Sjáðu lokasekúndurnar í Eyjum sem Arnar Daði var æfur yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2022 11:16 Arnari Daða Arnarssyni var ekki skemmt eftir leikinn í Eyjum í gær. stöð 2 sport Það sauð á Arnari Daða Arnarssyni, þjálfara Gróttu, eftir tapið nauma fyrir ÍBV sem gerði út um vonir Seltirninga á að komast í úrslitakeppnina í Olís-deild karla. Arnar Daði var afar ósáttur við dómara leiksins og vandaði þeim ekki kveðjurnar. Þegar tíu sekúndur voru eftir fiskaði Eyjamaðurinn Ágúst Emil Grétarsson vítakast fyrir Gróttu. Andri Þór Helgason tók það, skoraði og jafnaði í 36-36. Dómarar leiksins, þeir Vilhelm Gauti Bergsveinsson og Ólafur Víðir Ólafsson, stoppuðu hins vegar tímann sem gaf Eyjamönnum tækifæri til að taka leikhlé og stilla upp í lokasókn. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Að því loknu fór Sigtryggur Daði Rúnarsson upp í skot og skoraði þegar tvær sekúndur voru eftir og tryggði heimamönnum stigin tvö, 37-36. Klippa: Dramatíkin í Eyjum Þar með gerði hann líka út um möguleika Gróttu á að komast í úrslitakeppnina. Ef leikurinn hefði endað með jafntefli hefði Grótta farið í úrslitaleik við KA um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferð Olís-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar Daði var afar óhress með dómararnir, sem honum finnst hafa fengið óhóflegt lof fyrir frammistöðu sína í vetur, hafi stöðvað tímann þegar Grótta fékk vítakastið undir lok leiks. „Það sem gekk á var að við vorum manni færri síðustu 6-7 mínúturnar. Við gerðum nákvæmlega allt sem við þurftum til að innbyrða eitt stig sem hefði dugað okkur til að fara í úrslitaleik á móti KA. En það sem við klikkum á er, út frá því hverjir eru að dæma, er að við fáum þetta víti þegar tíu sekúndur eru eftir. Ólafur Víðir og Vilhelm Gauti sem eru nýir í faginu en hafa fengið ótrúlegt lof fyrir einhverja frammistöðu sem ég hef ekki enn séð. Fólk getur blaðrað stundum og talað í frösum,“ sagði Arnar Daði. „Þeir taka þá ákvörðun að stoppa leikinn þegar tíu sekúndur voru eftir og eina sem mér dettur í hug er einfaldlega til þess að þeir vildu að ÍBV myndi fá tækifæri til að skora í lokasókninni. Annars gerðum við allt til að innbyrða stig.“ Lokasekúndurnar í leik ÍBV og Gróttu og hluta af viðtalinu við Arnar Daða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farið verður yfir 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Þegar tíu sekúndur voru eftir fiskaði Eyjamaðurinn Ágúst Emil Grétarsson vítakast fyrir Gróttu. Andri Þór Helgason tók það, skoraði og jafnaði í 36-36. Dómarar leiksins, þeir Vilhelm Gauti Bergsveinsson og Ólafur Víðir Ólafsson, stoppuðu hins vegar tímann sem gaf Eyjamönnum tækifæri til að taka leikhlé og stilla upp í lokasókn. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Að því loknu fór Sigtryggur Daði Rúnarsson upp í skot og skoraði þegar tvær sekúndur voru eftir og tryggði heimamönnum stigin tvö, 37-36. Klippa: Dramatíkin í Eyjum Þar með gerði hann líka út um möguleika Gróttu á að komast í úrslitakeppnina. Ef leikurinn hefði endað með jafntefli hefði Grótta farið í úrslitaleik við KA um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferð Olís-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar Daði var afar óhress með dómararnir, sem honum finnst hafa fengið óhóflegt lof fyrir frammistöðu sína í vetur, hafi stöðvað tímann þegar Grótta fékk vítakastið undir lok leiks. „Það sem gekk á var að við vorum manni færri síðustu 6-7 mínúturnar. Við gerðum nákvæmlega allt sem við þurftum til að innbyrða eitt stig sem hefði dugað okkur til að fara í úrslitaleik á móti KA. En það sem við klikkum á er, út frá því hverjir eru að dæma, er að við fáum þetta víti þegar tíu sekúndur eru eftir. Ólafur Víðir og Vilhelm Gauti sem eru nýir í faginu en hafa fengið ótrúlegt lof fyrir einhverja frammistöðu sem ég hef ekki enn séð. Fólk getur blaðrað stundum og talað í frösum,“ sagði Arnar Daði. „Þeir taka þá ákvörðun að stoppa leikinn þegar tíu sekúndur voru eftir og eina sem mér dettur í hug er einfaldlega til þess að þeir vildu að ÍBV myndi fá tækifæri til að skora í lokasókninni. Annars gerðum við allt til að innbyrða stig.“ Lokasekúndurnar í leik ÍBV og Gróttu og hluta af viðtalinu við Arnar Daða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farið verður yfir 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira