Kanarí grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2022 15:40 Kanarí hópurinn. Stjörnulið skemmtikrafta kemur fram í grínsketsum söfnunar- og skemmtiþáttar UNICEF á RÚV 2. apríl. Grínhópurinn Kanarí mun halda uppi gleðinni sem grínstjórar á „Heimsins mikilvægasta kvöldi“ söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi sem verður í beinni útsendingu á RÚV laugardagskvöldið 2. apríl klukkan 19:45. Kanarí hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars fyrir grínþætti sína á RÚV og tóku því fagnandi að geta lagt UNICEF og góðu málefni lið sem grínstjórar þáttarins. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi. Að fá að nota grínið okkar til að vekja athygli fólks á bágri stöðu barna víðs vegar um heiminn er ómetanlegt. Svo var líka sjúklega gaman að fá að vinna með Jóni Gnarr, Annie Mist og goðsögnunum úr Spaugstofunni og fleirum,“ segja Kanarí en hópurinn samanstendur af Guðmundi Felixsyni, Steiney Skúladóttur, Guðmundi Einari, Mána Arnarsyni, Pálma Frey Haukssyni og Eygló Hilmarsdóttur. Klippa: Kanarí fyrir UNICEF „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. Þar verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðaraðgerðir UNICEF á svæðinu og eins sýnt frá margvíslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveirunnar á líf barna, meðal annars í Malaví, Sierra Leone, Indónesíu, Bangladess og Jemen,“ segir í tilkynningu frá UNICEF. „Gleði og von mun gegna mikilvægu hlutverki í þættinum við að tryggja jafnvægi í þeirri tilfinningarússíbanareið sem þátturinn mun leiða áhorfendur um. Óhætt er að segja að Kanarí hafi lyft grettistaki í að fá ótal þjóðþekkta einstaklinga til liðs við sig fyrir gríninnslög þáttarins, eins og sjá má í meðfylgjandi stiklu.“ Fjöldi þekktra Íslendinga leggur málefninu lið.Baldur Kristjáns Meðal gestaleikara í innslögum grínstjóranna má nefna: Annie Mist Þórisdóttir, Jón Gnarr, Steindi Jr., Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Gísli Örn Garðarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Að ógleymdu stjörnuliði tónlistarfólks á borð við Glowie, Jón Jónsson, Króla, Reykjavíkurdætur, Bassa Maraj, Gugusar, JFDR og Vigdísi í Flott, sem koma að geggjaðri endurgerð á Prumpulaginu sem einmitt fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. UNICEF á Íslandi þakkar öllum þeim fjölmörgu sem gáfu vinnu sína og lögðu samtökunum lið til að láta hann verða að veruleika. Styrktaraðilar átaksins eru Vodafone, Lindex, og Kvika banki. Einnig fær UNICEF á Íslandi styrk frá Utanríkisráðuneytinu til að halda úti öflugu kynningar- og fræðslustarfi sem er hluti af þættinum. Auglýsingastofan TVIST vann markaðsátak herferðarinnar og útlit þáttarins.“ Annie Mist og Jón Gnarr taka þátt í verkefninu.Baldur Kristjáns Heimsins mikilvægasta kvöld er laugardaginn 2. apríl klukkan 19:45 á RÚV og Vodafone mun sjá um símaverið í söfnuninni. Vísir er í eigu SÝN sem er einnig eigandi Vodafone. Börn og uppeldi Grín og gaman Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Grínhópurinn Kanarí mun halda uppi gleðinni sem grínstjórar á „Heimsins mikilvægasta kvöldi“ söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi sem verður í beinni útsendingu á RÚV laugardagskvöldið 2. apríl klukkan 19:45. Kanarí hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars fyrir grínþætti sína á RÚV og tóku því fagnandi að geta lagt UNICEF og góðu málefni lið sem grínstjórar þáttarins. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi. Að fá að nota grínið okkar til að vekja athygli fólks á bágri stöðu barna víðs vegar um heiminn er ómetanlegt. Svo var líka sjúklega gaman að fá að vinna með Jóni Gnarr, Annie Mist og goðsögnunum úr Spaugstofunni og fleirum,“ segja Kanarí en hópurinn samanstendur af Guðmundi Felixsyni, Steiney Skúladóttur, Guðmundi Einari, Mána Arnarsyni, Pálma Frey Haukssyni og Eygló Hilmarsdóttur. Klippa: Kanarí fyrir UNICEF „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. Þar verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðaraðgerðir UNICEF á svæðinu og eins sýnt frá margvíslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveirunnar á líf barna, meðal annars í Malaví, Sierra Leone, Indónesíu, Bangladess og Jemen,“ segir í tilkynningu frá UNICEF. „Gleði og von mun gegna mikilvægu hlutverki í þættinum við að tryggja jafnvægi í þeirri tilfinningarússíbanareið sem þátturinn mun leiða áhorfendur um. Óhætt er að segja að Kanarí hafi lyft grettistaki í að fá ótal þjóðþekkta einstaklinga til liðs við sig fyrir gríninnslög þáttarins, eins og sjá má í meðfylgjandi stiklu.“ Fjöldi þekktra Íslendinga leggur málefninu lið.Baldur Kristjáns Meðal gestaleikara í innslögum grínstjóranna má nefna: Annie Mist Þórisdóttir, Jón Gnarr, Steindi Jr., Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Gísli Örn Garðarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Að ógleymdu stjörnuliði tónlistarfólks á borð við Glowie, Jón Jónsson, Króla, Reykjavíkurdætur, Bassa Maraj, Gugusar, JFDR og Vigdísi í Flott, sem koma að geggjaðri endurgerð á Prumpulaginu sem einmitt fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. UNICEF á Íslandi þakkar öllum þeim fjölmörgu sem gáfu vinnu sína og lögðu samtökunum lið til að láta hann verða að veruleika. Styrktaraðilar átaksins eru Vodafone, Lindex, og Kvika banki. Einnig fær UNICEF á Íslandi styrk frá Utanríkisráðuneytinu til að halda úti öflugu kynningar- og fræðslustarfi sem er hluti af þættinum. Auglýsingastofan TVIST vann markaðsátak herferðarinnar og útlit þáttarins.“ Annie Mist og Jón Gnarr taka þátt í verkefninu.Baldur Kristjáns Heimsins mikilvægasta kvöld er laugardaginn 2. apríl klukkan 19:45 á RÚV og Vodafone mun sjá um símaverið í söfnuninni. Vísir er í eigu SÝN sem er einnig eigandi Vodafone.
Börn og uppeldi Grín og gaman Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp