Fyrri áfallasaga rauður þráður hjá föngum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. apríl 2022 19:01 Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa gerði viðtalsrannsókn á íslenskum kvenföngum. Þar kom fram að allar konurnar höfðu orðið fyrir alvarlegum áföllum sem leiddi þær út í vímuefnavanda og neyslutengd afbrot. Svipaðar niðurstöður hafa komið fram í erlendum rannsóknum. Vísir/Sigurjón Alvarleg áföll sem leiddu til vímuefnavanda og neyslutengdra afbrota er rauður þráður í reynslu íslenskra kvenfanga samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Geðhjúkrunarfræðingur segir það koma heim og saman við sambærilegar rannsóknir erlendis. „Sífellt fleiri erlendar rannsóknir sýna að áföll geta leitt til afbrotahegðunar og jafnvel fangelsisvistar síðar meir á ævinni. Það er mikilvægt að samfélagið sé meðvitað um þessi tengsl,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa. Arndís gerði nýlega rannsókn þar sem hún ræddi við níu íslenska kvenfanga um reynslu þeirra. Niðurstöðurnar koma heim og saman við það sem hún hafði áður kynnt sér um þessi mál. „Í þeim viðtölum sem ég tók kom fram að margar konurnar höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða vanrækslu heima hjá sér í æsku. Margar höfðu verið í barnaverndarúrræðum sem börn og verið á meðferðarheimilinum. Það rýmar við erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á karl-og kvenföngum en í þeim kemur áberandi áfallasaga yfirleitt fram,“ segir Arndís. Arndís segir að konurnar hafi svo lýst því hvernig þær leiddust út í vímuefnaneyslu-og vanda sem bjargráð til að flýja eða lifa af erfiðar aðstæður og eða minningar. „Það er þekkt að áföll í æsku geta valdið því að fólk leitar í vímuefni til að sefa þessa vanlíðan og síðan leiðir neyslan af sér afbrot til að fjármagna neysluna. Þetta átti við allar konurnar sem ég ræddi við,þær voru allar inni vegna neyslutengdra brota,“ segir hún. Hún segir að flestar konurnar hafi farið í vímuefnameðferðir en fundist vanta að þar væri unnið úr áföllunum. Úrvinnsla áfalla væri forsenda þess að ná bata. „Ég vona að við séum sem samfélag að komast á þann stað að það verði hægt að grípa fyrr inn í og skoða þessa tengingu milli áfalla og slíkra vandamála síðar á ævinni,“ segir hún. Arndís leggur jafnframt áherslu á að það sé alls ekki sama sem merki milli áfalla og afbrotahegðunar heldur aðeins að ómeðhöndluð áföll geti aukið líkur á afbrotahegðun og fangelsisvist síðar meir. Fangelsismál Félagsmál Fíkniefnabrot Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Sífellt fleiri erlendar rannsóknir sýna að áföll geta leitt til afbrotahegðunar og jafnvel fangelsisvistar síðar meir á ævinni. Það er mikilvægt að samfélagið sé meðvitað um þessi tengsl,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa. Arndís gerði nýlega rannsókn þar sem hún ræddi við níu íslenska kvenfanga um reynslu þeirra. Niðurstöðurnar koma heim og saman við það sem hún hafði áður kynnt sér um þessi mál. „Í þeim viðtölum sem ég tók kom fram að margar konurnar höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða vanrækslu heima hjá sér í æsku. Margar höfðu verið í barnaverndarúrræðum sem börn og verið á meðferðarheimilinum. Það rýmar við erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á karl-og kvenföngum en í þeim kemur áberandi áfallasaga yfirleitt fram,“ segir Arndís. Arndís segir að konurnar hafi svo lýst því hvernig þær leiddust út í vímuefnaneyslu-og vanda sem bjargráð til að flýja eða lifa af erfiðar aðstæður og eða minningar. „Það er þekkt að áföll í æsku geta valdið því að fólk leitar í vímuefni til að sefa þessa vanlíðan og síðan leiðir neyslan af sér afbrot til að fjármagna neysluna. Þetta átti við allar konurnar sem ég ræddi við,þær voru allar inni vegna neyslutengdra brota,“ segir hún. Hún segir að flestar konurnar hafi farið í vímuefnameðferðir en fundist vanta að þar væri unnið úr áföllunum. Úrvinnsla áfalla væri forsenda þess að ná bata. „Ég vona að við séum sem samfélag að komast á þann stað að það verði hægt að grípa fyrr inn í og skoða þessa tengingu milli áfalla og slíkra vandamála síðar á ævinni,“ segir hún. Arndís leggur jafnframt áherslu á að það sé alls ekki sama sem merki milli áfalla og afbrotahegðunar heldur aðeins að ómeðhöndluð áföll geti aukið líkur á afbrotahegðun og fangelsisvist síðar meir.
Fangelsismál Félagsmál Fíkniefnabrot Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira