Umfjöllun og viðtöl: Haukar 27–27 ÍBV | ÍBV fær heimavöll í úrslitakeppninni Dagur Lárusson skrifar 9. apríl 2022 16:05 Eyjakonur mæta á Ásvelli. Vísir/Hulda Margrét ÍBV tryggði sér fjórða sætið í Olís-deild kvenna í eftir að liðið gerði jafntefli við Hauka á Ásvöllum, 27-27. Fyrir leikinn var ÍBV í fjórða sæti með 22 stig á meðan Haukar voru í fimmta sætinu með 19 stig. Það voru Haukar sem byrjuðu betur fyrstu þrjár mínútur leiksins en þær komust í 2-0 forystu. Eftir það tóku gestirnir við sér og náðu að jafna og var fyrri hálfleikurinn hnífjafn allan tímann. Liðin skiptust á að vera með forystuna alveg þangað til flautað var til hálfleiksins en þá var staðan 13-12. Í seinni hálfleiknum var það sama uppi á teningnum en markverðir beggja liða voru í miklu stuði og þá aðallega Marta í marki ÍBV en hún varði hvorki meira né minna en 18 skot. Í blálokin fengu Haukar tækifæri til þess að komast í tveggja marka forystu og þar með tryggja sér sigurinn en sú sókn rann út í sandinn og því fékk ÍBV um tuttugu sekúndur til þess að jafna metin. Það nægði ÍBV þar sem Hrafnhildur fiskaði víti sem hún skoraði sjálf úr og þar við sat, lokatölur 27-27 og ÍBV þar með búið að tryggja sér fjórða sætið í deildinni. Af hverju skildu liðin jöfn? Það var mikið undir í þessum leik, fjórða sætið í deildinni og þar með heimavallarréttur í úrslitakeppninni og það mátti sjá það á leiknum. Bæði lið að spila vel en þó að gera mikið af mistökum og því var leikurinn jafn frá upphafi til enda og jafntefli því sanngjörn niðurstaða. Hverjar stóðu upp úr? Marta var algjörlega frábær í marki ÍBV og varði 18 skot sem er ótrúleg frammistaða. Harpa Valey og Hrafnhildur voru síðan frábærar í sóknarleik ÍBV með sjö mörk hvor en markahæst hjá Haukum var Elín Klara með fimm mörk. Hvað fór illa? Mikið af mistökum hjá báðum liðum. Í fyrri hálfleiknum gerðist það trekk í trekk að ÍBV missti boltann klaufalega og Haukar fengu hraðaupphlaup. Síðan voru það Haukar sem voru að klúðra mikið af dauðafærum sem Marta varði. Hvað gerist næst? Síðasta umferðin í deildinni fer fram á fimmtudagskvöldið en þá fer ÍBV í heimsókn til Fram á meðan Haukar fara í Garðabæinn og spila við Stjörnuna. „Áttum meira skilið“ Gunnar GunnarssonVísir/Hulda Margrét „Nei ég myndi nú ekki segja að þetta væri sanngjörn úrslit, mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik,“ byrjaði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Við erum að spila fínasta leik og náðum að skapa fullt af færum og ég veit í rauninni ekki hversu mörg dauðafæri við klúðruðum,“ hélt Gunnar áfram að segja. Marta átti stórleik í marki ÍBV með 18 varin skot en Gunnar telur að 10-11 af þeim skotum hafi verið dauðafæri. „Já hún átti frábæran leik en tíu til ellefu af þessum skotum sem hún varði voru algjör dauðafæri. Svoleiðis nýting er ekkert rosalega vænleg til árangurs,“ endaði Gunnar á að segja. „Stoltur af stelpunum“ „Já ég hugsa að þetta séu sanngjörn úrslit, þetta var eiginlega jafnt allan tímann,“ byrjaði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að segja eftir leik. Sigurður var alls ekki sáttur með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleiknum. „Þetta var ekki nægilega gott og fyrri hálfleikurinn var bara mjög dapur, spilið mjög hægt og í heildina var þetta ekki góður leikur hjá okkur. En ég ætla nú samt að segja það að ég er gríðarlega stoltur af stelpunum því það er þvílík þreyta í þessu liði,“ hélt Sigurður áfram en það hefur verið mikið álag á liðinu síðustu vikur. „Þetta var tíundi leikurinn á þremur vikum og við erum búnar að vera í veikindum þannig hreint út sagt er orkan nánast engin í hópnum. Þannig ég er rosalega ánægður með þér, ég er stoltur af þeim,“ endaði Sigurður á að segja eftir leik. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Haukar ÍBV
ÍBV tryggði sér fjórða sætið í Olís-deild kvenna í eftir að liðið gerði jafntefli við Hauka á Ásvöllum, 27-27. Fyrir leikinn var ÍBV í fjórða sæti með 22 stig á meðan Haukar voru í fimmta sætinu með 19 stig. Það voru Haukar sem byrjuðu betur fyrstu þrjár mínútur leiksins en þær komust í 2-0 forystu. Eftir það tóku gestirnir við sér og náðu að jafna og var fyrri hálfleikurinn hnífjafn allan tímann. Liðin skiptust á að vera með forystuna alveg þangað til flautað var til hálfleiksins en þá var staðan 13-12. Í seinni hálfleiknum var það sama uppi á teningnum en markverðir beggja liða voru í miklu stuði og þá aðallega Marta í marki ÍBV en hún varði hvorki meira né minna en 18 skot. Í blálokin fengu Haukar tækifæri til þess að komast í tveggja marka forystu og þar með tryggja sér sigurinn en sú sókn rann út í sandinn og því fékk ÍBV um tuttugu sekúndur til þess að jafna metin. Það nægði ÍBV þar sem Hrafnhildur fiskaði víti sem hún skoraði sjálf úr og þar við sat, lokatölur 27-27 og ÍBV þar með búið að tryggja sér fjórða sætið í deildinni. Af hverju skildu liðin jöfn? Það var mikið undir í þessum leik, fjórða sætið í deildinni og þar með heimavallarréttur í úrslitakeppninni og það mátti sjá það á leiknum. Bæði lið að spila vel en þó að gera mikið af mistökum og því var leikurinn jafn frá upphafi til enda og jafntefli því sanngjörn niðurstaða. Hverjar stóðu upp úr? Marta var algjörlega frábær í marki ÍBV og varði 18 skot sem er ótrúleg frammistaða. Harpa Valey og Hrafnhildur voru síðan frábærar í sóknarleik ÍBV með sjö mörk hvor en markahæst hjá Haukum var Elín Klara með fimm mörk. Hvað fór illa? Mikið af mistökum hjá báðum liðum. Í fyrri hálfleiknum gerðist það trekk í trekk að ÍBV missti boltann klaufalega og Haukar fengu hraðaupphlaup. Síðan voru það Haukar sem voru að klúðra mikið af dauðafærum sem Marta varði. Hvað gerist næst? Síðasta umferðin í deildinni fer fram á fimmtudagskvöldið en þá fer ÍBV í heimsókn til Fram á meðan Haukar fara í Garðabæinn og spila við Stjörnuna. „Áttum meira skilið“ Gunnar GunnarssonVísir/Hulda Margrét „Nei ég myndi nú ekki segja að þetta væri sanngjörn úrslit, mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik,“ byrjaði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Við erum að spila fínasta leik og náðum að skapa fullt af færum og ég veit í rauninni ekki hversu mörg dauðafæri við klúðruðum,“ hélt Gunnar áfram að segja. Marta átti stórleik í marki ÍBV með 18 varin skot en Gunnar telur að 10-11 af þeim skotum hafi verið dauðafæri. „Já hún átti frábæran leik en tíu til ellefu af þessum skotum sem hún varði voru algjör dauðafæri. Svoleiðis nýting er ekkert rosalega vænleg til árangurs,“ endaði Gunnar á að segja. „Stoltur af stelpunum“ „Já ég hugsa að þetta séu sanngjörn úrslit, þetta var eiginlega jafnt allan tímann,“ byrjaði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að segja eftir leik. Sigurður var alls ekki sáttur með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleiknum. „Þetta var ekki nægilega gott og fyrri hálfleikurinn var bara mjög dapur, spilið mjög hægt og í heildina var þetta ekki góður leikur hjá okkur. En ég ætla nú samt að segja það að ég er gríðarlega stoltur af stelpunum því það er þvílík þreyta í þessu liði,“ hélt Sigurður áfram en það hefur verið mikið álag á liðinu síðustu vikur. „Þetta var tíundi leikurinn á þremur vikum og við erum búnar að vera í veikindum þannig hreint út sagt er orkan nánast engin í hópnum. Þannig ég er rosalega ánægður með þér, ég er stoltur af þeim,“ endaði Sigurður á að segja eftir leik. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti