#mínarbuxur: Gamlar hugmyndir um hvernig alvöru nauðgun lítur út Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 22:01 Steinunn segir viðhorf dómarans gamaldags. vísir Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot í vikunni. Dómurinn hefur vakið mikla reiði og komið af stað bylgju á samfélagsmiðlum en fólki þykir dómarinn velta því þar upp hvort konan hafi verið í of þröngum buxum til að brotið hafi getað átt sér stað. Atvikið átti sér stað árið 2019. Konan segir manninn hafa haldið sér fastri og nauðgað sér, hún frosið en ítrekað beðið hann um að hætta. Dómurinn hefur vakið mikla athygli og er það helst orðalag og rökstuðningur dómarans sem vekur reiði almennings. „Við heildarmat á framburði brotaþola eru ákveðin atriði sem stinga í augun. Fyrir það fyrsta hefur brotaþoli aldrei lýst því hvernig ákærði klæddi hana úr öllum fötunum en fyrir liggur að hún var í uppháum leðurbuxum. Þær buxur voru ekki ljósmyndaðar af lögreglu og liggur því ekkert fyrir um útlit þeirra og hversu auðvelt eða erfitt var að klæðast úr þeim.“ segir í dómnum. Klæðaburður brotaþola skipti ekki máli „Þetta með buxurnar - þetta er svona saga sem maður er búinn að heyra aftur og aftur. Ég man fyrir nokkrum árum þá varð allt brjálað erlendis út af nákvæmlega sama dæmi þar sem að kona þótti vera í of þröngum gallabuxum til að vera nauðgað. Og við þekkjum bara endalausar sögur um klæðnað brotaþola og að hann skipti í raun og veru einhverju máli. Hann gerir það ekki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Þetta varð kveikja að nýrri bylgju á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi kvenna birti myndir af buxum sínum undir millimerkinu #mínarbuxur, þar á meðal þingmaður Samfylkingarinnar. Steinunn telur að fræða þurfi dómara landsins betur um kynferðisofbeldi. „Ég held að þetta kannski byggi á einhverjum gömlum hugmyndum um hvernig alvöru nauðgun eigi að líta út. Einhver hugmynd um það að brotaþoli eigi að vera að streitast á móti allan tímann og sé að segja nei og að fatnaðurinn geti einhvern veginn varið brotaþolann gegn nauðguninni,“ segir Steinunn. Var málflutningur mannsins talinn trúverðugri en konunnar vegna þess að málflutningur hennar hélst ekki alveg stöðugur í gegn um allt ferlið. „En ef maður þekkir eitthvað til áfallaviðbragða og áfallastreitu í kjölfar nauðgunar þá eru þetta ósanngjarnar og óraunhæfar kröfur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Dómstólar Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Atvikið átti sér stað árið 2019. Konan segir manninn hafa haldið sér fastri og nauðgað sér, hún frosið en ítrekað beðið hann um að hætta. Dómurinn hefur vakið mikla athygli og er það helst orðalag og rökstuðningur dómarans sem vekur reiði almennings. „Við heildarmat á framburði brotaþola eru ákveðin atriði sem stinga í augun. Fyrir það fyrsta hefur brotaþoli aldrei lýst því hvernig ákærði klæddi hana úr öllum fötunum en fyrir liggur að hún var í uppháum leðurbuxum. Þær buxur voru ekki ljósmyndaðar af lögreglu og liggur því ekkert fyrir um útlit þeirra og hversu auðvelt eða erfitt var að klæðast úr þeim.“ segir í dómnum. Klæðaburður brotaþola skipti ekki máli „Þetta með buxurnar - þetta er svona saga sem maður er búinn að heyra aftur og aftur. Ég man fyrir nokkrum árum þá varð allt brjálað erlendis út af nákvæmlega sama dæmi þar sem að kona þótti vera í of þröngum gallabuxum til að vera nauðgað. Og við þekkjum bara endalausar sögur um klæðnað brotaþola og að hann skipti í raun og veru einhverju máli. Hann gerir það ekki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Þetta varð kveikja að nýrri bylgju á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi kvenna birti myndir af buxum sínum undir millimerkinu #mínarbuxur, þar á meðal þingmaður Samfylkingarinnar. Steinunn telur að fræða þurfi dómara landsins betur um kynferðisofbeldi. „Ég held að þetta kannski byggi á einhverjum gömlum hugmyndum um hvernig alvöru nauðgun eigi að líta út. Einhver hugmynd um það að brotaþoli eigi að vera að streitast á móti allan tímann og sé að segja nei og að fatnaðurinn geti einhvern veginn varið brotaþolann gegn nauðguninni,“ segir Steinunn. Var málflutningur mannsins talinn trúverðugri en konunnar vegna þess að málflutningur hennar hélst ekki alveg stöðugur í gegn um allt ferlið. „En ef maður þekkir eitthvað til áfallaviðbragða og áfallastreitu í kjölfar nauðgunar þá eru þetta ósanngjarnar og óraunhæfar kröfur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Dómstólar Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira