Íslenski boltinn

Segir Breiða­blik koðna niður þegar liðið finni lykt af titli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hvað gera Blikar í sumar?
Hvað gera Blikar í sumar? VÍSIR/VILHELM

Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis og sérfræðingur Stöðvar 2 um Bestu-deildina í fótbolta, segir lið Breiðabliks koðna niður þegar liðið fer að finna lykt af titli.

Albert Brynjar hefur verið sérstakur álitsgjafi Fréttablaðsins um Bestu-deildina en þar er Breiðabliki, silfurliði síðasta árs, spáð 4. sætinu. Albert Brynjar – sem verður tíður gestur á skjám landsmanna í sumar – segir Breiðablik spila best þegar lítið er undir.

„Blikar hafa oft verið þekktir fyrir að koðna niður og missa taktinn þegar þeir eru nálægt þessu. Svo finna þeir oft taktinn þegar þetta er ekki lengur möguleiki. Í fyrra var það byrjunin sem var slök og liðið vann bara einn af fyrstu fjórum leikjunum,“ segir Albert í umfjöllun Fréttablaðsins.

„Það eina sem Óskar vantar í starfinu er að vinna titil, Breiðablik hefur fengið mikið umtal síðustu ár enda spilað frábæran fótbolta,“ bætti hann svo við að endingu.

Vísir spáir því að Fram og Keflavík falli, ÍBV stígi dans við falldrauginn og Leiknir Reykjavík haldi sæti sínu annað árið í röð. Það er ljóst að Vísir spáir Blikum í efstu átta sætum deildarinnar og mögulega í efri helmingnum, hvar nákvæmlega þó verður að koma í ljós.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×