„Slátrarinn í Sýrlandi“ tekur við stjórn hersins í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2022 10:50 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er hér lengst til vinstri. Lengst til hægri má sjá Aleksander Dvornikov, sem gjarnan er kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Þessi mynd var tekin árið 2020. EPA/ALEXEI DRUZHININ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað nýjan herforingja til að taka yfir stjórn innrásarinnar í Úkraínu. Sá heitir Aleksandr Dvornikov en er gjarnan kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Herforinginn tók við stjórn innrásarinnar um helgina en hingað til hefur enginn einn herforingi haldið utan um hernaðaraðgerðir Rússa. Dvornikov er sextugur og einn reynslumesti herforingi Rússlands. Þá á hann sér umfangsmikla sögu ódæða gegn almennum borgurum í Sýrlandi og víðar. Eins og viðurnefni hans gefur til kynna spilaði Dvornikov stóra rullu í Sýrlandi þar sem sveitir hans hafa verið sakaðar um ýmiskonar stríðsglæpi og mannréttindabrot. Eftir að hafa risið jafnt og þétt í gegnum raðir hersins tók Dvornikov við stjórn herafla Rússlands í Sýrlandi árið 2015. Undir hans stjórn voru Rússar þekktir fyrir að brjóta alla uppreisna á bak aftur og að hluta til með því að jafna borgir við jörðu og markvissum árásum á almenna borgara. Pútín heiðraði Dvornikov árið 2016 með einni æðstu orðu Rússlands. „Fauti“ sem noti tól hryðjuverka James Stavridis, fyrrverandi flotaforingi í Bandaríkjunum, sagði NBC News á sunnudaginn að aðkoma Dvornikov að stríðinu væri til marks um að Pútín teldi að átökin myndu halda áfram í einhverja mánuði eða jafnvel ár. Tilnefningu hans sé ætlað að hræða Úkraínumenn. „Hann er fauti sem Vladimír Pútin kallar til, til að jafna borgir eins og Aleppo í Sýrlandi við jörðu,“ sagði Stavridis. „Hann hefur notað tól hryðjuverka á þessu tímabili og þar á meðal unnið með stjórnarher Sýrlands, notast við pyntingamiðstöðvar, kerfisbundnar nauðganir og taugaeitur. Hann er einn sá allra versti.“ John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi á dögunum. Hann sagði Dvornikov og hermenn hans hafa alfarið hunsað reglur stríðsreksturs. Hann sagði hersveitir Rússa hafa sýnt mikla grimmd fyrir innrásina í Úkraínu og sú grimmd hafi verið sýnd þar á hverjum degi. Þá sé útlit fyrir að ástandið muni versna enn frekar í austurhluta Úkraínu. Watch: Pentagon spokesperson John Kirby says that #Russia's newly appointed general overseeing #Ukraine, Alexander Dvornikov, has a history of disregarding civilian harm.https://t.co/Nav8s6MpG2 pic.twitter.com/TNFopnKit6— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) April 12, 2022 Eftir að hafa mistekist að ná Kænugarði og öðrum markmiðum í norðurhluta Úkraínu, hörfuðu rússneskir hermenn af þeim svæðum. Nú ætla Rússar að einbeita sér að austurhluta Úkraínu og Donbas-héraði sérstaklega. Dvornikov hefur farið með stjórn mála þar og var hann hæst settur þeirra þriggja herforingja sem hafa stýrt þremur mismunandi herjum Rússa í Úkraínu. Dvornikov er nú yfir þeim öllum. Enn sem komið er hefur aukin áhersla Rússa á Donbas ekki skilað miklum árangri og hafa varnarlínur Úkraínumanna að mestu haldið. Endurskipulagning Rússa mun þó líklega taka nokkrar vikur. Að því loknu gætu Rússar beint öllum sínum mætti gegn Úkraínumönnum á takmörkuðum svæðum með því markmiði að brjóta sér leið í gegnum varnir þeirra og umkringja hersveitir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja ólíklegt að tilnefning Dvornikov muni hafa markviss áhrif á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. AP fréttaveitan hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, að Dvornikov verði einungis einn margra sem fremja glæpi gegn úkraínskum borgurum. Jen Psaki, talskona Bidens, sagði tilnefninguna til marks um að Rússar ætluðu áfram að fremja ódæði gegn almennum borgurum í Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Dvornikov er sextugur og einn reynslumesti herforingi Rússlands. Þá á hann sér umfangsmikla sögu ódæða gegn almennum borgurum í Sýrlandi og víðar. Eins og viðurnefni hans gefur til kynna spilaði Dvornikov stóra rullu í Sýrlandi þar sem sveitir hans hafa verið sakaðar um ýmiskonar stríðsglæpi og mannréttindabrot. Eftir að hafa risið jafnt og þétt í gegnum raðir hersins tók Dvornikov við stjórn herafla Rússlands í Sýrlandi árið 2015. Undir hans stjórn voru Rússar þekktir fyrir að brjóta alla uppreisna á bak aftur og að hluta til með því að jafna borgir við jörðu og markvissum árásum á almenna borgara. Pútín heiðraði Dvornikov árið 2016 með einni æðstu orðu Rússlands. „Fauti“ sem noti tól hryðjuverka James Stavridis, fyrrverandi flotaforingi í Bandaríkjunum, sagði NBC News á sunnudaginn að aðkoma Dvornikov að stríðinu væri til marks um að Pútín teldi að átökin myndu halda áfram í einhverja mánuði eða jafnvel ár. Tilnefningu hans sé ætlað að hræða Úkraínumenn. „Hann er fauti sem Vladimír Pútin kallar til, til að jafna borgir eins og Aleppo í Sýrlandi við jörðu,“ sagði Stavridis. „Hann hefur notað tól hryðjuverka á þessu tímabili og þar á meðal unnið með stjórnarher Sýrlands, notast við pyntingamiðstöðvar, kerfisbundnar nauðganir og taugaeitur. Hann er einn sá allra versti.“ John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi á dögunum. Hann sagði Dvornikov og hermenn hans hafa alfarið hunsað reglur stríðsreksturs. Hann sagði hersveitir Rússa hafa sýnt mikla grimmd fyrir innrásina í Úkraínu og sú grimmd hafi verið sýnd þar á hverjum degi. Þá sé útlit fyrir að ástandið muni versna enn frekar í austurhluta Úkraínu. Watch: Pentagon spokesperson John Kirby says that #Russia's newly appointed general overseeing #Ukraine, Alexander Dvornikov, has a history of disregarding civilian harm.https://t.co/Nav8s6MpG2 pic.twitter.com/TNFopnKit6— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) April 12, 2022 Eftir að hafa mistekist að ná Kænugarði og öðrum markmiðum í norðurhluta Úkraínu, hörfuðu rússneskir hermenn af þeim svæðum. Nú ætla Rússar að einbeita sér að austurhluta Úkraínu og Donbas-héraði sérstaklega. Dvornikov hefur farið með stjórn mála þar og var hann hæst settur þeirra þriggja herforingja sem hafa stýrt þremur mismunandi herjum Rússa í Úkraínu. Dvornikov er nú yfir þeim öllum. Enn sem komið er hefur aukin áhersla Rússa á Donbas ekki skilað miklum árangri og hafa varnarlínur Úkraínumanna að mestu haldið. Endurskipulagning Rússa mun þó líklega taka nokkrar vikur. Að því loknu gætu Rússar beint öllum sínum mætti gegn Úkraínumönnum á takmörkuðum svæðum með því markmiði að brjóta sér leið í gegnum varnir þeirra og umkringja hersveitir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja ólíklegt að tilnefning Dvornikov muni hafa markviss áhrif á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. AP fréttaveitan hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, að Dvornikov verði einungis einn margra sem fremja glæpi gegn úkraínskum borgurum. Jen Psaki, talskona Bidens, sagði tilnefninguna til marks um að Rússar ætluðu áfram að fremja ódæði gegn almennum borgurum í Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54
Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55