjum tilfellum fengið lán til kaupanna, jafnvel hjá fjármálastofnunum sem önnuðust söluna. Slíkt kann að vera löglegt en stendur fráleitt öllum til boða. Stangast það mögulega á við fyrrnefnda 3. gr. laga nr. 155/2012? Almenningur sem keypti í fyrra útboði á bréfum í bankanum greiddi í þeim tilvikum sem ég þekki til, fyrir þau með hefðbundinni millifærslu í heimabanka. Það er Bankasýslan sem átti að tryggja að salan stæðist þau markmið sem tilgreind eru í 3. grein laga nr. 155/2012. Úrval hrútskýringa Ein eftirtektarverðasta hrútskýring Bankasýslunnar er að „engin veruleg hindrun“ hafi staðið í veginum fyrir því að „óska eftir þátttöku“ í útboðinu. Það hefur þó verið staðfest að haft var sérstaklega samband við suma þeirra fjárfesta sem þátt tóku í útboðinu. Það er regin munur á því eða því að „óska eftir“ þátttöku. Af sama meiði eru eftiráskýringar um nauðsyn þess að hafa litla fjárfesta með í þessu útboði. Fyrir liggur að hlutahafar skiptu þúsundum þegar útboðið fór fram og óþarft að hafa fleiri orð um það. Þá vekur það óneitanlega athygli að stjórnarformaður Bankasýslunnar situr í stjórn fyrirtækis sem keypti hlutabréf í útboðinu. Umboðskeðjan er hluti stjórnsýslunnar Forstjóri Bankasýslunnar er kominn út á berangur í málsvörn sinni. Hann virðist lítt meðvitaður um hlutverk sitt að framkvæma stefnu umbjóðanda síns, fjármálaráðherra. Bankasýslan er hluti af umboðskeðju stjórnsýslunnar. Hún reyndar er í mörgum tilvikum margslungin því stefna á tilteknu málefnasviði getur átt rætur í mörgum stefnuskjölum. Það er hins vegar grundvallaratriði að hver hlekkur í keðjunni sé sterkur og að fulltrúar hennar ræki skyldur sínar. Þar þarf til að koma bæði pólitísk forysta og þekking umboðsmanna í keðjunni á hlutverki sínu. Nú kveður hins vegar svo rammt við að hver bendir á annan. Ráðherrarláta fjölmiðla ekki ná í sig (eða eru [til vara] úti að aka á beinskiptum bíl og geta ekki tekið símann). Forstjóri Bankasýslunnar bendir á regluvörð sem vísast bendir á kaffivélina. Það hefur verið eitthvað rammt bragð af kaffinu „þann daginn“. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi með diplóma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Salan á Íslandsbanka Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hámhorf vikunnar hefur óneitanlega verið fréttaflutningur af eftiráskýringum ráðherra ríkisstjórnarinnar og forsvarsmanna Bankasýslunnar á lokuðu útboði hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Í frétt á Stundinni í morgun, 14. apríl, https://stundin.is/grein/15106/bankasyslan-veitti-soluadilum-sjalfdaemi-vid-solu-hlutabrefa-i-islandsbanka/, segir: „Forstjóri Bankasýslu ríkisins, Jón Gunnar Jónsson, segir að treysta þurfi bönkum og verðbréfabréfafyrirtækjum sem sjá um útboð á hlutabréfum fyrir íslenska ríkið.“ Jahá! Hefur sami forstjóri kannað hvort það segi eitthvað um það í lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum (nr. 155/2012). Þar segir skýrt: „3. gr. Meginreglur við sölumeðferð.Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Í 4. grein sömu laga segir síðan að Bankasýsla ríkisins sjái um slíka sölu. Það er því skýrt að ábyrgðin á framkvæmdinni er Bankasýslunnar. Hún getur ekki vísað henni „út í bæ“, hvorki á skiptiborðið í regluvörslu Íslandsbanka né kaffivélar verðbréfamiðlara. Forstjórinn virðist hins vegar bregða á það ráð í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, (https://www.visir.is/g/20222248416d/mikill-hagsmunaarekstur-og-vonbrigdi-ef-radgjafar-keyptu-i-utbodinu?fbclid=IwAR3h-uKzwEik_6iYuc8IJJ8sk3sV-TkWDOBz9vowaa3ff-b5HM1fNPP5Qf8). Í fréttinni segir m.a.: „Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna.“ Hann gefur jafnvel til kynna að Bankasýslan kunni að setja fram „...kröfur í samræmi við þá góðu stjórnsýsluhætti og viðskiptahætti sem okkur ber að viðhafa.“ Það var og! Samt leyfir forstjórinn sér að hafna því að það hafi verið annmarkar á sölunni af hálfu Bankasýslunnar. En átti ekki einmitt Bankasýslan að tryggja að ekki kæmi til hagsmunaárekstra eða þess að orðspor „fyrirtækjanna“ skaðaðist. Hlutverk Bankasýslunnar er skýrt að lögum Í fyrrnefndri frétt Stundarinnar segir að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi nú m.a. til skoðunar skilgreiningu á fagfjárfestum hafi verið breytt í aðdraganda útboðsins. En hefði ekki einmitt Bankasýslan átt að fara yfir skilgreiningar þeirra sem önnuðust söluna fyrirfram og mögulega setja eigin viðmið til að ná markmiðum sölunnar? Það síðan að það þurfi að vera til skoðunar hvort reglur um innherjaviðskipti hafi verið brotnar er grafalvarlegt. Þá virðist sem kaupendur hlutabréfa hafi í einhverjum tilfellum fengið lán til kaupanna, jafnvel hjá fjármálastofnunum sem önnuðust söluna. Slíkt kann að vera löglegt en stendur fráleitt öllum til boða. Stangast það mögulega á við fyrrnefnda 3. gr. laga nr. 155/2012? Almenningur sem keypti í fyrra útboði á bréfum í bankanum greiddi í þeim tilvikum sem ég þekki til, fyrir þau með hefðbundinni millifærslu í heimabanka. Það er Bankasýslan sem átti að tryggja að salan stæðist þau markmið sem tilgreind eru í 3. grein laga nr. 155/2012. Úrval hrútskýringa Ein eftirtektarverðasta hrútskýring Bankasýslunnar er að „engin veruleg hindrun“ hafi staðið í veginum fyrir því að „óska eftir þátttöku“ í útboðinu. Það hefur þó verið staðfest að haft var sérstaklega samband við suma þeirra fjárfesta sem þátt tóku í útboðinu. Það er regin munur á því eða því að „óska eftir“ þátttöku. Af sama meiði eru eftiráskýringar um nauðsyn þess að hafa litla fjárfesta með í þessu útboði. Fyrir liggur að hlutahafar skiptu þúsundum þegar útboðið fór fram og óþarft að hafa fleiri orð um það. Þá vekur það óneitanlega athygli að stjórnarformaður Bankasýslunnar situr í stjórn fyrirtækis sem keypti hlutabréf í útboðinu. Umboðskeðjan er hluti stjórnsýslunnar Forstjóri Bankasýslunnar er kominn út á berangur í málsvörn sinni. Hann virðist lítt meðvitaður um hlutverk sitt að framkvæma stefnu umbjóðanda síns, fjármálaráðherra. Bankasýslan er hluti af umboðskeðju stjórnsýslunnar. Hún reyndar er í mörgum tilvikum margslungin því stefna á tilteknu málefnasviði getur átt rætur í mörgum stefnuskjölum. Það er hins vegar grundvallaratriði að hver hlekkur í keðjunni sé sterkur og að fulltrúar hennar ræki skyldur sínar. Þar þarf til að koma bæði pólitísk forysta og þekking umboðsmanna í keðjunni á hlutverki sínu. Nú kveður hins vegar svo rammt við að hver bendir á annan. Ráðherrarláta fjölmiðla ekki ná í sig (eða eru [til vara] úti að aka á beinskiptum bíl og geta ekki tekið símann). Forstjóri Bankasýslunnar bendir á regluvörð sem vísast bendir á kaffivélina. Það hefur verið eitthvað rammt bragð af kaffinu „þann daginn“. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi með diplóma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun