Heilsugæslan hættir að bjóða upp á hraðpróf Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2022 15:05 Fyrir mánuði var ákveðið að hætta nær alfarið að notast við PCR-próf en nú er breyting á. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að gera breytingar á sýnatökum vegna Covid-19 hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en frá og með föstudeginum 1. apríl verður einungis boðið upp á PCR-sýnatökur á Suðurlandsbraut. Með breytingunni verður aðeins hægt að fara í hraðpróf hjá einkaaðilum gegn gjaldi. Dregið var verulega úr notkun PCR-prófa fyrir rúmum mánuði vegna mikils álags við greiningu og voru þá hraðgreiningarpróf notuð í auknum mæli. Fólk sem greindist með Covid þurfti ekki að fá niðurstöðu úr hraðprófi staðfesta með PCR-prófi. Undanfarinn mánuð hefur notkun á PCR-prófum verið bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Nú hefur dregið verulega úr fjölda þeirra sem greinast daglega með Covid og ætti álagið þar af leiðandi að vera minna við greiningu. Þeir sem þurfa að fara í PCR-sýnatöku vegna ferðalaga geta bókað sýnatöku á vegnum travel.covid.is en sýnatakan og vottorðið kosta sjö þúsund krónur. Þeir sem eru með einkenni Covid-19 geta áfram bókað PCR-sýnatöku í gegnum Heilsuveru og ekki þarf að greiða fyrir þá þjónustu. Að því er kemur fram á vef Heilsugæslunnar verður áfram hægt að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum en reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19, sem gerði einkafyrirtækjum kleift að bjóða upp á endurgjaldslaus hraðpróf, rennur út um mánaðarmótin. Gert er ráð fyrir að einkaaðilar haldi áfram að bjóða upp á sýnatöku en að notendur verði rukkaðir fyrir þá þjónustu líkt og fyrir 16. september 2021 þegar reglugerðin tók fyrst gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Landspítali ekki lengur á neyðarstigi Landspítali hefur verið færður af neyðarstigi og er kominn á hættustig frá á með hádegi í dag. 28. mars 2022 12:33 Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19 Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Dregið var verulega úr notkun PCR-prófa fyrir rúmum mánuði vegna mikils álags við greiningu og voru þá hraðgreiningarpróf notuð í auknum mæli. Fólk sem greindist með Covid þurfti ekki að fá niðurstöðu úr hraðprófi staðfesta með PCR-prófi. Undanfarinn mánuð hefur notkun á PCR-prófum verið bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Nú hefur dregið verulega úr fjölda þeirra sem greinast daglega með Covid og ætti álagið þar af leiðandi að vera minna við greiningu. Þeir sem þurfa að fara í PCR-sýnatöku vegna ferðalaga geta bókað sýnatöku á vegnum travel.covid.is en sýnatakan og vottorðið kosta sjö þúsund krónur. Þeir sem eru með einkenni Covid-19 geta áfram bókað PCR-sýnatöku í gegnum Heilsuveru og ekki þarf að greiða fyrir þá þjónustu. Að því er kemur fram á vef Heilsugæslunnar verður áfram hægt að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum en reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19, sem gerði einkafyrirtækjum kleift að bjóða upp á endurgjaldslaus hraðpróf, rennur út um mánaðarmótin. Gert er ráð fyrir að einkaaðilar haldi áfram að bjóða upp á sýnatöku en að notendur verði rukkaðir fyrir þá þjónustu líkt og fyrir 16. september 2021 þegar reglugerðin tók fyrst gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Landspítali ekki lengur á neyðarstigi Landspítali hefur verið færður af neyðarstigi og er kominn á hættustig frá á með hádegi í dag. 28. mars 2022 12:33 Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19 Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Landspítali ekki lengur á neyðarstigi Landspítali hefur verið færður af neyðarstigi og er kominn á hættustig frá á með hádegi í dag. 28. mars 2022 12:33
Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19
Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05