Talsmaður Pútín slær á væntingar til friðarviðræðanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2022 11:03 Peskov, sem er lengst til vinstri á myndinni, virðist ekki gefa mikið fyrir yfirlýsingar gærdagsins um árangur af viðræðunum. Margir stjórnmálaskýrendur halda því raunar fram að Vladimir Pútín Rússlandforseti hafi ekki nokkurn áhuga á friði í Úkraínu. Hins vegar er ljóst að hann getur ekki haldið stríðsrekstrinum áfram út í hið óendanlega. epa/Sergei Chirikov Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði á daglegum fundi með blaðamönnum í morgun að ekkert hefði komið fram í viðræðum Rússa og Úkraínumanan í Tyrklandi í gær sem gæfi sérstakt tilefni til bjartsýni. Staðhæfing Peskov er á skjön við það sem samningamenn Úkraínu og aðrir sögðu í gær; að viðræðurnar hefðu þokast áfram, en ríma við fullyrðingar leiðtoga og sérfræðinga á Vesturlöndum, sem vöruðu menn við því að hafa of miklar væntingar. Peskov sagði að það sem hefði gerst á fundinum í gær væri að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn fest tillögur sínar á blað, sem Rússar hefðu verið að bíða eftir. Tillögur Úkraínumanna fólu meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að fresta ákvörðun um Krímskaga í 15 ár, á meðan tvíhliða viðræður færu fram um málið. Rússar sögðu að loknum fundinum að þeir myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina Kænugarð og tengdu það viðræðunum. Leiðtogar og sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að treysta loforðum Rússa; líklega sé um að ræða ákvarðanir sem hagnist ekki síst þeim sjálfum; það er að segja að þeir sjái fram á að geta ekki sótt fram nema á einu svæði á einu og hyggist einbeita sér að Donbas. Það verður illmögulegt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að hætta hernaðaraðgerðum í Úkraínu án þess að ná Donbas-héruðunum á sitt vald. Hann lýsti yfir stuðningi Rússa við sjálfstæði þeirra í aðdraganda innrásarinnar og hefur ítrekað heitið því að „frelsa“ þau. Af þeim sökum má telja líklegt að héruðin séu helsti ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum en Úkraínumenn segja ekki koma til greina að semja frá sér landsvæði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Staðhæfing Peskov er á skjön við það sem samningamenn Úkraínu og aðrir sögðu í gær; að viðræðurnar hefðu þokast áfram, en ríma við fullyrðingar leiðtoga og sérfræðinga á Vesturlöndum, sem vöruðu menn við því að hafa of miklar væntingar. Peskov sagði að það sem hefði gerst á fundinum í gær væri að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn fest tillögur sínar á blað, sem Rússar hefðu verið að bíða eftir. Tillögur Úkraínumanna fólu meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að fresta ákvörðun um Krímskaga í 15 ár, á meðan tvíhliða viðræður færu fram um málið. Rússar sögðu að loknum fundinum að þeir myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina Kænugarð og tengdu það viðræðunum. Leiðtogar og sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að treysta loforðum Rússa; líklega sé um að ræða ákvarðanir sem hagnist ekki síst þeim sjálfum; það er að segja að þeir sjái fram á að geta ekki sótt fram nema á einu svæði á einu og hyggist einbeita sér að Donbas. Það verður illmögulegt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að hætta hernaðaraðgerðum í Úkraínu án þess að ná Donbas-héruðunum á sitt vald. Hann lýsti yfir stuðningi Rússa við sjálfstæði þeirra í aðdraganda innrásarinnar og hefur ítrekað heitið því að „frelsa“ þau. Af þeim sökum má telja líklegt að héruðin séu helsti ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum en Úkraínumenn segja ekki koma til greina að semja frá sér landsvæði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira