Fótbolti

Atletico Madrid lokar hluta af leikvangi sínum vegna nasista

Atli Arason skrifar
Rodri, leikmaður Manchester City, í baráttu við Joao Felix, leikmann Atletico de Madrid í fyrri viðureign liðanna á Etihad leikvellinum.
Rodri, leikmaður Manchester City, í baráttu við Joao Felix, leikmann Atletico de Madrid í fyrri viðureign liðanna á Etihad leikvellinum. Getty Images

Atletico Madrid hefur fengið ákæru vegna óviðunandi hegðunar stuðningsmanna en einhver fjöldi þeirra voru að heilsa leikmönnum og öðrum á Etihad vellinum að hætti nasista í fyrri viðureign liðsins gegn Manchester City í Meistaradeildinni á þriðjudaginn síðastliðinn.

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti refsingu sína í gær en málið hefur verið í skoðun hjá sambandinu síðan á þriðjudaginn. Niðurstaðan er sú að Atleticto verður að loka fyrir a.m.k. 5.000 sæti á vellinum og verður að vera með borða þar sem myllumerkið #NoToRascism kemur skýrt fram.

Af samfélagsmiðlum að dæma er nasista kveðjan frekar algeng meðal stuðningsmanna Atletico en nú ætlar UEFA að blanda sér í málið.

Wanda Metropolitano, heimavöllur liðsins tekur um 68.000 manns í sæti en Atletico Madrid þarf á öllum mögulegum stuðningi að halda þar sem liðið er marki undir í einvíginu eftir 1-0 tap fyrir City í Manchester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×