„Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. apríl 2022 19:30 Glódís Perla, miðvörður íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. „Þessi leikur var flottur af okkar hálfu finnst mér. Við byrjuðum í smá brasi að ná að spila boltanum á milli okkar og finna taktinn í leiknum. En svo um leið og við skorum fyrsta markið þá fannst mér koma aðeins meiri ró í leikinn okkar og við förum að halda betur í boltann og skapa okkur meira. Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi eftir leikinn. Glódís og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu sinn 100. landsleik fyrir Ísland í dag. Glódís sagði það vera mikinn heiður að hafa verið svona lengi í liðinu og að fá traustið svona oft. „Það er ótrúlega gaman og ótrúlega mikill heiður að vera í þessu liði svona lengi og fengið tækifæri á að spila svona marga leiki og traustið svona oft. Ég er ótrúlega stolt af þessu og vonandi verða þeir mjög margir í viðbót,“ sagði Glódís. Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur á völlinn í dag eftir langa fjarveru en hún spilaði síðasta landsleik 1. desember 2020. Glódís sagði það vera ótrúlega gott að fá hana aftur inn. „Það er bara ótrúlega gott að fá hana aftur inn. Hún kemur inn í liðið með mikla reynslu og hún er frábær leikmaður og það er ótrúlega gaman að fylgjast með henni, hversu hart hún hefur lagt á sig til að vera komin svona hratt til baka.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins spilaði fyrri hálfleikinn með fyrirliðaband sem var eins og Úkraínski fáninn til stuðnings Úkraínu. „Við erum allar á móti stríði. Það var ekki spurning að hún ætlaði að spila með þetta svo held ég að þetta hafi verið að detta af þannig hún gat ekki haldið áfram með það. Eins og ég segi við vorum allar á því að ef við gætum spilað með eitthvað svona til að sýna stuðning þá myndum við gera það.“ Næsti leikur er á þriðjudaginn á móti Tékklandi og dugir jafntefli til að tryggja sér farmiða á HM. „Framhaldið er leikur á þriðjudaginn á móti Tékklandi sem að við ætlum að vinna, auðvitað. Við verðum að sýna góða frammistöðu á móti Tékkum. Það var gott að koma úr þessum leik og að hafa unnið sannfærandi og koma inn í næsta leik með mikið sjálfstraust. Það verður allt öðruvísi leikur og við þurfum að endurstilla hausinn á milli leikja og vera klárar í hörkuleik. Meiri físík og örugglega hraðari leik en var í dag,“ sagði Glódís að lokum. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
„Þessi leikur var flottur af okkar hálfu finnst mér. Við byrjuðum í smá brasi að ná að spila boltanum á milli okkar og finna taktinn í leiknum. En svo um leið og við skorum fyrsta markið þá fannst mér koma aðeins meiri ró í leikinn okkar og við förum að halda betur í boltann og skapa okkur meira. Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi eftir leikinn. Glódís og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu sinn 100. landsleik fyrir Ísland í dag. Glódís sagði það vera mikinn heiður að hafa verið svona lengi í liðinu og að fá traustið svona oft. „Það er ótrúlega gaman og ótrúlega mikill heiður að vera í þessu liði svona lengi og fengið tækifæri á að spila svona marga leiki og traustið svona oft. Ég er ótrúlega stolt af þessu og vonandi verða þeir mjög margir í viðbót,“ sagði Glódís. Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur á völlinn í dag eftir langa fjarveru en hún spilaði síðasta landsleik 1. desember 2020. Glódís sagði það vera ótrúlega gott að fá hana aftur inn. „Það er bara ótrúlega gott að fá hana aftur inn. Hún kemur inn í liðið með mikla reynslu og hún er frábær leikmaður og það er ótrúlega gaman að fylgjast með henni, hversu hart hún hefur lagt á sig til að vera komin svona hratt til baka.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins spilaði fyrri hálfleikinn með fyrirliðaband sem var eins og Úkraínski fáninn til stuðnings Úkraínu. „Við erum allar á móti stríði. Það var ekki spurning að hún ætlaði að spila með þetta svo held ég að þetta hafi verið að detta af þannig hún gat ekki haldið áfram með það. Eins og ég segi við vorum allar á því að ef við gætum spilað með eitthvað svona til að sýna stuðning þá myndum við gera það.“ Næsti leikur er á þriðjudaginn á móti Tékklandi og dugir jafntefli til að tryggja sér farmiða á HM. „Framhaldið er leikur á þriðjudaginn á móti Tékklandi sem að við ætlum að vinna, auðvitað. Við verðum að sýna góða frammistöðu á móti Tékkum. Það var gott að koma úr þessum leik og að hafa unnið sannfærandi og koma inn í næsta leik með mikið sjálfstraust. Það verður allt öðruvísi leikur og við þurfum að endurstilla hausinn á milli leikja og vera klárar í hörkuleik. Meiri físík og örugglega hraðari leik en var í dag,“ sagði Glódís að lokum.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15