Óléttri konu gert að bera vitni fyrir framan meintan ofbeldismann sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2022 18:45 Konan verður annað hvort komin á steypirinn eða nýbúin að fæða þegar vitnaleiðslur í málinu fara fram. Getty Konu, sem komin er minnst sjö mánuði á leið, hefur verið gert að bera vitni fyrir héraðsdómi með meintan brotamann sinn í salnum. Maðurinn er sakaður um stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi sambýliskonu sinni, sem hann hefur áður sætt nálgunarbanni fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði 25. mars síðastliðinn að manninum bæri að víkja úr dómsal á meðan konan bæri þar vitni. Maðurinn er eins og áður segir ákærður fyrir brot í nánu sambandi en hann hefur áður fengið dóm vegna ofbeldis í garð konunnar. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að grófleiki og alvarleiki meintra brota, eins og þau birtist í gögnum málsins, séu með meira móti. Konan krafðist þess að maðurinn viki úr salnum þar sem nærvera hans væri henni mjög þungbær vegna eðlis og alvarleika brotanna, forsögu atvika og hún hefði áhrif á meðgöngu hennar vegna ófædds barns hennar og hefði veruleg áhrif á framburð fyrir dómi. Til stuðnings kröfunni fylgdi vottorð frá ljósmóður og vottorð frá félagsráðgjafa þar sem fram kemur að konan sé þegar undir miklu álagi og haldin miklum kvíða vegna meintra brota mannsins gegn henni. Fram kemur þá í mati ljósmóðurinnar að það muni vera sérstaklega íþyngjandi og kvíðavaldandi fyrir konuna þurfi hún að bera vitni með manninn inni í salnum og gæti slíkt álag haft áhrif á ófætt barn konunnar. Landsréttur hefur nú fellt úrskurð héraðsdóms úr gildi og þarf maðurinn því ekki að víkja úr salnum á meðan á vitnaleiðslu konunnar stendur. Er þar vísað til þess að meginregla í sakamálaréttarfari sé sú að ákærði eigi rétt á því að vera viðstaddur aðalmeðferð og önnur þinghöld í máli sem höfðað er gegn honum. Þá kemur fram í úrskurði Landsréttar að hvorki vottorð félagsráðgjafans né ljósmóðurinnar beri með sér að vottorðsgjafar hafi lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif nærvera mannsins muni geta haft á framburð konunnar þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Auk þess beri vottorðin ekki með sér að vottorðsgjafar hafi sérþekkingu til að leggja mat á það. Samkvæmt úrskurðinum er gert ráð fyrir að konan eigi barnið í maí, ekki er nánar tilgreint hvenær, en aðalmeðferð málsins fer fram dagana 2. og 3. júní. Að öllum líkindum verður barn hennar þá aðeins nokkurra daga eða vikna gamalt, ef ekki enn ófætt. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði 25. mars síðastliðinn að manninum bæri að víkja úr dómsal á meðan konan bæri þar vitni. Maðurinn er eins og áður segir ákærður fyrir brot í nánu sambandi en hann hefur áður fengið dóm vegna ofbeldis í garð konunnar. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að grófleiki og alvarleiki meintra brota, eins og þau birtist í gögnum málsins, séu með meira móti. Konan krafðist þess að maðurinn viki úr salnum þar sem nærvera hans væri henni mjög þungbær vegna eðlis og alvarleika brotanna, forsögu atvika og hún hefði áhrif á meðgöngu hennar vegna ófædds barns hennar og hefði veruleg áhrif á framburð fyrir dómi. Til stuðnings kröfunni fylgdi vottorð frá ljósmóður og vottorð frá félagsráðgjafa þar sem fram kemur að konan sé þegar undir miklu álagi og haldin miklum kvíða vegna meintra brota mannsins gegn henni. Fram kemur þá í mati ljósmóðurinnar að það muni vera sérstaklega íþyngjandi og kvíðavaldandi fyrir konuna þurfi hún að bera vitni með manninn inni í salnum og gæti slíkt álag haft áhrif á ófætt barn konunnar. Landsréttur hefur nú fellt úrskurð héraðsdóms úr gildi og þarf maðurinn því ekki að víkja úr salnum á meðan á vitnaleiðslu konunnar stendur. Er þar vísað til þess að meginregla í sakamálaréttarfari sé sú að ákærði eigi rétt á því að vera viðstaddur aðalmeðferð og önnur þinghöld í máli sem höfðað er gegn honum. Þá kemur fram í úrskurði Landsréttar að hvorki vottorð félagsráðgjafans né ljósmóðurinnar beri með sér að vottorðsgjafar hafi lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif nærvera mannsins muni geta haft á framburð konunnar þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Auk þess beri vottorðin ekki með sér að vottorðsgjafar hafi sérþekkingu til að leggja mat á það. Samkvæmt úrskurðinum er gert ráð fyrir að konan eigi barnið í maí, ekki er nánar tilgreint hvenær, en aðalmeðferð málsins fer fram dagana 2. og 3. júní. Að öllum líkindum verður barn hennar þá aðeins nokkurra daga eða vikna gamalt, ef ekki enn ófætt.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira