Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 23:17 Frá bænum Trostyanets í Úkraínu sem úkraínski herinn frelsaði úr höndum rússneska hersins í dag. AP Photo/Efrem Lukatsky. Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO. Þetta kemur fram í frétt Financial Times í kvöld sem byggð er á frásögnum fjögurra heimildarmanna blaðsins, sem sagðir eru hafa séð drög að því sem ræða á á morgun í Tyrklndi, þar sem sendinefndir Úkraínu og Rússlands koma saman til vopnahlésviðræðna. Í fréttinni kemur fram að rússnesk yfirvöld fari ekki lengur fram á Úkraína verði „af-nasistavædd“ en Rússar hafa haldið því fram, án þess að leggja fram sannanir þess efnis, að nasismi sé landlægur í Úkraínu. Scoop! - Russia no longer demanding Ukraine be ‘denazified’ in ceasefire talks, will allow Kyiv to join EU if it abandons Nato aspirationshttps://t.co/exrhld7TyD— Henry Foy (@HenryJFoy) March 28, 2022 Þá er Rússland sagt geta sætt sig við það að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu, gefi ríkið á bátinn vonir sínar um að fá inngöngu í NATO. Samkvæmt drögunum má Úkraína ekki þróa kjarnorkuvopn eða hýsa erlenda hermenn ú herstöðum í Úkraínu. Í frétt Financial Times kemur einnig fram að í stað aðildar Úkraínu að NATO myndu ákveðin ríki tryggja öryggi Úkraínu. Ríkin sem hafa verið nefnd til sögunnar þar eru Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Kína, Ítalía, Pólland, Ísrael og Tyrkland. Rætt er við David Arakhamia, einn af samningamönnum Úkraínu sem segir að ekkert þessara ríkja hafi samþykkt slíkar öryggistryggingar. Ekkert af ríkjunum hafi hins vegar tekið fyrir það að veita slíka tryggingu, sem Arakhamia túlkar sem jákvætt merki. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Evrópusambandið Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Financial Times í kvöld sem byggð er á frásögnum fjögurra heimildarmanna blaðsins, sem sagðir eru hafa séð drög að því sem ræða á á morgun í Tyrklndi, þar sem sendinefndir Úkraínu og Rússlands koma saman til vopnahlésviðræðna. Í fréttinni kemur fram að rússnesk yfirvöld fari ekki lengur fram á Úkraína verði „af-nasistavædd“ en Rússar hafa haldið því fram, án þess að leggja fram sannanir þess efnis, að nasismi sé landlægur í Úkraínu. Scoop! - Russia no longer demanding Ukraine be ‘denazified’ in ceasefire talks, will allow Kyiv to join EU if it abandons Nato aspirationshttps://t.co/exrhld7TyD— Henry Foy (@HenryJFoy) March 28, 2022 Þá er Rússland sagt geta sætt sig við það að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu, gefi ríkið á bátinn vonir sínar um að fá inngöngu í NATO. Samkvæmt drögunum má Úkraína ekki þróa kjarnorkuvopn eða hýsa erlenda hermenn ú herstöðum í Úkraínu. Í frétt Financial Times kemur einnig fram að í stað aðildar Úkraínu að NATO myndu ákveðin ríki tryggja öryggi Úkraínu. Ríkin sem hafa verið nefnd til sögunnar þar eru Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Kína, Ítalía, Pólland, Ísrael og Tyrkland. Rætt er við David Arakhamia, einn af samningamönnum Úkraínu sem segir að ekkert þessara ríkja hafi samþykkt slíkar öryggistryggingar. Ekkert af ríkjunum hafi hins vegar tekið fyrir það að veita slíka tryggingu, sem Arakhamia túlkar sem jákvætt merki.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Evrópusambandið Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira