Gerður Berndsen er látin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2022 21:08 Gerður var 74 ára. Aðsend Gerður Berndsen er látin, 74 ára að aldri. Gerður var þekkt fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur, sem var myrt við Engihjalla í Kópavogi vorið 2000. Gerður lést í fyrradag. Aðstandendur Gerðar minnast hennar sem skapandi og hæfileikaríkrar konu. Í gegnum ævina kom Gerður að ýmiskonar listsköpun, málaði málverk, tók myndir og skrifaði bækur sem hún myndskreytti sjálf. Þekkt baráttukona Gerður var þekktust fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur. Gerður barðist í yfir tvo áratugi fyrir því að mál mannsins sem myrti dóttur hennar, með því að kasta henni fram af tíundu hæð fjölbýlishúss, yrði endurupptekið og hann sakfelldur fyrir nauðgun. Maðurinn, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, hlaut sextán ára fangelsi fyrir morðið en var ekki dæmdur fyrir nauðgun. Samkvæmt gögnum málsins voru skýr ummerki um áverka á kynfærum Áslaugar Perlu sem komu til fyrir fallið af svölunum, en Ásgeir bar því við að þeir stöfuðu af „harkalegu kynlífi,“ sem farið hefði fram með samþykki beggja. Gerður ræddi málið meðal annars við sjónvarpsþáttinn Ummerki á Stöð 2 á síðasta ári. Þar sagði hún það réttlætismál að maðurinn yrði sakfelldur fyrir nauðgun, jafnvel þótt dómur yfir honum yrði ekki þyngdur. Vildi hún að dóttur hennar yrði sýnd sú virðing að maðurinn sem svipti hana lífi hlyti dóm fyrir brot sín. „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana,“ sagði Gerður í viðtalinu. Réttlætisþráin hyrfi aldrei Gerður skrifaði greinar í helstu fjölmiðla landsins með reglulegu millibili síðustu tvo áratugi, og sótti hart það réttlæti sem hún taldi ekki hafa náð fram að ganga. Hún fór þrívegis fram á endurupptöku málsins en var alltaf hafnað. Í viðtalinu við Ummerki sagðist Gerður þá aldrei hafa getað lifað eðlilegu lífi eftir fráfall dóttur hennar, þar sem reiðin og sorgin hafi stöðugt kraumað, og að tilfinningin um að ná fram réttlæti fyrir dóttur hennar myndi aldrei hverfa. Andlát Tengdar fréttir Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Aðstandendur Gerðar minnast hennar sem skapandi og hæfileikaríkrar konu. Í gegnum ævina kom Gerður að ýmiskonar listsköpun, málaði málverk, tók myndir og skrifaði bækur sem hún myndskreytti sjálf. Þekkt baráttukona Gerður var þekktust fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur. Gerður barðist í yfir tvo áratugi fyrir því að mál mannsins sem myrti dóttur hennar, með því að kasta henni fram af tíundu hæð fjölbýlishúss, yrði endurupptekið og hann sakfelldur fyrir nauðgun. Maðurinn, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, hlaut sextán ára fangelsi fyrir morðið en var ekki dæmdur fyrir nauðgun. Samkvæmt gögnum málsins voru skýr ummerki um áverka á kynfærum Áslaugar Perlu sem komu til fyrir fallið af svölunum, en Ásgeir bar því við að þeir stöfuðu af „harkalegu kynlífi,“ sem farið hefði fram með samþykki beggja. Gerður ræddi málið meðal annars við sjónvarpsþáttinn Ummerki á Stöð 2 á síðasta ári. Þar sagði hún það réttlætismál að maðurinn yrði sakfelldur fyrir nauðgun, jafnvel þótt dómur yfir honum yrði ekki þyngdur. Vildi hún að dóttur hennar yrði sýnd sú virðing að maðurinn sem svipti hana lífi hlyti dóm fyrir brot sín. „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana,“ sagði Gerður í viðtalinu. Réttlætisþráin hyrfi aldrei Gerður skrifaði greinar í helstu fjölmiðla landsins með reglulegu millibili síðustu tvo áratugi, og sótti hart það réttlæti sem hún taldi ekki hafa náð fram að ganga. Hún fór þrívegis fram á endurupptöku málsins en var alltaf hafnað. Í viðtalinu við Ummerki sagðist Gerður þá aldrei hafa getað lifað eðlilegu lífi eftir fráfall dóttur hennar, þar sem reiðin og sorgin hafi stöðugt kraumað, og að tilfinningin um að ná fram réttlæti fyrir dóttur hennar myndi aldrei hverfa.
Andlát Tengdar fréttir Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20