Við vorum bara að hlaupa út um allan völl og það kann ekki góðri lukku að stýra Siggeir F. Ævarsson skrifar 4. apríl 2022 21:15 Rúnar Ingi á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm Njarðvík tapaði með sjö stiga mun fyrir deildarmeisturum Fjölnis í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir margt mega betur fara. Njarðvíkingar hófu leikinn gegn Fjölni í kvöld með miklum látum. Komust í 2-12 og settu svo einn þrist til viðbótar, fimm þristar til að opna leikinn, en svo komu ekki fleiri körfur frá þeim í leikhlutanum. Í kjölfarið kom svo 30-3 áhlaup frá Fjölni. Við spurðum Rúnar Inga hvað hefði eiginlega farið úrskeiðis hjá Njarðvík þarna í byrjun? „Rosalega margt. Við förum bara útúr því sem að við vildum vera að gera. Hlaupum mjög óskipulagðan sóknarleik og erum að bregðast mjög illa við því að þær fara að koma sér aðeins inn í leikinn. Við erum með ákveðna hluti sem við viljum hlaupa á móti þessu svæði hjá þeim og viljum ekkert vera að blanda hlutunum of mikið saman. Vildum reyna að gera þetta einfalt, mjólka það sem virkar og færum okkur svo yfir í annað. En það sem við vorum að hlaupa á þessum tímapunkti var bara eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Við vorum bara að hlaupa útum allan völl og það kann ekki góðri lukku að stýra. Við þurfum að bregðast betur við.“ Rúnar sá þó ekki eintómt svartnætti í leik sinna kvenna þrátt fyrir erfiðan kafla í fyrri hálfleik. „Fyrir utan þennan kafla í fyrri hálfleik þá fannst mér við gera rosalega vel á mörgum köflum. Leikur eitt, þetta er svona gagnasöfnun fyrir framhaldið. Ef við getum byggt á þessu góða sem við vorum að gera hérna í dag þá líst mér bara ansi vel á framhaldið.“ Erlendu leikmenn Njarðvíkur voru nokkuð langt frá sínum besta í kvöld. Til að mynda þá spilaði Aliyah A'taeya Collier allar 40 mínútur leiksins en skoraði aðeins 14 stig og var 5 af 21 í skotum. Rúnar sagði að það væri þó ekkert lykilatriði fyrir hans lið að fá mikið framlag frá þeim. Aliyah A'taeya Collier átti ekki sinn besta leik.Vísir/Vilhelm „Mér er bara alveg sama hvaðan gott kemur, í alvöru talað. Ég vil bara að við séum með fimm leikmenn á gólfinu sem hafa trú á sjálfum sér, vilji spila körfubolta saman og búa til galopin skot. Það eru alltaf fimm leikmenn inná sem geta hitt úr galopnum skotum. Við þurfum bara að vera klóknari að finna þessi galopnu skot og hafa trú á þeim. Þó ég sé búinn að klikka úr tveimur, þá fer bara næsta ofan í. Hvort sem það kemur frá leikmanni í búning númer 12 eða 14, á endanum þá skiptir það mig engu máli. Við þurfum bara að spila saman og gera þetta sem lið.“ Þrátt fyrir að Fjölnir hafi átt þetta stóra áhlaup þá gáfust Njarðvíkingar aldrei upp og náðu tvívegis að minnka muninn í tveggja sókna leik. Rúnar hlýtur að geta tekið eitt og annað jákvætt útúr þessum leik þegar upp er staðið? „Við missum hausinn þarna í fyrri hálfleik, ég veit ekki hvort við of peppumst eftir að hafa byrjað svona vel og förum bara útúr öllu sem við ætluðum að gera því við erum svo geggjaðar, förum bara að bulla algjörlega. Svo þegar þú finnur að það gengur ekki þá förum við að missa fókusinn varnarlega útaf því að sóknin er léleg, en varnarplanið er að ganga heilt yfir mjög vel upp. Þetta er eitt af bestu sóknarliðum deildarinnar og við gerum hrikalega vel á móti þeim á löngum köflum. Ef við tökum bara í burtu þessi litlu smáatriði og náum að búa til 40 mínútna frammistöðu þá er ég helvíti brattur bara og trúi að við getum náð í sigra á móti þessu liði.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Sjá meira
Njarðvíkingar hófu leikinn gegn Fjölni í kvöld með miklum látum. Komust í 2-12 og settu svo einn þrist til viðbótar, fimm þristar til að opna leikinn, en svo komu ekki fleiri körfur frá þeim í leikhlutanum. Í kjölfarið kom svo 30-3 áhlaup frá Fjölni. Við spurðum Rúnar Inga hvað hefði eiginlega farið úrskeiðis hjá Njarðvík þarna í byrjun? „Rosalega margt. Við förum bara útúr því sem að við vildum vera að gera. Hlaupum mjög óskipulagðan sóknarleik og erum að bregðast mjög illa við því að þær fara að koma sér aðeins inn í leikinn. Við erum með ákveðna hluti sem við viljum hlaupa á móti þessu svæði hjá þeim og viljum ekkert vera að blanda hlutunum of mikið saman. Vildum reyna að gera þetta einfalt, mjólka það sem virkar og færum okkur svo yfir í annað. En það sem við vorum að hlaupa á þessum tímapunkti var bara eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Við vorum bara að hlaupa útum allan völl og það kann ekki góðri lukku að stýra. Við þurfum að bregðast betur við.“ Rúnar sá þó ekki eintómt svartnætti í leik sinna kvenna þrátt fyrir erfiðan kafla í fyrri hálfleik. „Fyrir utan þennan kafla í fyrri hálfleik þá fannst mér við gera rosalega vel á mörgum köflum. Leikur eitt, þetta er svona gagnasöfnun fyrir framhaldið. Ef við getum byggt á þessu góða sem við vorum að gera hérna í dag þá líst mér bara ansi vel á framhaldið.“ Erlendu leikmenn Njarðvíkur voru nokkuð langt frá sínum besta í kvöld. Til að mynda þá spilaði Aliyah A'taeya Collier allar 40 mínútur leiksins en skoraði aðeins 14 stig og var 5 af 21 í skotum. Rúnar sagði að það væri þó ekkert lykilatriði fyrir hans lið að fá mikið framlag frá þeim. Aliyah A'taeya Collier átti ekki sinn besta leik.Vísir/Vilhelm „Mér er bara alveg sama hvaðan gott kemur, í alvöru talað. Ég vil bara að við séum með fimm leikmenn á gólfinu sem hafa trú á sjálfum sér, vilji spila körfubolta saman og búa til galopin skot. Það eru alltaf fimm leikmenn inná sem geta hitt úr galopnum skotum. Við þurfum bara að vera klóknari að finna þessi galopnu skot og hafa trú á þeim. Þó ég sé búinn að klikka úr tveimur, þá fer bara næsta ofan í. Hvort sem það kemur frá leikmanni í búning númer 12 eða 14, á endanum þá skiptir það mig engu máli. Við þurfum bara að spila saman og gera þetta sem lið.“ Þrátt fyrir að Fjölnir hafi átt þetta stóra áhlaup þá gáfust Njarðvíkingar aldrei upp og náðu tvívegis að minnka muninn í tveggja sókna leik. Rúnar hlýtur að geta tekið eitt og annað jákvætt útúr þessum leik þegar upp er staðið? „Við missum hausinn þarna í fyrri hálfleik, ég veit ekki hvort við of peppumst eftir að hafa byrjað svona vel og förum bara útúr öllu sem við ætluðum að gera því við erum svo geggjaðar, förum bara að bulla algjörlega. Svo þegar þú finnur að það gengur ekki þá förum við að missa fókusinn varnarlega útaf því að sóknin er léleg, en varnarplanið er að ganga heilt yfir mjög vel upp. Þetta er eitt af bestu sóknarliðum deildarinnar og við gerum hrikalega vel á móti þeim á löngum köflum. Ef við tökum bara í burtu þessi litlu smáatriði og náum að búa til 40 mínútna frammistöðu þá er ég helvíti brattur bara og trúi að við getum náð í sigra á móti þessu liði.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Sjá meira