Talsmaður Pútín slær á væntingar til friðarviðræðanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2022 11:03 Peskov, sem er lengst til vinstri á myndinni, virðist ekki gefa mikið fyrir yfirlýsingar gærdagsins um árangur af viðræðunum. Margir stjórnmálaskýrendur halda því raunar fram að Vladimir Pútín Rússlandforseti hafi ekki nokkurn áhuga á friði í Úkraínu. Hins vegar er ljóst að hann getur ekki haldið stríðsrekstrinum áfram út í hið óendanlega. epa/Sergei Chirikov Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði á daglegum fundi með blaðamönnum í morgun að ekkert hefði komið fram í viðræðum Rússa og Úkraínumanan í Tyrklandi í gær sem gæfi sérstakt tilefni til bjartsýni. Staðhæfing Peskov er á skjön við það sem samningamenn Úkraínu og aðrir sögðu í gær; að viðræðurnar hefðu þokast áfram, en ríma við fullyrðingar leiðtoga og sérfræðinga á Vesturlöndum, sem vöruðu menn við því að hafa of miklar væntingar. Peskov sagði að það sem hefði gerst á fundinum í gær væri að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn fest tillögur sínar á blað, sem Rússar hefðu verið að bíða eftir. Tillögur Úkraínumanna fólu meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að fresta ákvörðun um Krímskaga í 15 ár, á meðan tvíhliða viðræður færu fram um málið. Rússar sögðu að loknum fundinum að þeir myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina Kænugarð og tengdu það viðræðunum. Leiðtogar og sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að treysta loforðum Rússa; líklega sé um að ræða ákvarðanir sem hagnist ekki síst þeim sjálfum; það er að segja að þeir sjái fram á að geta ekki sótt fram nema á einu svæði á einu og hyggist einbeita sér að Donbas. Það verður illmögulegt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að hætta hernaðaraðgerðum í Úkraínu án þess að ná Donbas-héruðunum á sitt vald. Hann lýsti yfir stuðningi Rússa við sjálfstæði þeirra í aðdraganda innrásarinnar og hefur ítrekað heitið því að „frelsa“ þau. Af þeim sökum má telja líklegt að héruðin séu helsti ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum en Úkraínumenn segja ekki koma til greina að semja frá sér landsvæði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Staðhæfing Peskov er á skjön við það sem samningamenn Úkraínu og aðrir sögðu í gær; að viðræðurnar hefðu þokast áfram, en ríma við fullyrðingar leiðtoga og sérfræðinga á Vesturlöndum, sem vöruðu menn við því að hafa of miklar væntingar. Peskov sagði að það sem hefði gerst á fundinum í gær væri að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn fest tillögur sínar á blað, sem Rússar hefðu verið að bíða eftir. Tillögur Úkraínumanna fólu meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að fresta ákvörðun um Krímskaga í 15 ár, á meðan tvíhliða viðræður færu fram um málið. Rússar sögðu að loknum fundinum að þeir myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina Kænugarð og tengdu það viðræðunum. Leiðtogar og sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að treysta loforðum Rússa; líklega sé um að ræða ákvarðanir sem hagnist ekki síst þeim sjálfum; það er að segja að þeir sjái fram á að geta ekki sótt fram nema á einu svæði á einu og hyggist einbeita sér að Donbas. Það verður illmögulegt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að hætta hernaðaraðgerðum í Úkraínu án þess að ná Donbas-héruðunum á sitt vald. Hann lýsti yfir stuðningi Rússa við sjálfstæði þeirra í aðdraganda innrásarinnar og hefur ítrekað heitið því að „frelsa“ þau. Af þeim sökum má telja líklegt að héruðin séu helsti ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum en Úkraínumenn segja ekki koma til greina að semja frá sér landsvæði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira