Samskiptaóreiða sögð hafa kostað Rússa mikið Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2022 11:54 Rússneskir hermenn á ferðinni í Volnovakha. Getty/Sefa Karacan Leiðtogar rússneskra hersveita í Úkraínu hafa að miklu leyti notast við samskiptabúnað sem er ekki dulkóðaður. Má þar nefna farsíma og talstöðvar sem hver sem er getur hlustað á. Þetta hefur kostað Rússa verulega þar sem ætlanir þeirra og staðsetningar hafa verið aðgengilegar. Úkraínumenn hafa nýtt sér það í árásir á sveitir Rússa Einn sérfræðingur sagði Washington Post að vísbendingar bentu til þess að Bandaríkin og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins hefðu útvegað Úkraínumönnum búnað til að trufla talstöðvarsendingar Rússa. Búnað sem einnig sé hægt að nota til að finna uppruna útsendinga og gera þannig árásir á stjórnstöðvar Rússa í Úkraínu. New York Times sagði frá því fyrr í innrásinni að minnst einn rússneskur herforingi hafi verið felldur í loftárás eftir að Úkraínumenn hleruðu farsíma hans. Þessi vandi á ekki við allar hersveitir Rússa. Margar eru vel búnar samskiptabúnaði og sýna meiri aga. Með því að ráðast á sendingarstöðvar Rússa geta Úkraínumenn þar að auki þvingað rússneska hermenn til að notast við opinn samskiptabúnað og auka líkurnar á því að hægt sé að hlusta á samskipti þeirra eða finna þá sem eiga í samskiptum. Mörgu um að kenna Áðurnefndur sérfræðingur, sem heitir Kostas Tigkos, sagði WP einni að Rússar hefðu gert átak í samskiptabúnaði herafla ríkisins á undanförnum áratugum. Vandamálið sneri að miklu leyti að aga, undirbúningi, þjálfun og skipulagi. Það væri eitt að þróa góða talstöð sem virkar vel. Það væri þó allt annað að nota þá talstöð, byggja samskiptanet og samhæfa umfangsmikla hernaðaraðgerð. Úkraínumenn hafa einnig hlerað samtöl rússneskra hermanna við fjölskyldumeðlimi sína í Rússlandi. Þá hafa borist fregnir af því að Úkraínumenn hafi jafnvel hringt í rússneska hermenn og hvatt þá til að gefast upp. Það hafa áhugamenn um talstöðvar gert einnig. Þeir hafa hlustað á samskipti rússneskra hermanna, truflað samtöl þeirra, hvatt þá til að gefast upp og fara aftur til Rússlands. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu New York Times á vandamálum Rússa og hlusta á samskipti hermanna á milli. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00 Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Úkraínumenn hafa nýtt sér það í árásir á sveitir Rússa Einn sérfræðingur sagði Washington Post að vísbendingar bentu til þess að Bandaríkin og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins hefðu útvegað Úkraínumönnum búnað til að trufla talstöðvarsendingar Rússa. Búnað sem einnig sé hægt að nota til að finna uppruna útsendinga og gera þannig árásir á stjórnstöðvar Rússa í Úkraínu. New York Times sagði frá því fyrr í innrásinni að minnst einn rússneskur herforingi hafi verið felldur í loftárás eftir að Úkraínumenn hleruðu farsíma hans. Þessi vandi á ekki við allar hersveitir Rússa. Margar eru vel búnar samskiptabúnaði og sýna meiri aga. Með því að ráðast á sendingarstöðvar Rússa geta Úkraínumenn þar að auki þvingað rússneska hermenn til að notast við opinn samskiptabúnað og auka líkurnar á því að hægt sé að hlusta á samskipti þeirra eða finna þá sem eiga í samskiptum. Mörgu um að kenna Áðurnefndur sérfræðingur, sem heitir Kostas Tigkos, sagði WP einni að Rússar hefðu gert átak í samskiptabúnaði herafla ríkisins á undanförnum áratugum. Vandamálið sneri að miklu leyti að aga, undirbúningi, þjálfun og skipulagi. Það væri eitt að þróa góða talstöð sem virkar vel. Það væri þó allt annað að nota þá talstöð, byggja samskiptanet og samhæfa umfangsmikla hernaðaraðgerð. Úkraínumenn hafa einnig hlerað samtöl rússneskra hermanna við fjölskyldumeðlimi sína í Rússlandi. Þá hafa borist fregnir af því að Úkraínumenn hafi jafnvel hringt í rússneska hermenn og hvatt þá til að gefast upp. Það hafa áhugamenn um talstöðvar gert einnig. Þeir hafa hlustað á samskipti rússneskra hermanna, truflað samtöl þeirra, hvatt þá til að gefast upp og fara aftur til Rússlands. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu New York Times á vandamálum Rússa og hlusta á samskipti hermanna á milli.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00 Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46
Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00
Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01