Tölvuþrjótar taka yfir Twitter-aðgang Bjartrar framtíðar Bjarki Sigurðsson skrifar 1. apríl 2022 16:08 Svona lítur Twitter-aðgangur Bjartrar framtíðar út í dag. Tölvuþrjótar virðast hafa stolið aðgangnum og gjörbreytt honum. Twitter Tölvuþrjótar virðast hafa tekið yfir Twitter-aðgang stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar. Búið er að breyta notendanafninu, forsíðumyndinni og nú birtast einungis færslur um einstök stafræn skírteini eða NFT. Fyrrverandi formaður flokksins kemur af fjöllum. NFT er ætlað að vera nýtt form listar sem er einungis til á stafrænu formi. Myndirnar eru til á svokölluðu „blockchain“ og þar er hægt að sanna hvort þú sért eigandi hennar eða ekki. Síðan hefur ekki verið í notkun síðan árið 2017 þegar verið var að kjósa til Alþingis. Flokkurinn náði ekki manni inn í þeim kosningum og hlaut aðeins 1,2% atkvæða. Einstaklingurinn sem tók yfir síðuna hefur væntanlega viljað eignast aðgang með hinu afar eftirsótta, bláa og hvíta „verified“ merki. Þá getur hann litið út fyrir að eiga listaverkin sem hann birtir myndir af, en svo er ekki. Gjafaleikir til að auka vinsældir Forsíðumynd aðgangsins er af listaverki úr hinni geysivinsælu Bored Apes-línu sem er sú verðmætasta meðal safnara. Hægt er að skoða hver raunverulegur eigandi myndarinnar er í gegnum vefsíðuna OpenSea og þar kemur í ljós að hann er allt annar. Á vefsíðunni auglýsir þjófurinn gjafaleiki sem eru væntanlega svindl. Hann segist vilja að fólk deili færslum sínum til að eiga möguleika á að sigra. fast giveaway guys !! 1 winner of a nft or eth who retweets , likes and follows me fast! — tid (@bjortframtid) April 1, 2022 Síðan er á miklu flugi eftir að henni var stolið og eru um 100 fylgjendur að bætast í hópinn á mínútu fresti. Fylgjendur eru sjötíu þúsund þegar þetta er skrifað. Kannast ekki við málið Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir var seinast skráður formaður flokksins sem bauð sig ekki fram í Alþingiskosningunum á seinasta ári. Hún situr þó í bæjarstjórn Kópavogsbæjar fyrir hönd BF Viðreisn sem er sameiginlegt framboð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Theodóra segir í samtali við Vísi að hún viti ekkert um málið og hafi aldrei komið nálægt síðunni. Samfélagsmiðlar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
NFT er ætlað að vera nýtt form listar sem er einungis til á stafrænu formi. Myndirnar eru til á svokölluðu „blockchain“ og þar er hægt að sanna hvort þú sért eigandi hennar eða ekki. Síðan hefur ekki verið í notkun síðan árið 2017 þegar verið var að kjósa til Alþingis. Flokkurinn náði ekki manni inn í þeim kosningum og hlaut aðeins 1,2% atkvæða. Einstaklingurinn sem tók yfir síðuna hefur væntanlega viljað eignast aðgang með hinu afar eftirsótta, bláa og hvíta „verified“ merki. Þá getur hann litið út fyrir að eiga listaverkin sem hann birtir myndir af, en svo er ekki. Gjafaleikir til að auka vinsældir Forsíðumynd aðgangsins er af listaverki úr hinni geysivinsælu Bored Apes-línu sem er sú verðmætasta meðal safnara. Hægt er að skoða hver raunverulegur eigandi myndarinnar er í gegnum vefsíðuna OpenSea og þar kemur í ljós að hann er allt annar. Á vefsíðunni auglýsir þjófurinn gjafaleiki sem eru væntanlega svindl. Hann segist vilja að fólk deili færslum sínum til að eiga möguleika á að sigra. fast giveaway guys !! 1 winner of a nft or eth who retweets , likes and follows me fast! — tid (@bjortframtid) April 1, 2022 Síðan er á miklu flugi eftir að henni var stolið og eru um 100 fylgjendur að bætast í hópinn á mínútu fresti. Fylgjendur eru sjötíu þúsund þegar þetta er skrifað. Kannast ekki við málið Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir var seinast skráður formaður flokksins sem bauð sig ekki fram í Alþingiskosningunum á seinasta ári. Hún situr þó í bæjarstjórn Kópavogsbæjar fyrir hönd BF Viðreisn sem er sameiginlegt framboð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Theodóra segir í samtali við Vísi að hún viti ekkert um málið og hafi aldrei komið nálægt síðunni.
Samfélagsmiðlar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira