Erlent

Fimm látnir eftir að sendi­ferða­bíll rakst á lest í Ung­verja­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð nærri bænum Mindszent.
Slysið varð nærri bænum Mindszent. AP

Að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tíu slösuðust eftir að sendiferðabíll rakst á lest í suðurhluta Ungverjalands í morgun. Talsmaður yfirvalda segir að ökumaður sendiferðabílsins hafi hunsað rautt ljós.

Lestarvagninn fór af sporinu við áreksturinn sem varð skammt frá bænum Mindszent nærri landamærunum að Serbíu.

Í frétt DW segir að öll þau sem létust hafi verið í sendiferðabílnum. 22 hafi verið um borð í lestinni þar sem tveir slösuðust alvarlega og átta til viðbótar slösuðust lítillega.

Ungverskir fjölmiðlar segja að sendiferðabíllinn hafi verið skráður í Ungverjalandi og hafi verið að flytja verkafólk.

Frá vettvangi í morgun.AP




Fleiri fréttir

Sjá meira


×