Rooney telur Man. United þurfa yngri og hungraðri leikmenn en Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2022 09:01 Rooney og Ronaldo voru magnaðir á sínum tíma hjá Man United. Richard Heathcote/Getty Images Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir sitt gamla félag þurfa yngri og hungraðri leikmenn en Cristiano Ronaldo til að lyfta því upp úr þeim öldudal sem það virðist fast í. Rooney, sem í dag þjálfar Derby County í ensku B-deildinni, var liðsfélagi Ronaldo hjá Man. United frá árinu 2004 til 2009. Með þá innanborðs vann Manchester-liðið nær allt sem hægt var að vinna. Í dag er staðan hins vegar önnur. Rooney var mættur í Monday Night Football til að fara yfir leik Crystal Palace og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Þar var hann ásamt Jamie Carragher og David Jones þáttastjórnanda. Wayne Rooney on whether it was a mistake for Man Utd to resign Cristiano Ronaldo Watch #MNF live on Sky Sports now pic.twitter.com/KZhejthz7t— Sky Sports (@SkySports) April 4, 2022 Carragher, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, hafði slæma tilfinningu fyrir því þegar Man United ákvað að festa kaup á 36 ára gömlum Ronaldo síðasta sumar. Portúgalinn er í dag orðinn árinu eldri og Rooney er ekki á því að Ronaldo sé framtíðarlausn fyrir hans fyrrum félag. „Þú verður að segja nei eins og staðan er í augnablikinu. Hann hefur skorað mörk, mikilvæg mörk í Meistaradeild Evrópu fyrr á leiktíðinni, hann skoraði augljóslega þrennu gegn Tottenham en ef þú horfir til framtíðar þá þarf að velja yngri og hungraðri leikmenn í von um að lyfta Manchester United upp á næstu tveimur til þremur árum,“ sagði Rooney aðspurður hvort kaupin á Ronaldo hefðu gengið upp. „Cristiano er augljóslega að eldast. Hann er ekki sami leikmaður og hann var þegar hann var á þrítugsaldri. Það gerist, þannig er fótbolti. Hann getur ógnað marki en hvað varðar aðra hluta leiksins þá þarf Man United meira, félagið þarf yngri og hungraðri leikmenn,“ bætti Rooney að endingu við. Ronaldo verður eflaust ekki sáttur með að heyra skoðun síns fyrrum félaga.Martin Rickett/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. 28. mars 2022 10:31 Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. 10. febrúar 2022 10:01 Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. 9. febrúar 2022 13:01 Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. 6. febrúar 2022 10:46 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Rooney, sem í dag þjálfar Derby County í ensku B-deildinni, var liðsfélagi Ronaldo hjá Man. United frá árinu 2004 til 2009. Með þá innanborðs vann Manchester-liðið nær allt sem hægt var að vinna. Í dag er staðan hins vegar önnur. Rooney var mættur í Monday Night Football til að fara yfir leik Crystal Palace og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Þar var hann ásamt Jamie Carragher og David Jones þáttastjórnanda. Wayne Rooney on whether it was a mistake for Man Utd to resign Cristiano Ronaldo Watch #MNF live on Sky Sports now pic.twitter.com/KZhejthz7t— Sky Sports (@SkySports) April 4, 2022 Carragher, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, hafði slæma tilfinningu fyrir því þegar Man United ákvað að festa kaup á 36 ára gömlum Ronaldo síðasta sumar. Portúgalinn er í dag orðinn árinu eldri og Rooney er ekki á því að Ronaldo sé framtíðarlausn fyrir hans fyrrum félag. „Þú verður að segja nei eins og staðan er í augnablikinu. Hann hefur skorað mörk, mikilvæg mörk í Meistaradeild Evrópu fyrr á leiktíðinni, hann skoraði augljóslega þrennu gegn Tottenham en ef þú horfir til framtíðar þá þarf að velja yngri og hungraðri leikmenn í von um að lyfta Manchester United upp á næstu tveimur til þremur árum,“ sagði Rooney aðspurður hvort kaupin á Ronaldo hefðu gengið upp. „Cristiano er augljóslega að eldast. Hann er ekki sami leikmaður og hann var þegar hann var á þrítugsaldri. Það gerist, þannig er fótbolti. Hann getur ógnað marki en hvað varðar aðra hluta leiksins þá þarf Man United meira, félagið þarf yngri og hungraðri leikmenn,“ bætti Rooney að endingu við. Ronaldo verður eflaust ekki sáttur með að heyra skoðun síns fyrrum félaga.Martin Rickett/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. 28. mars 2022 10:31 Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. 10. febrúar 2022 10:01 Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. 9. febrúar 2022 13:01 Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. 6. febrúar 2022 10:46 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. 28. mars 2022 10:31
Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. 10. febrúar 2022 10:01
Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. 9. febrúar 2022 13:01
Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. 6. febrúar 2022 10:46