Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2022 13:14 Rafhlaupahjólin njóta vaxandi vinsælda hér á landi. Vísir Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu starfshópsins sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Starfshópurinn hefur það hlutverk að kortleggja stöðu smáfarartækja hér á landi og vinna tillögur til ráðherra að úrbótum. Átti hópurinn að gera tillögur um aðgerðir sem miða að því að búnaður, umhverfi og notkun smáfarartækja séu örugg. „Dæmi um slík tæki eru rafhlaupahjól sem njóta mikilla vinsælda á Íslandi. Umfjöllun starfshópsins miðast að miklu leyti við rafhlaupahjól,“ segir í skýrslunni um skilgreiningu á smáfarartækjum. Rafhlaupahjólin hafa notið mikilla vinsælda, eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma. Í skýrsludrögunum kemur fram að reiknað sé með að farnar verði 2,5 milljónir ferðir með slíkum leigðum rafhlaupahjólum og fimm til níu milljónir ferðir með slíkum tækjum í einkaeigu. Í skýrsludrögunum er nefnt að að notkun slíkra tækja feli í sér áskoranir. „Slys eru algeng og árið 2021 var hlutfall þeirra sem voru árafhlaupahjóli meðal alvarlega slasaðra skyndilega orðið 17% en akstur á rafhlaupahjólum er innan við 1% afallri umferð. Eitt banaslys varð á árinu þar sem rafhlaupahjól kom við sögu, það fyrsta hér á landi. Þessi óvænta breyting verður til þess að 42% alvarlega slasaðra í umferð árið 2021 voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli,“ segir í skýrsludrögunum. Stór hluti þessara slysa eigi sér stað seint um kvöld eða nætur á föstudögum og laugardögum. Vísað er í rannsókn neyðarmótttöku Landspítalans þar sem kemur fram að ölvun sé áberandi hjá þessum hópi slasaðra. Þá er nefnt að æskilegt sé að bregðast við hvað varðar aflmikil rafhlaupahjól, sem með einfaldri breytingu getaekið á hraða sem er þrefalt hærri en sá hraði sem þeim er ætlað að ná. „Engin samleið er með umferð gangandi vegfarenda og rafhlaupahjóla sem aka á 70 km/klst. hraða,“ að því er fram kemur í skýrsludrögunum. Starfshópurinn leggur til sex tillögur til úrbóta, sem eru eftirfarandi: 1. Ölvun ökumanna: Nýr ökutækjaflokkur smáfarartækja verði innleiddur í umferðarlög. Í reglugerð verði að finna nánari flokkun smáfarartækja eftir gerð og eiginleikum. Refsivert verði að stjórna smáfarartæki ef magn áfengis er meira en 0,5 ‰ í blóði ökumanna, eða 25 mg vínanda í hverjum lítra lofts. Sektir vegna brota verði hækkaðar í forvarnarskyni og miðað við að ljúka málum á staðnum með greiðslu sektar, fremur en að handtaka ökumenn og færa á lögreglustöð til skýrslutöku og blóðrannsóknar, ef hjá því verður komist. 2. Aldur ökumanna: Aldursmörk ökumanna aflknúinna smáfarartækja verði 13 ár en hjálmaskylda miðist við yngri en 16 ára. 3. Hámarkshraði ökutækja: Sett verði mörk á afl smáfarartækja með það að markmiði að mögulegur hámarkshraði þeirra fari ekki yfir 25 km/klst. Hámarksafl aflknúinna smáfarartækja verði 1.000 W. Hjól sem eru yfir settum mörkum verði ekki leyfileg í umferð. 4. Almennt bann við því að breyta hámarkshraða: Lagt verði bann við breytingum á hraðastillingum aflknúinna hlaupahjóla og rafmagnsreiðhjóla. 5. Færni ungmenna í umferð: Í 112. grein umferðarlaga segir að umferðarfræðsla skuli fara fram í leik-, grunn- og framhaldsskólum og að ráðherra sem fer með fræðslumál ákveðið nánari tilhögun fræðslu í aðalnámskrá. Til að tryggja fylgni við lög er lagt til að ráðherra beiti sér fyrir því að umferðarfræðsla verði hluti af aðalnámsskrá líkt og lög kveða á um. 6. Akstur á götum: Ef tillögur verkefnishópsins hvað varðar ölvun við akstur og aldursmörk ganga eftir telur verkefnishópurinn að leyfa skuli akstur rafknúinna smáfarartækja í almennri umferð á vegum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. eða lægri, enda getur veghaldari lagt sérstakt bann við umferð þeirra á einstökum vegum eða vegköflum, sé ástæða til. Skýrsludrögin má finna hér en frestur til að senda inn umsögn rennur út 25. apríl næstkomandi. Rafhlaupahjól Stjórnsýsla Samgöngur Samgönguslys Næturlíf Tengdar fréttir Slys vegna rafskútu hafi verið fyrirsjáanlegt Einstaklingur var fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að hafa hjólað á rafhlaupahjól á níunda tímanum í morgun. Formaður Reiðhjólabænda segir slysið hafa verið fyrirsjáanlegt. 21. janúar 2022 18:36 „Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“ Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga. 29. nóvember 2021 20:00 Áttatíu fleiri alvarleg rafhlaupahjólaslys í ár en í fyrra Sjö hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári. Fjórir fórust í janúar og febrúar í þremur banaslysum en síðan liðu rúmir tvö hundruð dagar þar til næsta banaslys varð í byrjun nóvember. Um er að ræða lengsta tíma frá upphafi skráninga á slysum hér á landi sem liðið hefur á milli banaslysa í umferðinni. Síðan þessi mánuður hófst hafa þrír farist í umferðarslysum. 16. nóvember 2021 08:46 Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis 245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar. 6. október 2021 13:37 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu starfshópsins sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Starfshópurinn hefur það hlutverk að kortleggja stöðu smáfarartækja hér á landi og vinna tillögur til ráðherra að úrbótum. Átti hópurinn að gera tillögur um aðgerðir sem miða að því að búnaður, umhverfi og notkun smáfarartækja séu örugg. „Dæmi um slík tæki eru rafhlaupahjól sem njóta mikilla vinsælda á Íslandi. Umfjöllun starfshópsins miðast að miklu leyti við rafhlaupahjól,“ segir í skýrslunni um skilgreiningu á smáfarartækjum. Rafhlaupahjólin hafa notið mikilla vinsælda, eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma. Í skýrsludrögunum kemur fram að reiknað sé með að farnar verði 2,5 milljónir ferðir með slíkum leigðum rafhlaupahjólum og fimm til níu milljónir ferðir með slíkum tækjum í einkaeigu. Í skýrsludrögunum er nefnt að að notkun slíkra tækja feli í sér áskoranir. „Slys eru algeng og árið 2021 var hlutfall þeirra sem voru árafhlaupahjóli meðal alvarlega slasaðra skyndilega orðið 17% en akstur á rafhlaupahjólum er innan við 1% afallri umferð. Eitt banaslys varð á árinu þar sem rafhlaupahjól kom við sögu, það fyrsta hér á landi. Þessi óvænta breyting verður til þess að 42% alvarlega slasaðra í umferð árið 2021 voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli,“ segir í skýrsludrögunum. Stór hluti þessara slysa eigi sér stað seint um kvöld eða nætur á föstudögum og laugardögum. Vísað er í rannsókn neyðarmótttöku Landspítalans þar sem kemur fram að ölvun sé áberandi hjá þessum hópi slasaðra. Þá er nefnt að æskilegt sé að bregðast við hvað varðar aflmikil rafhlaupahjól, sem með einfaldri breytingu getaekið á hraða sem er þrefalt hærri en sá hraði sem þeim er ætlað að ná. „Engin samleið er með umferð gangandi vegfarenda og rafhlaupahjóla sem aka á 70 km/klst. hraða,“ að því er fram kemur í skýrsludrögunum. Starfshópurinn leggur til sex tillögur til úrbóta, sem eru eftirfarandi: 1. Ölvun ökumanna: Nýr ökutækjaflokkur smáfarartækja verði innleiddur í umferðarlög. Í reglugerð verði að finna nánari flokkun smáfarartækja eftir gerð og eiginleikum. Refsivert verði að stjórna smáfarartæki ef magn áfengis er meira en 0,5 ‰ í blóði ökumanna, eða 25 mg vínanda í hverjum lítra lofts. Sektir vegna brota verði hækkaðar í forvarnarskyni og miðað við að ljúka málum á staðnum með greiðslu sektar, fremur en að handtaka ökumenn og færa á lögreglustöð til skýrslutöku og blóðrannsóknar, ef hjá því verður komist. 2. Aldur ökumanna: Aldursmörk ökumanna aflknúinna smáfarartækja verði 13 ár en hjálmaskylda miðist við yngri en 16 ára. 3. Hámarkshraði ökutækja: Sett verði mörk á afl smáfarartækja með það að markmiði að mögulegur hámarkshraði þeirra fari ekki yfir 25 km/klst. Hámarksafl aflknúinna smáfarartækja verði 1.000 W. Hjól sem eru yfir settum mörkum verði ekki leyfileg í umferð. 4. Almennt bann við því að breyta hámarkshraða: Lagt verði bann við breytingum á hraðastillingum aflknúinna hlaupahjóla og rafmagnsreiðhjóla. 5. Færni ungmenna í umferð: Í 112. grein umferðarlaga segir að umferðarfræðsla skuli fara fram í leik-, grunn- og framhaldsskólum og að ráðherra sem fer með fræðslumál ákveðið nánari tilhögun fræðslu í aðalnámskrá. Til að tryggja fylgni við lög er lagt til að ráðherra beiti sér fyrir því að umferðarfræðsla verði hluti af aðalnámsskrá líkt og lög kveða á um. 6. Akstur á götum: Ef tillögur verkefnishópsins hvað varðar ölvun við akstur og aldursmörk ganga eftir telur verkefnishópurinn að leyfa skuli akstur rafknúinna smáfarartækja í almennri umferð á vegum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. eða lægri, enda getur veghaldari lagt sérstakt bann við umferð þeirra á einstökum vegum eða vegköflum, sé ástæða til. Skýrsludrögin má finna hér en frestur til að senda inn umsögn rennur út 25. apríl næstkomandi.
1. Ölvun ökumanna: Nýr ökutækjaflokkur smáfarartækja verði innleiddur í umferðarlög. Í reglugerð verði að finna nánari flokkun smáfarartækja eftir gerð og eiginleikum. Refsivert verði að stjórna smáfarartæki ef magn áfengis er meira en 0,5 ‰ í blóði ökumanna, eða 25 mg vínanda í hverjum lítra lofts. Sektir vegna brota verði hækkaðar í forvarnarskyni og miðað við að ljúka málum á staðnum með greiðslu sektar, fremur en að handtaka ökumenn og færa á lögreglustöð til skýrslutöku og blóðrannsóknar, ef hjá því verður komist. 2. Aldur ökumanna: Aldursmörk ökumanna aflknúinna smáfarartækja verði 13 ár en hjálmaskylda miðist við yngri en 16 ára. 3. Hámarkshraði ökutækja: Sett verði mörk á afl smáfarartækja með það að markmiði að mögulegur hámarkshraði þeirra fari ekki yfir 25 km/klst. Hámarksafl aflknúinna smáfarartækja verði 1.000 W. Hjól sem eru yfir settum mörkum verði ekki leyfileg í umferð. 4. Almennt bann við því að breyta hámarkshraða: Lagt verði bann við breytingum á hraðastillingum aflknúinna hlaupahjóla og rafmagnsreiðhjóla. 5. Færni ungmenna í umferð: Í 112. grein umferðarlaga segir að umferðarfræðsla skuli fara fram í leik-, grunn- og framhaldsskólum og að ráðherra sem fer með fræðslumál ákveðið nánari tilhögun fræðslu í aðalnámskrá. Til að tryggja fylgni við lög er lagt til að ráðherra beiti sér fyrir því að umferðarfræðsla verði hluti af aðalnámsskrá líkt og lög kveða á um. 6. Akstur á götum: Ef tillögur verkefnishópsins hvað varðar ölvun við akstur og aldursmörk ganga eftir telur verkefnishópurinn að leyfa skuli akstur rafknúinna smáfarartækja í almennri umferð á vegum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. eða lægri, enda getur veghaldari lagt sérstakt bann við umferð þeirra á einstökum vegum eða vegköflum, sé ástæða til.
Rafhlaupahjól Stjórnsýsla Samgöngur Samgönguslys Næturlíf Tengdar fréttir Slys vegna rafskútu hafi verið fyrirsjáanlegt Einstaklingur var fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að hafa hjólað á rafhlaupahjól á níunda tímanum í morgun. Formaður Reiðhjólabænda segir slysið hafa verið fyrirsjáanlegt. 21. janúar 2022 18:36 „Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“ Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga. 29. nóvember 2021 20:00 Áttatíu fleiri alvarleg rafhlaupahjólaslys í ár en í fyrra Sjö hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári. Fjórir fórust í janúar og febrúar í þremur banaslysum en síðan liðu rúmir tvö hundruð dagar þar til næsta banaslys varð í byrjun nóvember. Um er að ræða lengsta tíma frá upphafi skráninga á slysum hér á landi sem liðið hefur á milli banaslysa í umferðinni. Síðan þessi mánuður hófst hafa þrír farist í umferðarslysum. 16. nóvember 2021 08:46 Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis 245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar. 6. október 2021 13:37 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Slys vegna rafskútu hafi verið fyrirsjáanlegt Einstaklingur var fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að hafa hjólað á rafhlaupahjól á níunda tímanum í morgun. Formaður Reiðhjólabænda segir slysið hafa verið fyrirsjáanlegt. 21. janúar 2022 18:36
„Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“ Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga. 29. nóvember 2021 20:00
Áttatíu fleiri alvarleg rafhlaupahjólaslys í ár en í fyrra Sjö hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári. Fjórir fórust í janúar og febrúar í þremur banaslysum en síðan liðu rúmir tvö hundruð dagar þar til næsta banaslys varð í byrjun nóvember. Um er að ræða lengsta tíma frá upphafi skráninga á slysum hér á landi sem liðið hefur á milli banaslysa í umferðinni. Síðan þessi mánuður hófst hafa þrír farist í umferðarslysum. 16. nóvember 2021 08:46
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37
Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis 245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar. 6. október 2021 13:37