Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2022 14:04 Mikil og góð stemming er á meðal sjálfboðaliða á staðnum. Þórhallur Einisson Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar. Það var að morgni þriðjudagsins 22. febrúar, sem íþróttahús Hvergerðinga, Hamarshöllin sprakk í ofsa veðri. Síðan þá hefur dúkur hallarinnar legið á sökkli hússins. Í morgun hófu fjölmargir sjálfboðaliðar, sem verða að í allan dag að fjarlægja dúkinn. Vinnan felst aðallega í því að skera dúkinn og bera afskorninga til hliðar við svæði þar sem Hamarshöllin stóð. Þórhallur Einisson er formaður íþróttafélagsins Hamars. „Hér er bara verið að vinna með dúkahnífa og önnur verkfæri. Það er verið að rista dúkinn í ræmur og svo er verið að klippa niður í lengdir. Við höfum verið að fá pantanir og erum bara að sjá til þess að þessi dúkur komist í góð not,“ segir Þórhallur. Þórhallur segir fjölmarga verktaka hafa keypt hluta af dúknum til að setja yfir hús, sem eru í smíðum og þá hafi gróðurhúsaeigendur sótt mikið í að fá dúk úr höllinni. Fjöldi fólks er í sjálfboðavinnu í Hveragerði í dag til að koma dúknum af gervigrasvelllinuÞórhallur Einisson „Þetta eru náttúrulega sex þúsund fermetrar og það er innra og ytra lag á dúknum og hann er reyndar tekin saman á ákveðnu millibili, þannig að þetta eru sex til tólf þúsund fermetrar eftir því hvernig þú lítur á það,“ bætir Þórhallur við. En hvað verður gert, verður ný loftborin Hamarshöll sett aftur upp á staðnum eða eitthvað allt annað gert? „Nei, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Bæjaryfirvöld eru að ákveða sig með þetta og þar er í mörg horn að líta. Við bíðum spennt fyrir því að sjá hvernig við fáum aðstöðuna aftur í því formi, sem hún var,“ segir Þórhallur, formaður Hamars. Hveragerði Hamar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Það var að morgni þriðjudagsins 22. febrúar, sem íþróttahús Hvergerðinga, Hamarshöllin sprakk í ofsa veðri. Síðan þá hefur dúkur hallarinnar legið á sökkli hússins. Í morgun hófu fjölmargir sjálfboðaliðar, sem verða að í allan dag að fjarlægja dúkinn. Vinnan felst aðallega í því að skera dúkinn og bera afskorninga til hliðar við svæði þar sem Hamarshöllin stóð. Þórhallur Einisson er formaður íþróttafélagsins Hamars. „Hér er bara verið að vinna með dúkahnífa og önnur verkfæri. Það er verið að rista dúkinn í ræmur og svo er verið að klippa niður í lengdir. Við höfum verið að fá pantanir og erum bara að sjá til þess að þessi dúkur komist í góð not,“ segir Þórhallur. Þórhallur segir fjölmarga verktaka hafa keypt hluta af dúknum til að setja yfir hús, sem eru í smíðum og þá hafi gróðurhúsaeigendur sótt mikið í að fá dúk úr höllinni. Fjöldi fólks er í sjálfboðavinnu í Hveragerði í dag til að koma dúknum af gervigrasvelllinuÞórhallur Einisson „Þetta eru náttúrulega sex þúsund fermetrar og það er innra og ytra lag á dúknum og hann er reyndar tekin saman á ákveðnu millibili, þannig að þetta eru sex til tólf þúsund fermetrar eftir því hvernig þú lítur á það,“ bætir Þórhallur við. En hvað verður gert, verður ný loftborin Hamarshöll sett aftur upp á staðnum eða eitthvað allt annað gert? „Nei, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Bæjaryfirvöld eru að ákveða sig með þetta og þar er í mörg horn að líta. Við bíðum spennt fyrir því að sjá hvernig við fáum aðstöðuna aftur í því formi, sem hún var,“ segir Þórhallur, formaður Hamars.
Hveragerði Hamar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira