„Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2022 18:14 Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var glaðbeittur eftir sigurinn. Stöð 2 Sport Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Þetta var erfiður leikur og þetta var baráttuleikur,“ sagði Þorsteinn að leik loknum. „Við vissum alveg að þær eru líkamlega sterkar og að við þyrftum að hafa virkilega fyrir þeim og að þetta yrði leikur sem yrði „tough“ fyrir okkur. Ég er bara gríðarlega stoltur að hafa haldið þeim í núllinu hérna og ég var mjög bjartsýnn á það að við myndum skora og við gerðum það, sem betur fer. Svo náðum við að þröngva þessu í gegn.“ Tékkneska liðið skapaði litla sem enga hættu fyrir framan íslenska markið lengst af í leiknum og Þorsteinn segist vera virkilega ánægður með varnarvinnu liðsins í dag. „Við vorum „solid“ varnarlega og Sandra var góð í markinu. Allt liðið spilaði vel varnarlega. Þær voru ekkert að opna okkur og það kom okkur ekkert á óvart hvernig þær voru að spila á móti okkur.“ „En þær náðu aðeins að þrýsta á okkur kannski seinustu tuttugu mínúturnar og við náðum ekki alveg að spila út úr því. Við hefðum getað gert betur í að losa því við fengum oft fínar stöður, en svo var sendingin að klikka og eitthvað svoleiðis. En ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið.“ Nú þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni situr íslenska liðið á toppnum með eins stigs forskot á Hollendinga sem sitja í öðru sæti. Liðin mætast í september og þar er í raun hægt að tala um hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti á HM. „Það var svo sem stefnan allan tímann. Við ætluðum að fara í úrslitaleik í Hollandi og það tókst allavega eins og staðan er í dag. Við þurfum að vinna Hvít-Rússa og síðan förum við til Hollands og spilum til sigurs þar,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórs eftir leik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
„Að sjálfsögðu. Þetta var erfiður leikur og þetta var baráttuleikur,“ sagði Þorsteinn að leik loknum. „Við vissum alveg að þær eru líkamlega sterkar og að við þyrftum að hafa virkilega fyrir þeim og að þetta yrði leikur sem yrði „tough“ fyrir okkur. Ég er bara gríðarlega stoltur að hafa haldið þeim í núllinu hérna og ég var mjög bjartsýnn á það að við myndum skora og við gerðum það, sem betur fer. Svo náðum við að þröngva þessu í gegn.“ Tékkneska liðið skapaði litla sem enga hættu fyrir framan íslenska markið lengst af í leiknum og Þorsteinn segist vera virkilega ánægður með varnarvinnu liðsins í dag. „Við vorum „solid“ varnarlega og Sandra var góð í markinu. Allt liðið spilaði vel varnarlega. Þær voru ekkert að opna okkur og það kom okkur ekkert á óvart hvernig þær voru að spila á móti okkur.“ „En þær náðu aðeins að þrýsta á okkur kannski seinustu tuttugu mínúturnar og við náðum ekki alveg að spila út úr því. Við hefðum getað gert betur í að losa því við fengum oft fínar stöður, en svo var sendingin að klikka og eitthvað svoleiðis. En ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið.“ Nú þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni situr íslenska liðið á toppnum með eins stigs forskot á Hollendinga sem sitja í öðru sæti. Liðin mætast í september og þar er í raun hægt að tala um hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti á HM. „Það var svo sem stefnan allan tímann. Við ætluðum að fara í úrslitaleik í Hollandi og það tókst allavega eins og staðan er í dag. Við þurfum að vinna Hvít-Rússa og síðan förum við til Hollands og spilum til sigurs þar,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórs eftir leik
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira