Erlent

Skelfi­legir stríðs­glæpir koma í ljós

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hörmungarnar koma betur og betur í ljós eftir því sem Úkraínumenn vinna meira af landsvæði sínu til baka. 
Hörmungarnar koma betur og betur í ljós eftir því sem Úkraínumenn vinna meira af landsvæði sínu til baka.  Getty/Alexey Furman

Al­þjóð­leg mann­réttinda­sam­tök segja ljóst að rúss­neskir her­menn hafi framið ýmsa stríðs­glæpi í Úkraínu. Hræði­legar sögur berast frá í­búum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá.

Þeir tóku sex karl­menn úr mis­munandi fjöl­skyldum, sögðu fjöl­skyldum þeirra að bíða við hús sín og leiddu mennina að þorps­mörkunum þar sem þeir skutu þá.

Svona lýsir kona úr litlum bæ nærri borginni Cher­ni­hiv því sem gerðist þar á allra fyrstu dögum inn­rásarinnar eftir að Rússar höfðu náð stjórn á svæðinu. Af­taka mannanna sex segir hún hafa verið al­ger­lega til­hæfu­lausa – þeir voru al­mennir borgarar.

Hún lýsir at­vikinu í sam­tali við al­þjóð­legu mann­réttinda­sam­tökin Human Rig­hts Watch, eða Mann­réttinda­vaktin, sem hefur síðustu daga tekið við­töl við íbúa þeirra svæða í Úkraínu sem Rússar hafa stjórnað. Rúss­neski herinn hefur horfið frá stóru svæði í norðri og virðist ætla að ein­beita sér að austur­hluta landsins.

Mynd tekin í bæ nærri Chernihiv í gær. Leyfum af sprengjum hefur verið safnað saman í hrúgur við hreinsunarstarf í bænum.getty/metin aktas

Sam­tökin segja herinn hafa skilið eftir sig slóð hörmunga og greini­legra dæma um stríðs­glæpi. Þannig hafi sam­tökin rætt við íbúa í norðrinu sem lýsi nokkrir því að hafa orðið vitni til­hæfu­lausum af­tökum á al­mennum borgurum, nauðgunum og jafnvel drápum á börnum og mæðrum  þeirra.

Hreinsun og hjálpar­starf standa nú yfir á þessum svæðum sem Úkraínu­menn hafa náð aftur á sitt vald.

Úkraínumenn beina reiði sinni að rússneskum almenningi

Rætt var við Karl Júlíus­son, starfs­mann Al­þjóða-Rauða krossins í Sprengi­sandi í morgun. Hann var ný­kominn frá Úkraínu eftir þriggja vikna dvöl þar og lýsti því hvernig and­úð Úkraínu­manna á Rússum hefur farið vaxandi.

„Maður upp­lifir mjög sterkt þetta - ég ætla ekki að segja hatur - en þessar sterku til­finningar í garð Rússa og rúss­nesks al­mennings í sjálfu sér,“ sagði Karl.

Hann sagði þannig Úkraínu­menn ekki að­eins beina and­úð sinni gegn rúss­neskum stjórn­völdum, eins og flestir Vestur­landa­búar.

„Þegar fólk er þarna í miðju stríði að missa ættingja og vini og annað að þá að sjálf­sögðu verða til­finningar mjög svona beittari,“ sagði Karl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×