Spá 7,7 prósenta verðbólgutoppi í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2022 10:56 Íslandsbanki spáir því að verðbólga aukist á næstu mánuðum en fari svo lækkandi. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum og ná toppi í sumar. Þetta kemur fram í nýrri greiningu bankans þar sem hann spáir því að verðbólgan mælist 7,7 prósent í júlí. Verðbólga mældist 6,7 prósent í mars. Spáir bankinn því að verðbólga mælist 6,8 prósent í apríl, en Hagstofan mun birta nýjustu útreikninga fyrir vísitölu neysluverðs þann 28. apríl næstkomandi. Í spá bankans kemur fram að mikilvægt sé fyrir þróun vísitölu neysluverð að hægja taki á hækkun íbúðaverðs. Gerist það muni það vega á móti svokallaðri innfluttri verðbólgu. „Gangi spá okkar eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 6,8% en hún var 6,7% í mars. Verðbólga hefur ekki mælst svo mikil í tólf ár. Útlit er fyrir að á næstu mánuðum muni hún aukast enn frekar og samkvæmt skammtímaspá okkar nær verðbólga toppi í 7,7% í júlí. Vart þarf að taka það fram að óvissan er mikil og aðstæður fljótar að breytast líkt og hefur verið raunin á undanförnum mánuðum,“ segir í spá bankans. Reiknar bankinn þó með að verðbólga fari hjaðnandi eftir að toppinum er náð. „Við erum þrátt fyrir allt fremur bjartsýn á að við náum tökum á verðbólgunni og hún taki að hjaðna nokkuð hratt á næsta ári. Spá okkar hljóðar upp á 7% verðbólgu að meðaltali árið 2022, 4,4% árið 2023 og 2,9% árið 2024.“ Lesa má greiningu Íslandsbanka hér. Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Tengdar fréttir Arion spáir 5,5 prósenta hagvexti og tæpri 18 prósenta hækkun íbúðaverðs Ný þjóðhagsspá Arion banka gerir ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti árið 2022 sem er nokkuð minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Kraftmikil innlend eftirspurn kallar á umtalsverðan innflutning og því verður framlag utanríkisverslunar ekki jafn hagfellt og áður var spáð. 8. apríl 2022 13:22 Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. 29. mars 2022 19:20 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri greiningu bankans þar sem hann spáir því að verðbólgan mælist 7,7 prósent í júlí. Verðbólga mældist 6,7 prósent í mars. Spáir bankinn því að verðbólga mælist 6,8 prósent í apríl, en Hagstofan mun birta nýjustu útreikninga fyrir vísitölu neysluverðs þann 28. apríl næstkomandi. Í spá bankans kemur fram að mikilvægt sé fyrir þróun vísitölu neysluverð að hægja taki á hækkun íbúðaverðs. Gerist það muni það vega á móti svokallaðri innfluttri verðbólgu. „Gangi spá okkar eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 6,8% en hún var 6,7% í mars. Verðbólga hefur ekki mælst svo mikil í tólf ár. Útlit er fyrir að á næstu mánuðum muni hún aukast enn frekar og samkvæmt skammtímaspá okkar nær verðbólga toppi í 7,7% í júlí. Vart þarf að taka það fram að óvissan er mikil og aðstæður fljótar að breytast líkt og hefur verið raunin á undanförnum mánuðum,“ segir í spá bankans. Reiknar bankinn þó með að verðbólga fari hjaðnandi eftir að toppinum er náð. „Við erum þrátt fyrir allt fremur bjartsýn á að við náum tökum á verðbólgunni og hún taki að hjaðna nokkuð hratt á næsta ári. Spá okkar hljóðar upp á 7% verðbólgu að meðaltali árið 2022, 4,4% árið 2023 og 2,9% árið 2024.“ Lesa má greiningu Íslandsbanka hér.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Tengdar fréttir Arion spáir 5,5 prósenta hagvexti og tæpri 18 prósenta hækkun íbúðaverðs Ný þjóðhagsspá Arion banka gerir ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti árið 2022 sem er nokkuð minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Kraftmikil innlend eftirspurn kallar á umtalsverðan innflutning og því verður framlag utanríkisverslunar ekki jafn hagfellt og áður var spáð. 8. apríl 2022 13:22 Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. 29. mars 2022 19:20 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Arion spáir 5,5 prósenta hagvexti og tæpri 18 prósenta hækkun íbúðaverðs Ný þjóðhagsspá Arion banka gerir ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti árið 2022 sem er nokkuð minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Kraftmikil innlend eftirspurn kallar á umtalsverðan innflutning og því verður framlag utanríkisverslunar ekki jafn hagfellt og áður var spáð. 8. apríl 2022 13:22
Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. 29. mars 2022 19:20