Dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að setja stjúpbörn sín í nauðungarvinnu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2022 11:06 Konan er dæmd fyrir að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til vinnu og að hafa hirt af þeim öll laun. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, fyrir brot í nánu sambandi og fyrir peningaþvætti. Í nóvember 2020 óskaði velferðarsvið heimabæjar konunnar eftir því að fram færi lögreglurannsókn á meintri barnaþrælkun, fjárdrætti og tilfinningalegu eða sálrænu ofbeldi konunnar gagnvart fjórum stjúpbörnum hennar. Upphaf málsins má rekja til þess að faðir barnanna leitaði til félaga síns vegna framkonu konunnar, eiginkonu hans, í garð hans og barnanna. Konan, sem er af erlendu bergi brotin, kom fyrst til Íslands árið 2000 sem ferðamaður. Hún kynntist þá manni hér á landi og gengu þau í hjónaband í lok sumars sama ár. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konan hafi farið að starfa í fyrirtæki í eigu þáverandi eiginmanns síns og verið hans hægri hönd þar. Í kring um 2006 hafi maðurinn hennar verið nær hættur að mæta til vinnu vegna aldurs og bágrar heilsu og hún haft milligöngu um ráðningar og fleira. Kynntist nýjum manni á netinu Vegna ólíkra sýna á barneignir hafi leiðir þeirra hjóna skilið í kring um 2005 í vinsemd og maðurinn heitið því að styðja hana áfram fjárhagslega. Fram kemur í vitnisburði hennar fyrir dómi að hún hafi engar eignir eða fjármuni fengið frá manninum við skilnaðinn. Áður en skilnaðurinn hafi þó verið formlegur hafi hún kynnst manni í gegn um netið, sem bjó þá erlendis, og hún farið út til að hitta hann. Eftir formlegan skilnað hafi hún farið aftur út og dvalið þar í nokkurn tíma, gengið í hjónaband með manninum sem hún hafði kynnst, orðið ólétt og eignast barn. Konan hafi svo snúið svo aftur til Íslands og haldið áfram að vinna hjá fyrrverandi eiginmanni sínum. Sonur hennar hafi svo flutt til hennar til Íslands og fyrrverandi eiginmaður hennar stutt við bakið á þeim. Fram kemur í dómnum að árið 2010 hafi eiginmaður hennar og barnsfaðir svo verið drepinn vegna þátttöku sinnar í stjórnmálum í heimalandinu. Fylgdi eiginmanninum og börnunum hans til Íslands Árið 2016 hafi konan svo kynnst öðrum manni á netinu, þau orðið ástfangin og í framhaldinu gengið í hjúskap. Til að byrja með bjó konan áfram á Íslandi með syninum en eiginmaðurinn með börnunum sínum fjórum í heimalandi sínu. Konan sagðist fyrir dómi hafa stutt fjárhagslega við mannin og börnin hans, greitt nám barnanna í einkaskóla og leyft þeim að búa í húsi sem hún átti úti. Í byrjun árs 2018 hafi hún og sonur hennar farið út og fylgt eiginmanni hennar og börnum til Íslands. Síðan þá hafi þau búið saman sem fjölskylda, fyrst um sinn í íbúð hennar, en síðar hafi fyrrverandi eiginmaður hennar og vinnuveitandi keypt íbúð fyrir fjölskylduna til að búa í. Hann hafi sömuleiðis keypt sjö manna bíl sem fjölskyldan fékk til afnota. Þá kemur fram í vitnisburði konunnar að hún hafi séð um fjármál fjölskyldunnar. Allir fjármunir sem fjölskyldumeðlimir hafi aflað hafi runnið í einn pott og hún séð um að ráðstafa þeim. Þá hafi eiginmaður hennar starfað hjá sama fyrirtæki og hún, fyrirtæki fyrrverandi eiginmannsins, og sagði hún hann hafa haft frumkvæði að því að börn hans fengju þar vinnu eftir skóla, tvo daga í viku, um helgar og á sumrin. Laun barnanna hefðu verið lögð inn í banka og einhverjir fjármunir farið í að styðja ættingja þeirra í heimalandinu fjárhagslega. Skrifaði ekki undir ráðningasamning Næstelsta barnið segir fyrir dómi að hann hafi hafið störf í fyrirtækinu, sem konan var verkstjóri í, stuttu eftir að hann og fjölskylda hans fluttust til landsins. Hann hafi ekki skrifað undir ráðningasamning og ekki vitað hversu mikillar vinnu var ætlast af honum að skila af sér. Hann sagði fyrir dómi að konan hafi öskrað á sig ef hann gerði mistök, látið ljót orð falla í hans garð þegar hún varð reið og sagðist hafa unnið í sumarfríum í allt að tólf klukkutíma á dag. Á meðan skólinn var starfandi hafi hann mætt klukkan sex á morgnanna og unnið í um klukkustund, mætt svo aftur um klukkan 14 eftir skóla og unnið til 17. Þá hafi hann sömuleiðis unnið um helgar með skóla, í allt að tólf klukkutíma hvorn dag. Þá sagðist hann hafa fengið greidd laun fyrir vinuna en ekki haft aðgang að bankareikningi sínum þar sem debetkortið sem við hann var tengt hafi verið í vörslu stjúpmóðurinnar. Þá hafi hann reglulega farið í bankann með henni, föður sínum og systrum, tekið út launin og peningarnir strax verið sendir út til heimalandsins til að standa straum af byggingu húss þar, í eigu stjúpmóðurinnar. Hafi bannað börnunum að æfa íþróttir Tvær systur hans hafi sömuleiðis unnið hjá sama fyrirtæki, en yngsta systir hans hafi verið þar sjaldan. Vinnu tveggja eldri systranna sagði hann hafa verið svipaða og hans. Hann segir fyrir dómi að þegar á leið hafi hann orðið hræddur við stjúpmóður sína. Hún hafi öskrað á hann og systur hans þegar þau geðru mistök, látið ljót orð falla í þeirra garð og hótað að senda þau aftur til baka. Þá hafi hún bannað þeim að bjóða vinum sínum í heimsókn. Þau systkinin hafi sinnt þrifum, tiltekt og uppvaski á heimilinu og segir hann yngstu systur sína og son stjúpmóðurinnar ekki haft þær skyldur. Þá hafi hvorki stjúpan né faðir hans sinnt heinilisstörfum en stjúpan þó eldað fyrir fjölskylduna á hverju kvöldi. Þá sagðist hann hafa haft áhuga á að æfa körfubolta en stjúpmóðirin bannað honum að nota launin til að greiða fyrir æfingagjöld. Systur hans hafi sömuleiðis ekki fengið að æfa íþróttir. Eldri systir hans hafði svipaða sögu að segja fyrir dómi og sagði hún stjúpmóðurina hafa verið góða við þau systkini þegar faðir þeirra var viðstaddur. Það hafi hins vegar breyst þegar hann var ekki á staðnum, hún hafi öskrað á þau, látið ljót orð falla í þeirra garð og stundum látið þau krjúpa á kné fyrir framan sig. Þá hafi hún ítrekað hótað að endurnýja ekki vegabréf systkinanna og dvalarleyfi og láta senda þau aftur til heimalandsins. Treysti eiginkonunni til að þekkja lög um vinnu barna Fram kemur í vitnisburði föðurins að þegar hann hafi flust til landsins með börnin sín hafi hann ekki þekkt til reglna um vinnu barna hér á landi og treyst á að eiginkona hans þekkti þær reglur. Elstu börnin þrjú hafi hafið störf í fyrirtæki sem eiginkona hans stjórnaði stuttu eftir komuna til landsins. Þau hafi unnið fyrir og eftir skóla, um helgar og á sumrin. Þá hafi börnin öll fengið greitt fyrir vinnuna en þau ekki haft aðgang að laununum þar sem eiginkona hans geymdi debetkortin sem tengd voru bankareikningunum. Stundum hafi þau tekið út peninga í bankanum til að senda til heimalandsins sem hefðu farið í byggingu húss sem stæði á lóð í eigu konunnar. Á annan tug vitna mættu fyrir dóm og sammældust mörg þeirra um það að konan hafi verið erfiður yfirmaður og margir starfsmanna kvartað yfir framkomu hennar. Þá hafi einhver þeirra talið hana hafa haldið eftir hluta launa þeirra. Dæmd til að greiða börnunum 22 milljónir í bætur Fram kemur í niðurstöðu dómsins að konan hafi af ásetningi misnotað elstu börnin þrjú til nauðungarvinnu þegar þau voru börn að aldri. Hún hafi jafnframt nýtt sér laun þeirra í eigin þágu. Konan er sýknuð af ákæru um að hafa notað yngsta barnið til nauðungarvinnu. Þá er konan sakfelld fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað velferð stjúpbarna sinna og telst það stórfellt brot í nánu sambandi. Hún hafi ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt gert lítið úr börnunum og frammistðu þeirra, kallað þau aumingja, öskrað á þau bæði á vinnustaðnum og á heimili þeirra og bannað þeim að stunda tómmstundir og hitta vini sína. Þá er konan sakfelld fyrir að hafa aflað sér, nýtt og leynt ávinningi af launum barnanna, sem numu rúmum 16 milljónum króna og nýtt ávinninginn í eigin þágu og umbreytt tæpum 11 milljónum af laununum í erlendan gjaldeyri og flutt hann úr landi. Þann pening hafi hún nýtt í að fjármagna byggingu húss í hennar eigu. Konan er fyrir þetta dæmd í fjögurra ára fangelsi. Hún er sömuleiðis dæmd til að greiða elstu stjúpdóttur sinni tæpar 8,3 milljónir króna í miskabætur, stjúpsyninum rúmar níu milljónir króna og annarri stjúpdótturinni tæpar 4,4 millónir króna í miskabætur. Bótakröfu yngstu stjúpdótturinnar er vísað frá dómi. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Í nóvember 2020 óskaði velferðarsvið heimabæjar konunnar eftir því að fram færi lögreglurannsókn á meintri barnaþrælkun, fjárdrætti og tilfinningalegu eða sálrænu ofbeldi konunnar gagnvart fjórum stjúpbörnum hennar. Upphaf málsins má rekja til þess að faðir barnanna leitaði til félaga síns vegna framkonu konunnar, eiginkonu hans, í garð hans og barnanna. Konan, sem er af erlendu bergi brotin, kom fyrst til Íslands árið 2000 sem ferðamaður. Hún kynntist þá manni hér á landi og gengu þau í hjónaband í lok sumars sama ár. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konan hafi farið að starfa í fyrirtæki í eigu þáverandi eiginmanns síns og verið hans hægri hönd þar. Í kring um 2006 hafi maðurinn hennar verið nær hættur að mæta til vinnu vegna aldurs og bágrar heilsu og hún haft milligöngu um ráðningar og fleira. Kynntist nýjum manni á netinu Vegna ólíkra sýna á barneignir hafi leiðir þeirra hjóna skilið í kring um 2005 í vinsemd og maðurinn heitið því að styðja hana áfram fjárhagslega. Fram kemur í vitnisburði hennar fyrir dómi að hún hafi engar eignir eða fjármuni fengið frá manninum við skilnaðinn. Áður en skilnaðurinn hafi þó verið formlegur hafi hún kynnst manni í gegn um netið, sem bjó þá erlendis, og hún farið út til að hitta hann. Eftir formlegan skilnað hafi hún farið aftur út og dvalið þar í nokkurn tíma, gengið í hjónaband með manninum sem hún hafði kynnst, orðið ólétt og eignast barn. Konan hafi svo snúið svo aftur til Íslands og haldið áfram að vinna hjá fyrrverandi eiginmanni sínum. Sonur hennar hafi svo flutt til hennar til Íslands og fyrrverandi eiginmaður hennar stutt við bakið á þeim. Fram kemur í dómnum að árið 2010 hafi eiginmaður hennar og barnsfaðir svo verið drepinn vegna þátttöku sinnar í stjórnmálum í heimalandinu. Fylgdi eiginmanninum og börnunum hans til Íslands Árið 2016 hafi konan svo kynnst öðrum manni á netinu, þau orðið ástfangin og í framhaldinu gengið í hjúskap. Til að byrja með bjó konan áfram á Íslandi með syninum en eiginmaðurinn með börnunum sínum fjórum í heimalandi sínu. Konan sagðist fyrir dómi hafa stutt fjárhagslega við mannin og börnin hans, greitt nám barnanna í einkaskóla og leyft þeim að búa í húsi sem hún átti úti. Í byrjun árs 2018 hafi hún og sonur hennar farið út og fylgt eiginmanni hennar og börnum til Íslands. Síðan þá hafi þau búið saman sem fjölskylda, fyrst um sinn í íbúð hennar, en síðar hafi fyrrverandi eiginmaður hennar og vinnuveitandi keypt íbúð fyrir fjölskylduna til að búa í. Hann hafi sömuleiðis keypt sjö manna bíl sem fjölskyldan fékk til afnota. Þá kemur fram í vitnisburði konunnar að hún hafi séð um fjármál fjölskyldunnar. Allir fjármunir sem fjölskyldumeðlimir hafi aflað hafi runnið í einn pott og hún séð um að ráðstafa þeim. Þá hafi eiginmaður hennar starfað hjá sama fyrirtæki og hún, fyrirtæki fyrrverandi eiginmannsins, og sagði hún hann hafa haft frumkvæði að því að börn hans fengju þar vinnu eftir skóla, tvo daga í viku, um helgar og á sumrin. Laun barnanna hefðu verið lögð inn í banka og einhverjir fjármunir farið í að styðja ættingja þeirra í heimalandinu fjárhagslega. Skrifaði ekki undir ráðningasamning Næstelsta barnið segir fyrir dómi að hann hafi hafið störf í fyrirtækinu, sem konan var verkstjóri í, stuttu eftir að hann og fjölskylda hans fluttust til landsins. Hann hafi ekki skrifað undir ráðningasamning og ekki vitað hversu mikillar vinnu var ætlast af honum að skila af sér. Hann sagði fyrir dómi að konan hafi öskrað á sig ef hann gerði mistök, látið ljót orð falla í hans garð þegar hún varð reið og sagðist hafa unnið í sumarfríum í allt að tólf klukkutíma á dag. Á meðan skólinn var starfandi hafi hann mætt klukkan sex á morgnanna og unnið í um klukkustund, mætt svo aftur um klukkan 14 eftir skóla og unnið til 17. Þá hafi hann sömuleiðis unnið um helgar með skóla, í allt að tólf klukkutíma hvorn dag. Þá sagðist hann hafa fengið greidd laun fyrir vinuna en ekki haft aðgang að bankareikningi sínum þar sem debetkortið sem við hann var tengt hafi verið í vörslu stjúpmóðurinnar. Þá hafi hann reglulega farið í bankann með henni, föður sínum og systrum, tekið út launin og peningarnir strax verið sendir út til heimalandsins til að standa straum af byggingu húss þar, í eigu stjúpmóðurinnar. Hafi bannað börnunum að æfa íþróttir Tvær systur hans hafi sömuleiðis unnið hjá sama fyrirtæki, en yngsta systir hans hafi verið þar sjaldan. Vinnu tveggja eldri systranna sagði hann hafa verið svipaða og hans. Hann segir fyrir dómi að þegar á leið hafi hann orðið hræddur við stjúpmóður sína. Hún hafi öskrað á hann og systur hans þegar þau geðru mistök, látið ljót orð falla í þeirra garð og hótað að senda þau aftur til baka. Þá hafi hún bannað þeim að bjóða vinum sínum í heimsókn. Þau systkinin hafi sinnt þrifum, tiltekt og uppvaski á heimilinu og segir hann yngstu systur sína og son stjúpmóðurinnar ekki haft þær skyldur. Þá hafi hvorki stjúpan né faðir hans sinnt heinilisstörfum en stjúpan þó eldað fyrir fjölskylduna á hverju kvöldi. Þá sagðist hann hafa haft áhuga á að æfa körfubolta en stjúpmóðirin bannað honum að nota launin til að greiða fyrir æfingagjöld. Systur hans hafi sömuleiðis ekki fengið að æfa íþróttir. Eldri systir hans hafði svipaða sögu að segja fyrir dómi og sagði hún stjúpmóðurina hafa verið góða við þau systkini þegar faðir þeirra var viðstaddur. Það hafi hins vegar breyst þegar hann var ekki á staðnum, hún hafi öskrað á þau, látið ljót orð falla í þeirra garð og stundum látið þau krjúpa á kné fyrir framan sig. Þá hafi hún ítrekað hótað að endurnýja ekki vegabréf systkinanna og dvalarleyfi og láta senda þau aftur til heimalandsins. Treysti eiginkonunni til að þekkja lög um vinnu barna Fram kemur í vitnisburði föðurins að þegar hann hafi flust til landsins með börnin sín hafi hann ekki þekkt til reglna um vinnu barna hér á landi og treyst á að eiginkona hans þekkti þær reglur. Elstu börnin þrjú hafi hafið störf í fyrirtæki sem eiginkona hans stjórnaði stuttu eftir komuna til landsins. Þau hafi unnið fyrir og eftir skóla, um helgar og á sumrin. Þá hafi börnin öll fengið greitt fyrir vinnuna en þau ekki haft aðgang að laununum þar sem eiginkona hans geymdi debetkortin sem tengd voru bankareikningunum. Stundum hafi þau tekið út peninga í bankanum til að senda til heimalandsins sem hefðu farið í byggingu húss sem stæði á lóð í eigu konunnar. Á annan tug vitna mættu fyrir dóm og sammældust mörg þeirra um það að konan hafi verið erfiður yfirmaður og margir starfsmanna kvartað yfir framkomu hennar. Þá hafi einhver þeirra talið hana hafa haldið eftir hluta launa þeirra. Dæmd til að greiða börnunum 22 milljónir í bætur Fram kemur í niðurstöðu dómsins að konan hafi af ásetningi misnotað elstu börnin þrjú til nauðungarvinnu þegar þau voru börn að aldri. Hún hafi jafnframt nýtt sér laun þeirra í eigin þágu. Konan er sýknuð af ákæru um að hafa notað yngsta barnið til nauðungarvinnu. Þá er konan sakfelld fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað velferð stjúpbarna sinna og telst það stórfellt brot í nánu sambandi. Hún hafi ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt gert lítið úr börnunum og frammistðu þeirra, kallað þau aumingja, öskrað á þau bæði á vinnustaðnum og á heimili þeirra og bannað þeim að stunda tómmstundir og hitta vini sína. Þá er konan sakfelld fyrir að hafa aflað sér, nýtt og leynt ávinningi af launum barnanna, sem numu rúmum 16 milljónum króna og nýtt ávinninginn í eigin þágu og umbreytt tæpum 11 milljónum af laununum í erlendan gjaldeyri og flutt hann úr landi. Þann pening hafi hún nýtt í að fjármagna byggingu húss í hennar eigu. Konan er fyrir þetta dæmd í fjögurra ára fangelsi. Hún er sömuleiðis dæmd til að greiða elstu stjúpdóttur sinni tæpar 8,3 milljónir króna í miskabætur, stjúpsyninum rúmar níu milljónir króna og annarri stjúpdótturinni tæpar 4,4 millónir króna í miskabætur. Bótakröfu yngstu stjúpdótturinnar er vísað frá dómi.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira